Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 6
6 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR NEYTENDUR Verð á áfengi hefur hækkað mikið á síðustu árum. Alþingi samþykkti í fyrra breytingar á áfengisgjöldum, sem gerðu það að verkum að gjöldin hækkuðu um rúm fjörutíu prósent á tólf mánuðum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hag- stofunni voru neysluútgjöld heimilanna um 426 þúsund krónur á mánuði árin 2006 til 2008. Af því er áfengi 86.363 krónur á ári, 1,7 prósent, sem er nákvæmlega sama hlut- fall og fyrir árin 2005 til 2007, þrátt fyrir hækkandi áfengisverð. „Útgjöld fyrir áfengi og tóbaki eru oft vantalin í útgjaldarannsóknum,“ segir Lára G. Jónasdóttir, sérfræðingur hjá vísitölu- deild Hagstofunnar. Hún segir niðurstöður rannsóknarinnar því einnig byggja á sölu- tölum frá ÁTVR. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir stefnu stjórnvalda varðandi hátt verðlag á áfengi gríðarlega óheppilega þar sem það hækki einnig vísi- tölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán í landinu. „Í þessu samhengi höfum við gagnrýnt hækkun áfengisgjalda í kjölfar hrunsins þegar heimilin eru í vandræðum með að borga af sínum verðtryggðu lánum,“ segir Jóhannes. „Hversu hátt er svo mögulegt að fara með áfengisverðið áður en það kemur aftur í bakið á ríkinu með minnkandi neyslu og því orðspori sem fer af Íslandi erlendis, er svo aftur annar punktur.“ Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri veit- ingahússins Einars Ben og framkvæmda- stjóri vefsíðunnar www.smakkarinn.is, segir rök stjórnvalda fyrir hækkandi áfeng- isgjöldum vera út í hött og sorglegt sé hvaða áhrif þau séu farin að hafa á vínmenningu landsins. „Þetta eykur ólöglegt brugg á áfengi, smygl og landasölu,“ segir hann. „Mikið af þessum efnum er mjög hættulegt.“ Stefán segir að vínumboðin séu svo til hætt að kaupa dýrari og fínni vín, einfald- lega vegna þess að fólk hefur ekki lengur efni á að njóta þeirra. „Verðið hefur hækk- að og launin standa í stað. Vínmenning á Íslandi í dag er á sama stað og hún var fyrir 18 árum. Þetta er skelfileg þróun.“ Ísland og Noregur eru með hæstu áfeng- isgjöld sem þekkjast í Evrópu. Hin Norður- löndin eru með lægri áfengisgjöld, en lægst eru þau í Danmörku og Finnlandi. Norður- löndin eru samt með einna hæstu opinberu álögurnar í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Áfengisverð í Noregi er enn hærra en á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, en þar kemur hrun krónunnar einnig til. Áfengi var á síðasta ári um 68% dýrara en í aðild- arríkjum Evrópusambandsins að meðaltali. Áfengisverðið hefur áhrif á vísitölu og vínmenningu Veitingamaður gagnrýnir hækkun á áfengisgjöldum og segir hana skila sér í auknu bruggi og smygli. For- maður Neytendasamtakanna bendir á að verðhækkun á áfengi hækki afborganir verðtryggðra lána. ÁFENGISVERÐ Á Íslandi eru ein hæstu áfengisgjöld sem þekkjast í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verð á Torres Coronas Tempranillo (750 cl flaska) Land Verslun Verð Ísland ÁTVR 1.899 kr. Danmörk Super Brugsen 1.237 kr. Noregur Vinmonopolet 2.081 kr. Svíþjóð Systembolaget 1.119 kr. Finnland Alko 1.528 kr. Áfengisgjald reiknast á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra áfengra drykkja. Öl og bjór: 75,95 krónur á hvern sentilítra umfram 2,25 sentilítra. Vín: 68,31 krónur á hvern sentilítra, að hámarki 15 prósent að styrkleika. Annað áfengi: 91,57 krónur á hvern sentilítra. Ofan á áfengisgjöld ríkisins kemur álagning ÁTVR: Léttvín og bjór: 18 prósent Sterkt vín: 12 prósent Áfengisgjöld Hlutfallslegt verðlag á áfengi á milli landa Vísitölur verðhlutfalla sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum. Ef vísitalan fyrir Ísland er 168, þýðir það að fyrir sömu vörur og kosta 100 evrur að meðal- tali í Evrópusambandsríkjunum, þarf að borga 168 evrur á Íslandi. Heimild: Hagstofa Íslands Ár Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Bretland 2006 226 128 170 229 145 152 2009 168 135 170 234 138 117 Í sambærilegum samanburði fyrir árið 2006 var það um 128% dýrara. Munurinn hefur minnkað, en það kemur íslenskum neytend- um ekki til góða, þar sem kaupmáttur hefur rýrnað að sama skapi vegna falls krónunn- ar. Áfengisgjaldið sem rennur í ríkissjóð er rúmlega 80 prósent af verði á sterku víni og um 65 prósent af léttvíni og bjór. Hækkun þess í fyrra átti að auka tekjur ríkisins um fjóra milljarða króna á ári. Eins og Frétta- blaðið skýrði frá í vikunni borgaði ÁTVR 960 milljónir króna í ríkiskassann fyrir árið 2009, en álagning vínbúðanna hefur hækkað til viðbótar við snarhækkuð áfengisgjöld. sunna@frettabladid.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 5 07 28 0 6/ 10 RÚSSLAND, AP Rússar ætla í næstu viku að útvega eldsneyti í fyrsta kjarnorkuver Írans þrátt fyrir harða andstöðu Bandaríkjamanna, sem vilja koma í veg fyrir að Íranar geti framleitt kjarnorku nema þeir hafi fyrst fært sönnur á að þeir ætli ekki að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Eldsneyti unnið úr úrani verður dælt á kjarnaofninn í Bushehr-kjarn- orkuverinu þann 21. ágúst. Þá strax verður hafist handa við að ræsa ofninn, en það ferli tekur um fjórar vikur. Að því búnu verður hægt að senda raforku til heimila í Íran. „Frá og með þeim tíma telst Bushehr-verið opinberlega vera kjarnorkuframleiðslustöð,“ segir Sergei Novikov, talsmaður rúss- nesku kjarnorkustofnunarinnar. Rússland undirritaði árið 1995 samning við Írana um að byggja Bushehr-verið, en Rússar hafa dregið það lengi að ljúka við bygg- inguna. Rússar hafa borið við tæknileg- um erfiðleikum, en stjórnmála- skýrendur telja að Rússar hafi notað tímann til að þrýsta á Írana um að gefa meira eftir varðandi kjarnorku- áform sín. - gb Rússar standa við samning frá 1995 um að byggja kjarnorkuver handa Írönum: Eldsneytið sent í næstu viku SERGEI SHMATKO OG ALI AKBAR SALEHI Orkumálaráðherra Rússlands og yfir- maður kjarnorkumála í Íran þegar þeir hittust við Bushehr-verið á síðasta ári. NORDICPHOTOS/AFP ATVINNULÍF Atvinnuleysi í júlí síðastliðnum var 7,5 prósent en að meðaltali voru 12.569 manns atvinnulausir í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minnk- ar atvinnuleysi um 3,2 prósent frá júní, eða um 419 manns að meðaltali. Körlum á atvinnuleysisskrá fækkar um 437, eða um 5,9 pró- sent að meðaltali, en konum fjölg- ar hins vegar um 18 að meðaltali. Atvinnuleysið er 7,4 prósent meðal karla og 7,5 prósent meðal kvenna. - jhh 12.569 atvinnulausir í júlí: Atvinnuleysi fer minnkandi SAMFÉLAGSMÁL Smygl á áfengi og heimabrugg hefur aukist í kjölfar verðhækkana á áfengi ef marka má nýja könnun sem Félag atvinnurekenda lét gera en RÚV greindi frá þessu í gær. Markaðs- og miðlarannsóknir framkvæmdu könnunina en skoða átti áhrif efnahagshruns- ins á áfengismarkaðinn á Íslandi. Rúm 27 prósent svarenda sögð- ust verða meira vör við heima- brugg og smygl á áfengi en áður. Á meðal fólks á aldrinum 18 til 29 ára var hlutfallið um 50 prósent. - mþl Könnun á áhrifum hækkana: Heimabrugg og smygl aukist VÍNBÚÐ Könnun MMR bendir til þess að verslun við Vínbúðirnar hafa dregist saman FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SLYSAVARNIR Alþjóðarústabjörgun- arsveit Hollendinga (USAR-NL) vill halda æfingu á Gufuskálum, æfingasvæði íslensku rústabjörg- unarsveitarinnar (ÍA). Á vef Lands- bjargar segir að fulltrúar sveitar- innar hafi rætt þetta á fundi með stjórnendum íslensku sveitarinnar í byrjun vikunnar. „Það er ljóst að í kjölfar út kalls- ins til Haíti líta kollegar okkar erlendis upp til ÍA og vilja þjálfa með sveitinni. Ekki er nema tæp vika síðan sendinefnd frá kín- versku jarðskjálftastofnuninni fundaði með ÍA, en stofnunin held- ur úti rústabjörgunarsveitunum í Kína,“ segir á vef Landsbjargar. - óká Líta upp til Íslendinganna: Útlendar sveitir vilja æfa hérna BJÖRGUNARSVEITIN VIÐ STÖRF Félagar í íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni ræða við innfæddan á Haítí eftir jarðskjálftana þar í byrjun árs. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN Finnst þér að hið opinbera eigi að niðurgreiða smokka á Íslandi? Já 70,0% Nei 30,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú kröfur sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmanna í kjaradeilu þeirra? Segðu skoðun þína á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.