Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 53

Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 53
LAUGARDAGUR 17. júlí 2010 Popparinn Robbie Williams ætlar að taka upp nýja plötu með fyrr- um félögum sínum í strákaband- inu Take That. Hún er væntan- leg í nóvember. Robbie hætti í Take That árið 1995 og hóf vel heppnaðan sólóferil. Robb- ie og Take That ætla að starfa saman í eitt ár og fara í tón- leikaferð til að fylgja plötunni eftir. „Ég verð ótrúlega spennt- ur þegar við fimm erum saman í herbergi. Mér líður eins og ég sé kominn heim,“ sagði Robbie. Hann söng síðast með sveitinni í útgáfu hennar á lagi REM, Evereybody Hurts, til styrkt- ar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Snýr aftur ROBBIE WILLIAMS Popparinn ætlar að taka upp nýja plötu með fyrrum félögum sínum í strákaband- inu Take That. Fyrrum kærasta rapparans Kanye West, fata- fellan Amer Rose, sást daðra við ruðningskapp- ann Reggie Bush, sem er fyrrum kærasti raun- veruleikastjörnunnar Kim Kardashian, en fréttirnar eiga að hafa komið sérstaklega illa við Kardashian. Rose hitti Bush í veislu sem haldin var af íþróttastöðinni ESPN og á stúlkan að hafa gengið beint upp að kappanum og gefið honum lítinn einkadans. Að sögn viðstaddra vakti þetta mikla lukku hjá Bush sem að dansinum loknum leiddi stúlkuna á burt með sér. Kardashian og Bush hafa átt í stormasömu sambandi síðastliðið ár og að sögn slúðurtímarita vestra mun stúlkan enn halda í vonina um að þau taki aftur saman að lokum. Þetta litla atvik ætti þó að setja strik í reikning- inn hjá Kardashian. Fyrrverandi fékk einkadans ÓSÁTT Fyrrum kærasti Kim Kardashian er nú að slá sér upp með fyrrum kærustu Kanye West. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Lil´ Wayne er byrjað- ur að blogga úr Rikers Island- fangelsinu í New York þar sem hann afplánar eins árs dóm fyrir að vera með hlaðna byssu í tón- leikarútu sinni. Miðað við blogg- ið virðist Wayne lifa hinu ljúfa lífi í fangelsinu. „Ég vakna 11 á morgnana, fæ mér kaffi og hringi í börnin og mína yndis- legu móður. Síðan fer ég í sturtu, svara pósti frá aðdáendum, fer í hádegismat og svo í símann aftur. Svo les ég bók eða skrifa hugsan- ir mínar niður,“ skrifar rappar- inn. Hann á eftir að afplána yfir eitt hundrað daga af dómnum og kemst ekki hjá því að fylgjast vel með daga- talinu. „Tel niður dag- ana með bros á vör,“ skrifar hann. „Flest þessi bros koma eftir að ég hef heyrt í börnun- um mínum.“ Bloggar úr fangelsi LIL´WAYNE Rapparinn er byrjaður að blogga úr Rikers Island-fangelsinu í New York. 80% Málning - fyrir íslenskar aðstæður Þeir sem til þekkja nota Steinvara 2000 eða Steintex á steinsteypu og múrverk utanhúss. Íslenskt veðurfar, íslensk vöruþróun, íslensk útimálning. 80% málara meistara* velj a útimálningu frá Málningu fyrir íslenskar aðstæður Notaðu sumarið til að búa í haginn fyrir veturinn. *Hlutfall málarameistara sem eru í viðskiptum við Málningu hf. Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.