Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 52
32 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Þetta er hluti af fjáröflun okkar þar sem hátíðin kostar sitt. Þetta er einnig kjörinn vettvangur fyrir fólk til að verða sér úti um það sem þarf fyrir hátíðina,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga. Í dag verður opnað Kaupfé- lag Hinsegin daga sem er verslun með varning, aðgöngumiða og VIP kort ásamt fleiri nauðsynjum fyrir hátíðina. Kaupfélagið er í verslun- inni IÐU við Lækjargötu og verður opið alla daga fram að hátíð. Þetta er fastur liður í fjáröflun Hinseg- in daga og er verslunin jafnframt það fyrsta sem fólk verður vart við þegar hátíð fer að nálgast. „Þarna getur fólk fundið regn- bogabönd, regnbogafána, regn- bogafjaðrir og í raun nánast allt regnboga- sem það vill. Á hverju ári er einnig gerður bolur hátíðar- innar og í ár er það Davíð Terraz- az sem hannar hann. Bolurinn verð- ur til sölu í Kaupfélaginu en fylgir þó frítt með ef keypt er VIP-kort,“ segir Þorvaldur. Að hátíðinni kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum og má nefna að um tíu sjálfboðaliðar sjá um Kaup- félag Hinsegin daga en fá aðstoð 50 sjálfboðaliða sem selja varning á hátíðardaginn í göngunni sjálfri. „Undirbúningurinn gengur mjög vel og allt er samkvæmt áætlun, enda erum við með fólk í margra ára æfingu þar sem þetta er í 12. skipti sem hátíðin er haldin. Það er öllum velkomið að vera með í göngunni. Það eina sem fólk þarf að gera er að tilkynna sig til göngustjóra með upplýsingar um atriðið sitt,“ segir Þorvaldur, spenntur fyrir hátíðinni í ár. - ls Hinsegin kaupfélag með regnbogavörur ÞORVALDUR KRISTINSSON Kaupfélagið er það fyrsta sem fólk verður vart við þegar hátíðin fer að nálgast. Leikarinn Michael Cera sem gerði garðinn frægan sem George Michael í sjónvarpsþáttunum Arrested Develop- ment sat fyrir svörum hjá tímaritinu Playboy. Í viðtalinu viðurkennir Cera að hann vaði alls ekki í kvenfólki þrátt fyrir frægðina. „Þegar ég fer til dæmis út að borða á veitingastað veit ég að hverja einustu stúlku þar inni langar að koma til mín, heilsa upp á mig og vera svolítið kynferðisleg aggressív, en þær eru allar svo feimnar að þær þora það ekki. Í sumum tilfellum eru þær meira að segja svo feimnar að þær þora ekki einu sinni að líta í áttina til mín,“ sagði hinn gamansami leikari sem er aðeins 22 ára gamall. Hann sagðist einnig kunna illa við ummæli leikstjórans Judd Apatow sem í gríni kallaði Cera eitt sinn pirrandi. „Ég er of fágaður til að svara þessum ummælum hans þrátt fyrir að hann sé það ófágaður að hann geri gys að mér opinberlega. En á milli okkar, þá kom hann oft á tökustað og hrækti framan í tökuliðið, stundum setti hann einnig salatsósu í kaffið og átti það jafnvel til að grípa í fólk og kyssa það harkalega á munninn. Það eina sem ég gæti hafa gert sem gæti kallast pirrandi var að hafa hent skó í einn aðstoðarmanninn og strax er ég gerður að skúrkinum.“ Cera gerir grín að Apatow GAMANSAMUR Michael Cera gerði mikið grín í nýlegu viðtali við Playboy. NORDICPHOTOS/GETTY > GERIR VAMPÍRUMYND Framleiðsla á vampírumyndinni Dark Shadows í leikstjórn Tims Burt- on hefst í janúar á næsta ári. Myndin er byggð á samnefndri sápuóperu frá sjöunda ára- tugnum. Johnny Depp fer með hlutverk Barnabas Coll- ins í aðalhlutverkinu og segir að þar með sé æsku- draumur sinn að rætast. Tónlistarhópurinn Trúbatrixur er kominn á kreik eftir góða tónleika- ferð til Bretlands í vor. Trúbatrixur leita nú að nýjum og spennandi íslenskum tónlistar- konum til að taka þátt í tónleika- ferð um Ísland í ágúst í samvinnu við tónlistarsjóðinn Kraum. Einn- ig taka þær þátt í safnplötunni Trúba trix Taka 2 sem verður gerð skömmu síðar. Skilyrðin eru þau að stúlkurnar flytji frumsamda tónlist og eigi auðvelt með að koma fram. Almenningur er einn- ig hvattur til að benda á efnilegar tónlistarkonur. Hægt er að senda upplýsingar á netfangið trubatrix@gmail.com. Trúbatrixur leita að konum ELÍZA GEIRSDÓTTIR Trúbatrixur leita að nýjum og spennandi íslenskum tónlistarkon- um. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Snæþvottur Grundarfirði • Virkið Hellissandi Núpur byggingavöruverslun, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson • málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík. Notaðu sumarið til að búa í haginn fyrir veturinn. ÍS LE N S K A S IA .IS M A L 5 0 0 4 8 0 5 /1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.