Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 18
18 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR Þáttaskil urðu í trúnni þegar Auður var 21 árs. „Systir mín dó aðeins 25 ára gömul. Ég gat ekki skilið réttlætið í því og bað guð að bíða aðeins.“ Auður gaf trúnni smá frí en það andlega leit- aði áfram á hana, í ýmsu öðru formi en bókstafnum. „Guð er stærri en allar reglur og öll boðorð og ég leitast eftir því að styrkja það æðra í sjálfri mér og reyna að sjá það í öðrum. Í jóganu snýst allt um að gefa eftir inn í núið og inn í okkar æðri vitund, vera núverandi. Það er hamingjan og þar er Guð.“ Samanlagt dansaði Auður erlendis í ein sjö ár og vann glæsta danssigra, en hún dvaldi á Íslandi jafnan á milli. Blöð- in heima fylgdust með, meðal annars þegar hún hlaut fyrstu verðlaun í nor- rænni danskeppni í Finnlandi aðeins 21 árs gömul. Auður var sóló- dansari hjá Bayerische Staatsop- er í München í fjögur ár, Basler Ballet í Basel í eitt ár og Konung- legu sænsku óper- unni í Stokkhólmi á árunum 1985-1987. Álagið var mikið og keyrði Auður sig hart áfram, jafnvel á meðan hún tókst á við meiðsli, alltaf með það í huga að standa sig. „Seinna fór ég á fund hjá vinnualkasamtökum sem byggðu á 12 spora kerfinu. Fundirnir voru klukkan hálftíu á kvöldin, eftir að löngum degi vinnualkanna lauk og svo duttu fundirnir upp fyrir því það hafði aldrei neinn tíma til að mæta! En þarna var ég að hætta að dansa, um þrítugt, og byrjuð að skapa.“ Auður fór í leikhúsin og eftir að hafa unnið mikið sem aðstoð- arleikstjóri fór hún í nám í leikstjórn til Bretlands, með tvö börn meðferðis og eiginmann. Auður starfaði næstu árin mikið í leikhúsinu, sem danshöfundur og leikstjóri og starfrækti eigið leikhús, Svöluleikhúsið. Auður fékk góða dóma fyrir sýningar sínar en segir að í dag eigi jógastöðin Lotus, sem hún stofnaði ásamt Ástu Arnardóttur árið 2002, hug hennar allan. „Þar liggur mín ástríða núna og það þyrfti mikið til að ég myndi fara aftur í leikhúsið. Í leikhúsinu er líka viss æskudýrkun sem mér finnst vera miður. Það sést á vissri nýjungagirni þegar margra ára reynsla fólks er ekki nýtt, hvort sem er í leikstjórn, dansi eða leikmyndahönnun jafnvel. Eins og það er nú fallegt að sjá þroskaðan dansara til dæmis á sviði.“ Andaði drengnum í heiminn Jóganámskeið Auðar njóta mikilla vin- sælda, ekki síst meðgöngujógað en sjálf uppgötvaði Auður meðgöngujóg- að í kringum árið 2000 þegar hún bjó í Bandaríkjunum og lærði jóga. „Ég and- aði drengnum mínum þá í heiminn og það var stórkostleg upplifun að finn- ast maður vera sjálfur við stjórn. Ég hafði átt ágætar fæðingar áður en vant- aði þessa meðvitund og ég lagðist bara ómeðvituð á bakið með lappirnar upp í loft, þótt það hentaði ekki mínum lík- ama. Sú stelling hentar læknunum betur en konunni sjálfri. Hver fæðing er svo einstök og ég minni konurnar á að lík- aminn okkar er svo undursamlega vitur og því svo mikilvægt að við lærum að hlusta á hann.“ Auður fylgist óhjákvæmilega vel með því sem er að gerast í bænum hjá barns- hafandi konum og segist upplifa bylgju af heimafæðingum um þessar mund- ir. „Ég veit ekki hvort þetta er hluti af kreppuferlinu okkar – að byrja að sauma og baka og eiga svo barnið heima. Ég pre- dika ekki heimafæðingar, segi að konan eigi að vera þar sem henni líður vel, en mér hefur hins vegar fundist vanta upp á að heimafæðingar séu kynntar konum sem einn af valkostunum. Í Hollandi eru til dæmis 40 prósent fæðinga heimafæð- ingar og við vitum að í heimafæðingum er minna um inngrip og sýkingar, þar sem konan er í eigin bakteríuflóru. Einn- ig rifna konur minna, og er það vegna þess að þær eru meira í vatni heima hjá sér.“ Dóttir í sömu sporum Sjálf er Auður orkumikil, fær margar hugmyndir og mörg verkefni eru fram undan. Auk þess að kenna jóga heldur Auður utan um kennaranám í kundalini jóga og mun í ágúst flytja inn til lands- ins jógameistara, Gurmukh, sem er ein af fyrirmyndum Auðar, stórkostleg kona að hennar sögn. Synir Auðar eru tveir, einn í ferðamálafræði og annar 10 ára boltastrákur, örverpið sem er dekrað að móðurinnar sögn. Dóttir Auðar, Inga Huld, sem svo heitir eftir föðurömmu sinni, Ingu Huld Hákonardóttur, fetar hins vegar í fótspor Auðar og dansar í Bruss el í vetur. „Ég reyni að passa mig að ráðleggja henni ekki um of, því auð- vitað þarf hún að upplifa hlutina sjálf. En við erum í góðu sambandi og ég vona að ég geti miðlað til hennar af því sem mun reynast henni vel.“ Jógað hefur hjálpað Auði mikið við að hægja á sjálfri sér. „Jógað hægir á skvaldrinu og hraðanum og kennir manni að njóta augna- bliksins og hætta að bíða eftir því sem gerist á morgun eða eftir viku. Fólki hættir til að flýja sjálft sig og eigin veruleika, í sambönd, í að eign- ast fleiri börn, í eitthvað nýtt. Sjálfa dreymdi mig eitt sinn draum þar sem gaf að líta grænt engi í allar áttir og þar var ekkert að fara. Það er eins og jógað, þar sem kennt er að læra að vera þar sem þú ert hér og nú. Vera núver- andi með núvitund. Mér finnst gott að kenna það sem ég er að reyna að temja mér sjálf. Ég dembi mér yfir- leitt út í mikla vinnu og þarf að passa að ofgera mér ekki og halda jafnvægi, ekki síst til að hafa líka orku fyrir fjölskyld- una mína.“ A uður Bjarnadóttir er nafn sem allir þekkja og tengja við ballettdansarann sem hún hafði að atvinnu aðeins 14 ára gömul. Tveimur árum síðar sló hún í gegn og dansaði næstu árin um alla Evrópu, ein af okkar fyrstu ballerín- um til að gera slíkt. Í dag tengja marg- ir Auði við jógalistina, en í dag á hún og rekur eigin jógastöð eftir að hafa samið dansa og leikstýrt í leikhúsunum í mörg ár. Sagan hefst hins vegar árið 1958, í Vesturbænum, þar sem Auður fæðist og elst upp. Sviðið annað heimilið „Ég er alin upp sem Vesturbæingur, gekk í Melaskóla, Hagaskóla og allt þar til ég flutti í Garðabæinn fyrir fjórum árum bjó ég annaðhvort erlendis eða í Vesturbæ. Flestum þótti því skrít- ið þegar ég fluttist í Garðabæinn en á meðan ég sé sjóinn er mér alveg sama hvar ég er. En ég átti sem sagt vinkonu í næsta húsi á Kaplaskjólsveginum og elti hana út í KR-heimili í balletttíma til Eddu Scheving og vissi þá ekki hvað ballett var. En ég kveikti á dansinum mjög fljótt, hafði mikinn áhuga og eftir þetta flaug aldrei nokkurn tímann í koll- inn á mér að hætta. Níu ára fer ég svo í Þjóðleikhússkólann og var heppin, var í hóp sem var mikið tekinn inn í sýning- ar og upplifði því leikhúsævintýrið frá upphafi.“ Þjóðleikhúsið verður upp frá þessu annað heimili Auðar. Lærði í öllum pásum Sá tími sem ballettæfingarnar tóku var viðráðanlegur í fyrstu. „Já, já, maður átti þarna í byrjun líf utan ballettsins en svo man ég eftir því að 12 ára gömul var ég að farin að fá frí í skólanum fyrir æfingar enda þá farin að fara daglega í ballett. Smám saman fór vinahópurinn einnig að verða sérhæfðari, varð svo- lítið mikill stelpuvinahópur, og ég hef stundum saknað þess að hafa misst af þessu venjulega skólaferli sem gerðist óhjákvæmilega þar sem ég var orðin atvinnudansari aðeins 14 ára.“ Til að allt gæti gengið upp í ballett- inum fyrir Auði og hún klárað skóla- skylduna fékk hún undanþágu til að taka landsprófið á tveimur árum. „Ég skipti þessu þannig að ég tók fjögur fög fyrra árið og önnur fjögur seinna árið. Ég man að ég var í skólanum frá klukkan átta til 12 á hádegi og lærði inni á bóka- safni í öllum pásum. Á hádegi fór ég svo beint upp í leikhús og var til níu eða tíu á kvöldin. Svona var dagurinn í tvö ár og ég varð svolítið sjálfstæð og fullorð- in snemma.“ Uppreisn eftir athyglina Auður ólst upp á stóru heimili, átti fjög- ur systkini, tvö eldri og tvö yngri. „Þetta var stórt heimili og mikið álag á mömmu því tvö yngri systkini mín voru þroska- heft. En mamma og pabbi voru ótrúlega dugleg að standa við bakið á mér þótt dansinn hafi verið algerlega á mínum forsendum. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því hvað ég naut þess að heim- ilið var alltaf opið en það var stöðugur gestagangur í tengslum við ballettinn, danshöfundar og dansarar sem komu til landsins, og mamma og pabbi héldu alltaf matarboð fyrir mína hönd. Það var ómetanlegt.“ En hafði Auður þá ein- hvern tíma aflögu til að vera unglingur og gera eitthvað af sér? „Nei, ekki beint, ég kláraði sveitaböllin 14-16 ára en fór að leita í andlegum málum þegar ég var 16 ára og vissi ekki hvernig átti að taka á allri athyglinni sem ég fékk þá skyndi- lega.“ Listdansstjóri í fýlu Atburðarásin í lífi Auðar hafði verið hröð. „Þegar ég var 14 ára var ég orðin atvinnudansari áður en ég vissi hvað atvinnudansari var. 16 ára varð ég fræg og gerði mér enga grein fyrir því hvað það þýddi. Ég var 16 ára þegar ég dans- aði við Helga Tómasson í Coppelíu og í kjölfarið birtust umfjallanir um mig í öllum blöðum. Þetta var allt svolítið skrítið fyrir svona unga stelpu.“ List- dansstjórinn, sem þá var, skildi ekki hvernig Ísland gat haft svona mikinn áhuga á 16 ára gamalli stelpu og jafn- framt af hverju það var ekki hann sem blöðin fjölluðu um. „Ég fann þetta, þótt hann segði mér það ekki beint, en hann talaði ekki við mig í viku fyrir frumsýn- inguna og ég frétti svo síðar að það hefði verið út af þessu. Þetta varð svo mikil vinna að ég heimtaði frí og herjaði það út á miðjum vetri. Mér fannst ég þurfa að komast burt og fer til London þar sem ég dvel á farfuglaheimili og sæki ball- etttíma eftir eigin hentugleika. Sveinn Einarsson, þáverandi þjóðleikhússtjóri, skrifaði fyrir mig bréf og með það gat ég sótt tíma í The Royal Ballet. En á þessum tíma álpaðist ég inn í kirkju og frelsaðist. Ég hafði reyndar alltaf verið leitandi en þarna fannst mér vanta ein- hvern tilgang í þetta allt – var lífið að öðlast frægð sem dansari eða eitthvað allt annað?“ Bað guð að bíða eftir lát systur Nýtt líf tók við, þar sem Auður gekk í Laura Ashley-skyrtum sem náðu upp í háls og síðum pilsum, með það á prjón- unum að breiða út trúna meðal annarra dansara. „Ég var „frelsuð“ í nokkur ár. Á þessum tíma bjó ég meðal annars og dansaði í Þýskalandi, og meðfram dans- inum sótti ég samkomur, biblíu- og bæna- stundir. Jú, ég tók hlutverk mitt mjög alvarlega. Þegar ég bjó í Þýskalandi og fór í ballettferðalög til landa austan- tjalds, þar sem fólk mátti ekki eiga biblí- ur, reyndi ég jafnan að smygla nokkrum með mér í leiðinni. Þannig keyrði ég í rúgbrauði til Ungverjalands, með biblí- ur faldar undir bílnum og þegar ég tók þátt í ballettkeppni hjá Bolshoi-ballettin- um í Moskvu hafði ég mikið fyrir því að smygla með mér biblíum þangað í leið- inni. Ég keypti konfektkassa í fríhöfn- inni, tók konfektið út og pakkaði biblí- um inn í staðinn, með tissjú og sellófani utan um. Ég var stöðugt að leita leiða til að smygla biblíum.“ Systir mín dó aðeins 25 ára göm- ul. Ég gat ekki skilið réttlætið í því og bað guð að bíða aðeins. Faldi biblíur í konfektkassa Auður Bjarnadóttir var aðeins 14 ára þegar hún var orðin atvinnudansari í ballett. 16 ára, orðin okkar þekktasta ballerína, frels- aðist hún og ætlaði að breiða út trúna í dansheiminum. En eins og Júlía Margrét Alexandersdóttir komst að, bað hún guð að bíða. GEKK NÆRRI SÉR „Fundirnir voru klukkan hálftíu á kvöldin, eftir að löngum degi vinnualkanna lauk og svo duttu fund- irnir upp fyrir því það hafði aldrei neinn tíma til að mæta,“ segir Auður Bjarnadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DANSAÐI UM ALLA EVRÓPU Auður Bjarnadótt- ir er ein fyrsta íslenska ballerínan sem sló í gegn erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.