Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 62
42 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. hæfileika, 6. tveir eins, 8. sérstak- lega, 9. geislahjúpur, 11. tveir eins, 12. kunningi, 14. mjaka, 16. samtök, 17. ennþá, 18. gapa, 20. tveir eins, 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. málmur, 3. hæð, 4. gróðahyggja, 5. sarg, 7. hindrun, 10. regla, 13. gerast, 15. sál, 16. þróttur, 19. snæddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. tt, 8. sér, 9. ára, 11. gg, 12. lagsi, 14. fikra, 16. aa, 17. enn, 18. flá, 20. dd, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. ás, 4. fégirnd, 5. urg, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. andi, 16. afl, 19. át. Skáldsagan Makalaus eftir blaða- konuna Tobbu Marinósdóttur hefur selst vel eftir að hún kom út fyrr í sumar. Talað er um að bókin hafi þegar rofið 5.000 eintaka múrinn en það fæst ekki stað- fest hjá JPV, sem staðfestir þó að hún hafi selst eins og kúluís á heitum sumardegi. Nú heyr- ist að Tobba sitji ekki aðgerðarlaus heldur vinni að næstu bók og sögusviðið ku vera í takt við síðustu bók ... Talandi um bókmenntir þá upplýsti DV í gær að fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán hygðist gefa út ævisögu á næstu misserum. Hún gefur ekki upp hver mundar pennann en eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst þá hefur ekki verið formlega samið við höfundinn. Ásdís var í ítarlegu viðtali í Nýju lífi fyrr á árinu við blaðakonuna Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Ekki þykir ólíklegt að hún sé einnig á bakvið ævisöguna um Ísdrottn- inguna ... Heimildarmynd verður gerð um væntanlega tónleika Dons Randi, fyrrum píanista Franks Sinatra, og félaga hans á Íslandi í ágúst. Friðrik Grétarsson mun leikstýra myndinni þar sem hljómsveitinni verður fylgt eftir á tvennum tónleikum á Broad- way og á Rosenberg. Geir Ólafsson skipuleggur tónleikana sem ákveðið var að halda eftir að Geir tróð upp á skemmtistað Randi, The Baked Potato, í Los Angeles fyrr á árinu. Á meðal gestasöngvara á tónleikunum á Broad- way verða Raggi Bjarna, Egill Ólafsson og Kristján Jóhannsson. - afb, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Hjördís Lilja Örnólfsdóttir Aldur: 26 ára. Starf: Dansari. Fjölskylda: Er í sambúð með Steve Lorenz. Foreldrar: Unnur Hreinsdóttir og Örnólfur Oddsson. Búseta: Fossvogurinn í Reykjavík. Stjörnumerki: Tvíburi. Hjördís Lilja slasaðist á danssýningu í Póllandi og var sett í gifs. „Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna,“ segir Hugrún Dögg Árna- dóttir en hún og maður hennar, Magni Þorsteinsson, hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. Kron by KronKron-skórnir, sem hannað- ir eru af Hugrúnu og Magna, seljast mjög vel og virðast leggjast vel í íslenskar konur. „Við erum svakalega þakklát að það geng- ur svona vel með skóna og höldum ótrauð áfram með merkið,“ segir Hugrún en sokka- buxnalína frá Kron by Kron Kron mun koma í verslanir í ágúst og svo eiga íslenskir við- skiptavinir von á því að sjá fatalínu frá hjón- unum í búðum næsta sumar. Mikil eftirspurn er eftir skónum úti um allan heim. Skórnir eru seldir í mörgum löndum sem og í einni af vinsælustu netverslun í heimi, asos. com. Hugrún segir að Asíubúar kaupi mikið af þeim en þau fá nánast daglega sendar myndir af asísk- um stelpum í skónum. „Þeir virðast sérstaklega ganga vel í þessum heitu löndum og skórnir virðast höfða til margra. Við erum alveg svakalega ánægð. Svo erum við búin að fá góða umfjöllun í mörgum stórum blöðum og tískubloggum,“ segir Hugrún en leggur áherslu á að það sé velgengninni á Íslandi að þakka að þau geti farið með merkið út. Í tilefni þess að fyrirtækið Kron er tíu ára ætla þau að slá upp karnivali fyrir utan Kron- kron-búðina á Vitastíg í dag. „Við viljum bara halda upp á sumarið og sólina og auðvitað afmælið en við erum stolt af því að vera búin að vera til í tíu ár,“ segir Hugrún. - áp Kron fagnar tíu ára afmæli ÞAKKLÁT Hugrún og Magni fagna tíu ára afmæli fyrirtækis síns og slá upp veislu í búðinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er mjög óvenjulegt og við erum að ryðja nýjar brautir. Við erum mjög spennt- ir fyrir hátíðinni og förum í þetta af mikilli virðingu. Við erum miklir aðdáendur Corn- elius Vreeswijk og þekkjum mikið til,“ segir feldskerinn Eggert Ólafur Jóhannsson. Í byrjun ágúst fer fram hátíðin Cornelius Vreeswijk Selskapet í Stokkhólmi. Hátíðin er haldin árlega á Cornelius-degi til heið- urs vísnasöngvaranum Corneliusi Vrees- wijk. Í ár koma fram nokkrar hljómsveitir sem hafa fengið sérstakt boð um að spila á hátíðinni og er hljómsveitin Spottarnir ein af þeim. Eggert spilar á gítar og syngur í hljómsveitinni, ásamt þeim Ragnari Sigur- jónssyni sem lemur á slagverk, Einar Sig- urðssyni bassaleikara og Magnúsi R. Ein- arssyni gítarleikara. Hljómsveitin hefur spilað víðs vegar í rúmt ár og hafa haft á lagalista sínum lög sem tengjast vísna- söngvaranum Corneliusi á einn eða annan hátt. „Við fáum stuttan tíma á sviði og ætlum því að taka með okkur íslensk lög. Það verða þá væntanlega Megas og Magnús Eiríksson sem verða fyrir valinu,“ segir Eggert. Spottarnir ætla að spila fyrir aðdáendur hér heima 3. ágúst á Café Rosenberg áður en út er haldið. Auk hátíðarinnar sjálfrar er ætlunin að spila í norsku kirkjunni í Stokk- hólmi. Þegar félagarnir koma heim aftur fara þeir á Kántríhátíðina á Skagaströnd og halda sérstaka Cornelius-tónleika á Kaffi Bjarmanesi. - ls Eggert feldskeri á sænskri þjóðlagahátíð SPOTTARNIR Félagarnir eru miklir aðdáendur Corn- eliusar Vreeswijk og þykir það mikill heiður að fá að koma fram á hátíðinni. SOKKA- BUXNA LÍNA Þessar sokka- buxur ásamt fleirum frá Kron by KronKron eru væntanlegar í búðir í ágúst. „Ég hélt að vinnufélagarnir mínir væru að stríða mér þegar þeir sögðu að ég væri að fara með for- setahjónunum í siglingu,“ segir Carlos Alberto Mendez, leið- sögumaður hjá Artic Rafting, sem skipuleggur flúðasiglingar á bátum niður Hvítá. Starfsmenn fyrirtækisins ráku upp stór augu þegar þeir sáu nafn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á pöntunarlistanum yfir siglingar á fimmtudaginn. Þjóðhöfðingjar eru ekki dagleg- ir gestir í rafting hjá Carlosi sem hefur unnið sem leiðsögumaður í 15 ár. „Það rann upp fyrir mér þegar vinnufélagarnir byrjuðu að taka til fleiri báta og gera aukaráð- stafanir, að þeir voru ekkert að grínast. Ég var í alvörunni að fara að sigla með forsetahjón Íslands niður Hvítá,“ segir Carlos og við- urkennir að hann hafi nú verið smá stressaður fyrst en að það hafi rjátlast af honum um leið og hann hitti hjónin. „Þau voru svo létt og skemmti- leg. Alveg frábær hreinlega. Dorr it sagðist hafa farið áður í svipaða siglingu fyrir tíu árum og var óhrædd við að fara í mestu flúð- irnar,“ segir Carlos en Ólafur og Dorrit voru í fylgd tveggja frænda hennar sem voru hér í heimsókn. Þeir nutu sín vel í Hvítá, syntu og hoppuðu í ánni en í bátnum voru þau fjögur ásamt Carlosi, klædd flotgöllum og hjálmum. „Þau vildu taka þátt í öllu og fara í mestu flúðirnar. Þau voru í raun bara eins og hverjir aðrir kúnnar og við þurftum ekkert að koma öðruvísi fram við þau. Voða létt yfir þeim,“ segir Carlos. Dorritt vildi ólm fá að prufa kajak, sem eru fastir á hverjum bát af öryggisástæðum og ferða- CARLOS ALBERTO MENDEZ: ÓLAFUR OG DORRIT VORU ÖFLUG Í BÁTNUM Forsetahjónin fóru óhrædd í flúðasiglingu niður Hvítá menn fá vanalega ekki að prófa. Dorrit fékk leyfi til að setjast í kajakinn og var mjög klár að sögn starfsmanna. „Hún var ekkert smá góð en þessir eins manns bátar eru ekki fyrir hvern sem er. Dorrit var svo hrifin að hún vildi endilega fá að fara með okkur síðar í kajak- ferð.“ Venjan er sú að ferðamönnum í siglingum niður Hvítá gefst kost- ur á því að stökkva af háum kletti niður í ána en að sögn Carlosar létu forsetahjónin sig ekki vaða í það. „Litlu strákarnir voru mjög duglegir og stukku en Ólafur og Dorrit stukku ekki í þetta skiptið en skemmtu sér vel við að horfa á hina,“ segir Carlos og bætir við að forsetahjónin hafi verið sjarm er- andi og heillað alla í ferðinni upp úr skónum. alfrun@frettabladid.is M YN D /A R TIC R A FTIN G CARLOS ÁNÆGÐUR MEÐ FARÞEGANA Leiðsögumaðurinn Carlos fór með Ólaf Ragnar og Dorrit ásamt tveimur ungum frændum hennar í flúðasigl- ingu niður Hvítá. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Helgartilboð 30% afsl. tilboð 1.999,- fullt verð 2.875,- **** stjörnur - Morgunblaðið **** stjörnur - Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.