Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 6
6 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verður aukinn um 10 þúsund tonn frá því sem var á yfir- standandi fiskveiðiári. Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra tilkynnti þetta í gær, þegar hann gaf út ákvörðun um heildaraflamark 2010 til 2011. Aukning þorskkvótans er að til- lögu Hafrannsóknastofnunar, en ráð- herra fer í flestu að tillögum hennar. Þar eru þó veigamiklar undantekn- ingar varðandi ýsu og ufsa, en ekki síst grálúðuna. Hafró lagði til fimm þúsund tonna hámarkskvóta, en ráð- herra gaf út 13 þúsund tonna kvóta. Jóhann Sigurjónson, forstjóri Hafró, segir að það sé slæm ákvörðun. Grálúða er deilistofn sem Íslend- ingar, Grænlendingar og Færeying- ar nýta. Hann hefur verið í lægð undanfarin ár, en þjóðirnar hafa ekki komið sér saman um kvóta. Fyrir vikið hefur hver þjóð fyrir sig veitt meira en æskilegt er til að koma sér upp veiðireynslu. Jón Bjarnason segir að ákvörðun um grálúðukvóta markist af því. Íslend- ingar verði að halda sínu gagnvart hinum þjóðunum. Jóhann segir að þjóðirnar verði að leysa málið. „Ég trúi því og treysti að nú verði gert átak í að ná samkomu- lagi við þessa góðu nágranna okkar.“ Veigamikil breyting verð- ur á veiðum á úthafsrækju, en þær verða gefnar frjálsar. Ráðherra segir ástæðuna vera þá að ekki hafi veiðst upp í afla- mark síðustu ára. Gefi hann út hámarksafla verði hann að skipta honum niður á skip. Með því að gefa veiðarnar frjáls- ar geti hver sem er sótt í stofn- inn, en ráðherra áskilur sér rétt til að stöðva veiðarnar verði þær of umfangsmiklar. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir sambandið munu fara fram á það við ráðherra að þessu verði breytt. Um misskilning sé að ræða hjá starfs- hópi ráðherra sem vann tillögurnar og hann hafi trú á að ráðherra gefi út aflamark. Hvað þorskinn varðar segir Frið- rik að sambandið telji að stofninn beri meiri veiðar, að minnsta kosti 180 þúsund tonn. LÍÚ telur að móta eigi nýja nýtingarstefnu sem tekur tillit til fleiri þátta þegar aflahá- mark er gefið út. Væri það gert nú væri þorskkvótinn meiri. Jóhann segir það fagnaðarefni að þorskurinn sé að styrkjast. Í nið- ursveiflui þorskkvótans hafi menn ekki nýtt aðrar tegundir nógu skyn- samlega; gengið of hart að þeim stofnum til að vega upp minni þorsk- veiði, sem sé út af fyrir sig skiljan- Þorskkvótinn aukinn og úthafsrækjuveiðar frjálsar Sjávarútvegsráðherra fer eftir tillögum Hafró og eykur þorskkvótann. Ýsukvótinn minnkar umtalsvert en er meiri en ráðgjöf Hafró. Mistök að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Jón Bjarnason tilkynnti í gær um heildaraflamark næsta fiskveiðiárs. Að mestu fór ráðherra eftir tillögum Hafró. Þorskkvótinn verður aukinn um tíu þúsund tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON EINAR K. GUÐFINNSSON „Þorskurinn er að styrkjast og það er mikilvægt að farið sé eftir þessari mótuðu nýtingarstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér. Þetta er langtíma nýtingarregla sem stjórn- völd hafa varðað og henni má ekki breyta frá ári til árs. Ég verð að fagna því að það sé vilji stjórnvalda,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró. Jóhann segir mjög mikilvægt að koma eigi á fót samráðsvettvangi stjórnvalda og hagsmunaaðila. Mjög mikilvægt sé að nýtingarstefnan sé útskýrð og komið á fót hvað víðast í atvinnugreininni. „Ég get ekki ímyndað mér að menn komist að annarri niðurstöðu varðandi þorskinn. Menn fara ekkert að hringla í því. Það er mikilvægt að móta nýtingarstefnu og aflareglu fyrir aðra stofna, svo sem ufsa og ýsu. Þessi samráðsvettvangur er kjörinn fyrir það.“ Gott að farið sé eftir nýtingarstefnunni JÓHANN SIGURJÓNSSON Fjölbreytt úrval af rafskutlum Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum. Hafðu samband og við Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Útimessa á Nónholti í Reykjavík Guð, gróður og grill Sameiginleg útimessa Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs- safnaða á Nónholti við Grafarvog sunnudag kl. 11. Ganga fer frá kirkjunum kl. 10. Einnig má aka malarveginn við sjúkrastöðina Vog við Stórhöfða. Grillpylsur og kirkjukaffi í góða veðrinu. Prestar og sóknarnefndir í nyrstu byggðum Reykjavíkur VÍSINDI Vísindamönnum hefur tek- ist að búa til erfðabreyttar mosk- ítóflugur sem geta ekki smitað fólk af malaríu. Reynt hefur verið að erfðabreyta flugunum á þennan hátt í mörg ár en hingað til hefur bara tekist að minnka líkurnar á smiti. Nú hefur vísindamönnum í háskólanum í Arizona tekist að rækta flugur sem eru ónæmar fyrir sníkjudýr- inu sem veldur malaríu. Vonast er til þess að í framtíðinni verði hægt að skipta þessum moskítóflugum út fyrir þær hefðbundnu. Þegar búið verður að finna út leið til að gera það verður hægt að sleppa þeim, en þangað til eru þær læst- ar í búrum á rannsóknarstofum. Vísindamennirnir sprautuðu tilraunaflugur með malaríusmit- uðu blóði, en allar reyndust þær ónæmar. Rannsóknin hafði mið- ast að því að ná framförum í mál- inu og kom það því skemmtilega á óvart hversu vel tókst til. Um 250 milljónir manna smitast af malar- íu á hverju ári og af þeim lætur ein milljón lífið. Flestir sem látast úr sjúkdómnum eru börn. Aðeins er hægt að smitast af sjúkdómnum í gegnum moskítóflugurnar. - þeb Vísindamenn við háskólann í Arizona hafa þróað erfðabreyttar moskítóflugur: Flugur ónæmar fyrir malaríu MOSKÍTÓ Moskítóflugurnar geta borið með sér sníkjudýr sem veldur malaríu. ASÍA Yfir fimm þúsund manns voru handteknir í Asíu fyrir að stunda ólögleg veðmál meðan á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu stóð. Fólkið var handtekið í Kína, Malasíu, Singapúr og Taílandi, að sögn Interpol. Nærri tíu milljónir Bandaríkjadala hafa verið hald- lagðar í aðgerðunum. Ráðist var inn í um 800 ólöglega veðbanka í löndunum fjórum og segir lög- reglan að í veðbönkunum hafi verið veðjað fyrir um 155 millj- ónir dala. - þeb Fjöldahandtökur í Asíu: Handtekin fyrir að veðja um HM SPÁNN Kolkrabbinn Páll, sem varð heimsfrægur fyrir að spá rétt um úrslit leikja þýska lands- liðsins á HM, gæti verið á leið til Spánar. Páll spáði Spánverj- um sigri gegn Hollendingum í úrslitaleik mótsins. Forsvarsmenn dýragarðsins í Madríd segjast ætla að toppa öll önnur tilboð og ganga að öllum kröfum Þjóðverja til að fá kol- krabbann. Þeir eru sannfærðir um að Páll muni laða að þúsund- ir gesta þar sem hann sé álitinn þjóðargersemi á Spáni. Talsmenn dýragarðins í Þýska- landi segja hins vegar ekki koma til greina að selja eða lána Pál í burtu. - þeb Páll sagður þjóðhetja á Spáni: Spánverjar vilja fá kolkrabbann PÁLL Í NÚVERANDI HEIMKYNNUM Kolkrabbinn á nú heima í Oberhausen- dýragarðinum í Þýskalandi. Hann spáði rétt fyrir um úrslit allra leikja Þýskalands, og um úrslitaleikinn. NORDICPHOTOS/AFP legt. „Það er mikilvægt að við förum að beina sjónum okkar að öðrum tegundum en þorski.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrrum sjávarútvegsráðherra, segir ráð- herra bundinn í báða skó varðandi þorskkvótann vegna aflareglu. Hann hefði hins vegar viljað sjá enn meiri þorskkvóta. „Ég hefði talið eðlilegt að hann hefði aukið heldur við, sérstaklega vegna þess að nú mun strandveiði- flotinn fá sinn skammt af þessum kvóta í fyrsta skipti á næsta fisk- veiðiári. Þessi tíu þúsund tonn sem nú koma til viðbótar koma ekki nema að hálfu til þeirra sem eru í aflamarks- og krókaflamarkskerf- inu og ég hefði talið að minnta kosti að hann hefði átt að tryggja að þeir nytu þeirrar aukningar að fullu,“ segir Einar og minnir á að þeir hafi þurft að taka á sig skerðingu síðustu ár en njóti aukningarinnar ekki að fullu. kolbeinn@frettabladid.is VIÐSKIPTI Vífilfell missir ekki leyfi til að tappa á og selja kók þótt Arion banki taki rekstur fyrirtækisins yfir, þvert á það sem áður hefur komið fram. Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulda Arion banka um 11 milljarða. Samkvæmt lánayfirliti Kaup- þings banka frá 25. september 2008 skulduðu Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar Kaupþingi, nú Arion banka, alls 73 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Þar af voru skuld- ir tveggja félaga Þorsteins, Sól- stafa ehf. og Stuðlaháls ehf., alls 57 milljónir evra, eða jafnvirði um níu milljarða króna. Tryggingar fyrir þessum skuldum eru m.a. hluta- bréf í Vífilfelli sem er með átöpp- unar- og dreif- ingarleyfi fyrir kók og aðra gos- drykki frá Coca Cola Company. Velta fyrirtækis- ins er sex millj- arðar á ári. Vífilfell á fast- eignir við Stuðla- háls, vélar og tæki, en auk þess á félagið fimm prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandan- um Refresco. Skuldir félaga Þor- steins íþyngja þeim mjög. Frétta- stofa RÚV greindi frá því í október á síðasta ári að fulltrúi Coca Cola á Norðurlöndunum hefði sagt Kaup- þingi að ef gengið yrði að veðum í Vífilfelli myndi Coca Cola svipta fyrirtækið leyfi til að tappa á flösk- ur. Þetta virðist ekki vera raunin því Coca Cola Europe virðist ekki hafa áhyggjur af því hver á Vífil- fell. Joel Morris, talsmaður Coca Cola Europe, sagði í svari við skrif- legri fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2: „Við höfum aðeins eitt markmið og það er að halda áfram að veita íslenskum neytendum vörur sem þeir njóta.“ Morris segir að fyrir- tækið muni geri það sem sé nauð- synlegt til að ná þessu markmiði. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekk- ert tjá sig um málið og ekki svara spurningum um hvort eignarhalds- félögin Sólstafir ehf. og Stuðlaháls ehf. hefðu staðið í skilum með sín lán. - þþ Coca Cola Europe gerir ekki kröfu um að Þorsteinn M. Jónsson eigi Vífilfell: Skuldar Arion rúma 11 milljarða Hefur þú sótt kvikmyndahús í sumar? JÁ 28,7% NEI 71,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Drekkur þú sykurlausa gos- drykki á borð við Diet Coke? Segðu þína skoðun á visir.is ÞORSTEINN M. JÓNSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.