Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 20
20 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR L andeyjahöfn verður tekin í notkun þriðju- daginn 20. júlí. Herj- ólfur mun leggja þar að bryggju í fyrsta sinn kl. 16.30 eftir siglingu frá Vestmannaeyjum en sama dag fer hann sína hinstu ferð til Þor- lákshafnar. Reglulegar ferjusiglingar frá Reykjavík til Vestmannaeyja hóf- ust árið árið 1959 á vegum Skipa- útgerðar ríkisins. Fram til þess höfðu Vestmannaeyingar þurft að reiða sig á stopular siglingar frá Stokkseyri. Nýja ferjan fékk nafnið Herj- ólfur og kom ný hingað til lands í desember þetta ár. Siglingartíminn milli Eyja og Reykjavíkur var um tíu til tólf klukkustundir, eftir því hvernig viðraði. Ferjan sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Horna- fjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Höfnin í Þorlákshöfn var aftur á móti ófullkomin og ekki hægt að leggja þar að þegar illa veðraði. Á sjöunda áratugnum var höfnin hins vegar tekin til gagngerra end- urbóta og varð þá örugg til aðsigl- ingar í flestum veðrum. Opnaðist þá möguleiki á daglegum sigling- um milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar. Árið 1974 var hlutafélagið Herj- ólfur stofnað í Vestmannaeyjum, í þeim tilgangi að smíða og rekja far- þega og bílaferju sem sigldi milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, helst daglega. Í júnímánuði 1976 kom nýja ferjan til Eyja og hlaut líka nafnið Herjólfur. Nýi Herjólfur gat flutt um 350 far- þega í hverri ferð yfir sumarmánuð- ina og tæplega 40 fólksbíla á tveim bílaþilförum. Siglingahraðinn um 12,5 sjómílur á klst. Tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þor- lákshafnar. Þaðan var um klukku- stundarakstur til Reykjavíkur. Hafði því ferðatíminn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur styst úr tíu klukku- stundum niður í fjóra og hálfan. Þessi Herjólfur ferjaði farþega milli lands og Eyja í tæp 16 ár. Á því tímabili flutti hann um það bil 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki. Í júnímánuði 1992 leysti nýr Herjólfur þann gamla af hólmi og er hann enn í notkun. Skipið getur flutt allt að 500 farþega í ferð og um 65 fólksbíla og var þremur stundar- fjórðungum fljótari en fyrirrennari hans. Árið 2000 keypti ríkissjóður hluta- félagið Herjólf og var Vegagerðinni falið að bjóða út siglingar ferjunn- ar. Átta árum síðar féllst Alþingi á að útbúa nýja höfn í Landeyjum við Rangárvelli og leggur Herjólfur þar að bryggju í fyrsta sinn þriðjudag- inn 20. júlí. Siglingin á milli hafna tekur um hálfa klukkustund en gera má ráð fyrir um 45 mínútna ferðalagi á milli bryggja. Um eins og hálfs tíma akst- ur er frá Landeyjahöfn til Reykja- víkur. Á rúmlega hálfri öld hefur því ferðalagið milli Eyja og Reykjavíkur styst úr allt að hálfum sólarhring í um tvo og hálfan tíma. 1959 til 1976 Vestmannaeyjar – Reykjavík 1976 til 2010 Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn 2010 - Vestmannaeyjar – Landeyjahöfn Heimaey Reykjavík 10-12 klst. 3½ klst. 40 mín. Hveragerði Selfoss Hvolsvöllur 2¾ klst. 40 mín. 51 km 134 km 1½ klst. 1976- 1992 1992- 2010 Þorlákshöfn Landeyjahöfn Ferðatími frá Heimaey til Reykjavíkur 1959-1976: 10-12 klst. 1976-1992: 4½ klst 1992-2010: 3½ klst 2010-: 2¼ klst. Siglingarleiðir Herjólfs 1959-2010 Herjólfur siglir í nýja höfn Vatnaskil verða í sögu ferjusiglinga til Vestmannaeyja þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun á þriðjudag. Reglulegar ferju- siglingar milli Eyja og Reykjavíkur hófust fyrir hálfri öld. Þrír Herjólfar hafa ferjað farþega milli lands og Eyja síðan þá. Upphaf- lega tók ferðin frá Vestmannaeyjum til höfuðborgarinnar tíu til tólf klukkustundir en verður nú rúmar tvær klukkustundir. HERJÓLFUR III DV segir frá þegar þriðja Herjólfsferjan var tekin í notkun 1992. Hún er enn að. Siglingartíminn milli Eyja og Þorlákshafnar styttist um þrjá stundarfjórðunga með nýja skipinu. „Ég held það megi orða það þannig að þetta kemur til með að hafa áhrif á allt okkar daglega líf,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um tilkomu Landeyjahafnar. Íbúar í Vestmannaeyjum eru 4.200 talsins. Þetta er næststærsti þéttbýliskjarni landsins utan höfuðborg- arsvæðisins. „Samgöngur hafa tafið fyrir allri framþróun á síðustu árum.“ segir Elliði. Ferðum Herjólfs fjölgar líka mikið og sveigjanleiki til komu og brottfarar eykst mjög. „Hagkerfi okkar sem hefur verið einangrað og lokað stækkar verulega. Ég held að það megi færa rök fyrir því að allt frá Selfossi til Víkur í Mýrdal verði eitt atvinnusvæði, það verður hægt að sækja vinnu þaðan til Eyja og öfugt.“ Elliði segir ferðaþjónustu eitt skýrasta dæmið um þær væntingar sem heima- menn gera til nýrrar hafnar. „Á undanförnum mánuð- um hafa verið opnuð hér fimm eða sex ný veitinga- og kaffihús, sem sýnir að fólk er að veðja á aukinn straum ferðamanna. Ferðaþjónust- an er hins vegar aðeins ein af þeim atvinnugreinum sem fær ný sóknar- færi. Vestmannaeyjar eru til dæmis stór matvælaframleiðandi með 13 til 15 prósent af aflaheimildum; fyrirtæki á borð við Grím kokk eiga auðveldara með að koma afurðum á markað auk þess sem aðgengi að aðföngum stóreykst.“ HEFUR ÁHRIF Á ALLT DAGLEGT LÍF LANDEYJAHÖFN TIlkoma Landeyjahafnar boðar samgöngubyltingu fyrir Vestmannaeyinga og þá sem vilja heimsækja Eyjarnar. Herjólfur getur með góðu móti siglt fjórar til fimm ferðir á dag. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON HERJÓLFUR I Fyrsta Herjólfsferjan hóf að sigfla milli Eyja og Reykjavíkur árið 1959 á vegum Skipaútgerðar ríkisins. Þessi frétt birtist í Þjóðviljanum það ár. ELLIÐI VIGNISSON HERJÓLFUR II Vísir segir frá því þegar önnur Herjólfsferjan byrjar að sigla til Þorláks- hafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.