Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 30
30 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR M eð því að hlúa að svefni og næringu barna geta foreldrar haft áhrif á athygli, einbeit- ingu, úthald, hegðun og alla líðan barna sinna. Þetta segir Arna Skúla- dóttir barnahjúkrunarfræðingur sem hefur hjálpað fjölmörgum foreldrum með ýmis vandamál tengd börnum þeirra. Hún er höfundur bókanna Draumalandið og Veganesti. Sú fyrri hefur selst í mörgum þúsundum eintaka og hjálpað fjölmörgum foreldrum að koma skikki á svefnmynstur ungra barna sinna. Nýja bókin fjallar um samspil svefns og næringar og samveru fjölskyldunnar. Arna segir mikilvægt að fara rólega í að breyta svefnmynstri barna eftir sumarið. „Á sumrin er svefntími barna oft töluvert öðruvísi en á veturna. Þau fara seinna að sofa og seinna á fætur og það er ekkert að því – svo lengi sem allir fá þann svefn sem þeir þurfa. En það er mjög mikilvægt að gefa börnum tíma til að breyta aftur yfir í að fara snemma að sofa og snemma á fætur. Foreldrar ættu að gefa sér eina til tvær vikur í það ferli.“ Sex ára börn þurfi um tíu til tólf tíma svefn á hverri nóttu. Ef barn hafi vakn- að klukkan tíu á sunnudagsmorgni sé ekki hægt að ætlast til þess af því að það fari að sofa klukkan átta um kvöldið, þó það þurfi að vakna snemma daginn eftir. Fullorðið fólk ráði við að vera þreytt í nokkra daga við svona umskipti en það fari mjög illa í börn. Arna vill líka benda foreldrum á hversu mikilvægt er fyrir börn á þessum aldri að eiga góða stund með foreldrum sínum fyrir svefninn. „Ég myndi ekki mæla með því að fólk sendi börn sín ein inn í her- bergi að sofa. Fara frekar með þeim inn í svefnherbergi, lesa fyrir þau og sitja svo hjá þeim stundarkorn. Með því að sitja hjá þeim í rólegheitum er mun líklegra að barn segi frá því sem því liggur á hjarta heldur en þegar þú spyrð að því klukkan sex við matarborðið. Þarna fær barnið tækifæri til að tjá sig ef það hefur þörf á. Það kemur alltaf að því að börn fara að ræða eitthvað sem þau eru að velta fyrir sér. Og með þessu ertu líka að kenna því ró og slökun.“ Um næringu barnanna segir Arna mikil- vægt að leggja áherslu á morgunmatinn, bæði til að næra sig og fyrir samveru- stundina, og mælir með hafragraut, lýsi og ávaxtasafa, sem sé einfaldur og góður morgunmatur. Fái börn skólamáltíð séu þau oft lystarlaus á kvöldin og því um að gera að hafa kvöldmatinn léttan. Hins vegar sé mjög gott að venja þau á að fá kvöldhressingu fyrir nóttina. „Þá myndi ég helst mæla með brauði, eða kornmat og mjólk, og þá helst volgri mjólk. Hitinn róar líkamann og í brauði er langvirkt kolvetni, sem er létt og endingargott í magann yfir nóttina.“ Svefn og næring skipta sköpum ARNA SKÚLADÓTTIR BARNAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR Arna segir mikilvægt að fara rólega í að breyta svefnmynstri barna eftir sumarið. Það megi ekki gera á einum degi, enda þoli börn illa að vera ósofin í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þ egar börn hætta í leikskóla og byrja í skóla aukast líkurnar á stoðkerfisvandamálum þegar þau, sem eru vön að vera alltaf á hreyfingu, þurfa að sitja við mun lengur en þau hafa átt að venjast. Hólm- fríður B. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í stoðkerfissjúkra- þjálfun (MT), segir fjölbreytni í líkamsstöðu mikilvægasta. „Það er mikilvægara að skipta oft um stöðu en að vera allt- af í beinni stöðu. Langbest er að geta staðið upp reglulega. Ef ekki er gætt að þessu eða aðstæður eru ekki góðar getur það haft slæm áhrif á stoðkerfi barna. Líkurnar á stoðkerf- isvandamálum aukast verulega ef fleiri áhættuþættir eru til staðar, eins og ættarsaga eða fyrri meiðsl.“ Líði börnum illa í líkamanum komi það oft fram í því að þau eiga erfitt með að einbeita sér eða vera kyrr. „Ef þau eru öll á iði af því þeim líður illa í bakinu fá þau að heyra að þau séu með orm í rassinum. Þau eiga oft erfitt með að koma orðum að því að þeim líði illa, svo foreldrar og kenn- arar þurfa að fylgjast svolítið með þeim. Sjá hvort þau eru til dæmis alltaf að iða bakinu eða hálsinum til, sem getur verið merki um verki þar.“ En hvað geta foreldrar gert til að minnka álagið á kropp barnsins síns? „Til að minnka líkur á háls- og bakvanda- málum er gott að hvetja börnin til að lyfta bókum aðeins upp við lestur eða nota eitthvað undir fjarenda bókarinn- ar til að halla henni. Með þessu móti geta þau haft hálsinn nokkuð beinan og minnkað þannig álagið. Einnig þarf að huga að setstöðunni og skólatöskunni. Mjög er mikilvægt að fætur nái niður á gólf þegar börn sitja, til að minnka álag á bakið. Stólbakið á að styðja við bakið, sérstaklega mjóbak- ið svo að börnin sitji síður hokin. Borðin þurfa svo að vera í réttri hæð út frá hæð stólsins þannig að þegar þau sitja bein sé borðplatan í kringum olnbogahæð þeirra. Varðandi skólatöskuna er mikilvægt að það sé góð fóðrun á bakinu og böndunum og hægt sé að stilla böndin svo þunginn dreifist sem jafnast.“ Þá segir hún góða skó sem gefa dempun einnig mikil- væga. „Þeir þurfa að styðja vel við hælinn og botninn þarf að vera sveigjanlegur, þar sem fóturinn beygist við göngu, en þó ekki of þunnur. Svo má nefna að það þarf að passa að börn hafi góða blýanta með góðu gripi og að þau verði ekki of stíf þegar þau skrifa, því þá fá þau spennu sem leiðir upp handlegginn og alla leið upp í háls og herðar.“ Fjölbreytt líkamsstaða mikilvægust HÓLMFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, SÉRFRÆÐINGUR Í STOÐKERFIS- SJÚKRAÞJÁLFUN Hvetur foreldra til að fylgjast með atferli barna sinna. Oft eigi þau erfitt með að koma orðum að því ef þeim líður illa í líkamanum, sem komi þá jafnvel fram í hegðun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON A lmennt séð er mikilvægast að for- eldrar skilji að það er álag fyrir barn að byrja í fyrsta bekk. Þess vegna ættu þeir að leitast við að hafa meiri ró heima við, fyrstu dagana og skrúfa sig niður á öllum öðrum sviðum,“ segir dr. Urður Njarðvík, barnasálfræð- ingur og lektor við Háskóla Íslands. Hún segir það ekki síst mikil viðbrigði fyrir börn, sem hafa vanist því að vera elst og duglegust á leikskólanum, að vera allt í einu yngst í ókunnugu umhverfi. Þá sé meiri hávaði í kringum þau en þau eigi að venjast í skólanum, svo ekki sé talað um reglurnar sem þau þurfi að framfylgja, svo sem að standa í röð og sitja grafkyrr. „Allt þetta veldur spennu og álagi hjá börn- um. Þess vegna er hvíldin svo mikilvæg fyrir þau. Ég myndi ráðleggja foreldrum að sleppa tómstundaheimilinu og gæslu fyrstu dagana, ef þeir eiga kost á því.“ Að þessu sögðu tekur Urður fram að viðhorf foreldranna við þessi umskipti skipti miklu máli. Mikilvægt sé að börn- in finni það á foreldrum sínum að breyt- ingarnar sem þau eru að ganga í gegnum séu jákvæðar og að foreldrarnir hafi trú á að þetta muni allt ganga vel. „Ef foreldr- ar eru mjög stressaðir yfir því að það gæti verið erfitt fyrir barnið að byrja í skóla getur það haft áhrif á barnið. Viðhorf for- eldra þarf að vera jákvætt. Börn spegla nefnilega oft viðhorf foreldra sinna. Það er mikilvægt að barnið finni að foreldrarnir hafi trú á að það geti þetta.“ Urður segir allan gang á því hversu erf- itt það reynist börnum að byrja í sex ára bekk. Sum séu löngu tilbúin til þess og eigi auðvelt með umskiptin, önnur rúlli inn í skólann í rólegheitunum og skilji ekki hvað fullorðna fólkinu finnst þetta mikið mál, á meðan enn önnur geta kviðið því að byrja í skóla. Einstaklingsmunurinn sé mikill og ráðist ekki endilega af aldursmuninum, þó sum börn séu fædd snemma á árinu og önnur seint. „Það er gott að segja við barn að það sé allt í lagi að finnast eitthvað erf- itt eða að vera hræddur við eitthvað. Þau þurfi bara alltaf að láta mömmu, pabba eða kennarann vita af því og þá sé hægt að laga það.“ Mörg börn festist nefnilega í því að vera dugleg og segi jafnvel ekki frá því ef eitthvað bjátar á. Að lokum segir Urður foreldra þekkja sín börn best og þeir verði að meta við- brögð sín út frá því. „Ef barnið þitt þolir illa breytingar þarftu að vanda þig sér- staklega og taka lengri tíma í aðlögun. Fyrstu dagarnir í skólanum geta skipt miklu máli fyrir barn og upplifun þeirra á skólanum í framtíðinni.“ Börn spegla oft viðhorf foreldra URÐUR NJARÐVÍK SÁLFRÆÐINGUR Breytingar, eins og þær að byrja í skóla, valda spennu og álagi hjá börnum. Þess vegna er mikilvægt að hafa ró heima við fyrstu dagana eftir að börn byrja í skóla að mati Urðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekkert grín að vera 6 ára Flestum krökkum þykir æsispennandi að byrja í skóla. En sum- ir þeirra kvíða líka fyrir, svo ekki sé talað um foreldrana sem oft á tíðum velta umskiptunum meira fyrir sér en börnin sjálf. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk nokkra sérfræðinga í andlegri og líkamlegri heilsu til að gefa foreldrum góð ráð um hvernig megi gera fyrstu dagana í skólanum auðveldari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.