Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 32
32 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR H ittu mig á barnum á suðvesturhorn- inu á Prinsagarð- inum,“ hafði Chris skrifað blaðamanni í netpósti. Þegar komið er í umræddan garð í Gran- ada versnar hins vegar í því. Það er bar á hverju horni og engin leið að átta sig á því hvað snýr suður. „Ekta skilaboð frá afdalabónda; bar á suðvesturhorninu,“ hugsar blaða- maður áhyggjufullur. Þær áhyggjur reyndust óþarfar því það fer ekki fram hjá neinum þegar Chris er kominn í Prinsa- garðinn; með kringlóttu gleraugun á nefinu, brosið út að eyrum, í víðri útjaskaðri skyrtu, víðum buxum og fjallgönguskóm. Blaðamann hafði einmitt grunað að höfundur bókar- innar „Ekið yfir sítrónur“ liti ein- hvern veginn svona út. Eftir stutt spjall er haldið á barinn á suðvest- urhorninu. Grætur ekki Genesis Á unglingsárum stofnaði Chris hljómsveitina Genesis ásamt nokkr- um skólafélögum sínum. Þeirra á meðal var Peter Gabriel sem margir þekkja eflaust af farsælum sólóferli. „Í mínum huga var þetta aðeins skólahljómsveit með þann eina tilgang að halda skemmtilegar uppákomur. En félagar mínir höfðu hærri hugmyndir um hljómsveitina. Eini vandinn var sá að hljómsveitin kæmist ekki í slíkar hæðir með svo slakan trommuleikara svo ég var látinn fjúka eftir að hafa leikið með þeim í tveimur lögum á fyrstu plöt- unni.“ Þá tók John Silver við kjuð- unum en frammistaða hans þótti heldur ekki nógu góð. Kom þá Phil Collins til sögunnar; um frammi- stöðu hans þarf ekki að fjölyrða. „Mig minnir nú að ég hafi verið alveg fokillur yfir þessu, annars er hugurinn fljótur að afmá það beiska úr minningunum. Allavega lagði ég mig allan fram við að heyra aldrei tónlist Genesis. Ég hef hins vegar hitt þessa gömlu félaga mína aftur og einnig kynnst Phil Collins, sem er í rauninni aðdáunarverð persóna, og mér finnst það í raun aðdáunar- vert hvað þeir hafa höndlað frægð- ina af mikilli hæversku. En ég er afar sáttur við mitt hlutskipti, ég er raunar hæstánægður með mitt hlutskipti. Þar að auki er það örugg- lega ekkert spennandi að vera rokk- stjarna á sextugsaldri.“ Rokkari verður að rúningsmanni Faðir Chris var kaupsýslumaður og þótti heldur súrt í broti þegar sonur- inn gaf allri kaupsýslu langt nef en sneri sér að landbúnaðarstörfum. Hann var fjárhirðir í suðurhluta Englands um nokkurt skeið en lítið var upp úr því að hafa. Þá varð að leita annarra leiða. „Ég viður kenni að ég var lélegur trommari,“ segir Chris. „Eftir að ég var rekinn sneri ég mér að gítarnum en ég er einn- ig lélegur gítarleikari. Sömuleiðis er ég lélegur bóndi þó mér þykir sá starfi afar skemmtilegur. Ég er hins vegar afar góður rúningsmað- ur enda var það mín mesta tekju- lind um þrjátíu ára skeið að rýja ær, sérstaklega í Svíþjóð, Englandi og einnig á Spáni.“ Þessi tekjulind var ekki verri en svo að Chris og Anna, kona hans, gátu dvalið á sumrin á Spáni sem þau heilluðust bæði af. „Ég var síðan gerður út af örkinni til að skoða hús í Andalúsíu sem við hjón- in gætum hugsanlega keypt,“ rifjar hann upp. „Þegar ég kom til fjalla- héraðsins Alpujarra sannfærðist ég hins vegar um að hér vildi ég eiga heima. Þess vegna fór ég út fyrir valdsvið mitt og keypti húsið El Valero án nokkurs samráðs við konuna.“ Húsið stendur fjarri mannabyggð í djúpum dal. Þar var ekkert raf- magn og engar vatnsleiðslur þegar Chris bar að. Þar að auki stóð það handan ár mikillar sem ekki var enn búið að brúa. „Það eru liðin tæp tuttugu og tvö ár síðan við keyptum húsið,“ segir blekbóndinn íhugull. „Við höfum breytt því mikið en þó ekkert í námunda við það sem það hefur breytt okkur.“ Ábúandinn sem fylgdi með húsinu Þessu breytingaskeiði lýsir Chris í bók sinni „Ekið yfir sítrónur“ (Driv ing Over Lemons) sem kom út árið 1999 og hefur selst í vel á annað milljón eintaka víða um ver- öld. „Eins og ég lýsi í bókinni þá má segja að við höfum eiginlega keypt gamla ábúandann með húsinu en hann hafði engan hug á því að flytja þótt nýir eigendur væru fluttir inn. Þetta er skemmtilegur maður en þó tók þessi sambúð nokkuð á, sérstak- lega þar sem hann og Anna áttu ekki skap saman.“ Seinna komust hjónin að því að gamli ábúandinn bar út mikinn óhróður um þau hjónin í sveitinni. „Það urðu endalok þeirrar vináttu. Reyndar hitti ég hann átta árum eftir útgáfu bókarinnar og bauð honum kaffisopa. Hann sagðist þá samgleðjast mér innilega vegna velgengni minnar sem rithöfundar, síðan mátti sjá tár á hvarmi. Ég fyr- irgaf honum allt en það sem hann gerði okkur er svo hræðilegt að ég gat ekki sagt frá því öllu; ég tónaði það verulega niður í bókinni.“ Chris lítur síðan til lofts líkt og hann sjái fortíðina þar ljóslifandi. Svo lítur hann á mig íbygginn og segir: „Það er svo hollt að fyrirgefa.“ Ætlaði aldrei út á ritvöllinn Sveitungar voru flestir efins um að þetta breska ævintýrafólk myndi tóra í hreysinu atarna. „Það er heldur ekkert skrýtið, við efuð- umst stundum um það sjálf,“ rifjar rithöfundurinn upp. Eftir útgáfu fyrstu bókarinnar óttast enginn um afkomu þeirra hjóna. „Ég ætlaði reyndar aldrei að skrifa þessa bók,“ segir Chris. „Það var í raun og veru útgefandinn sem atti mér út í þetta. Ég kynnt- ist honum þegar ég skrifaði Rough Guide to China nokkrum árum áður en ég flutti til Spánar. Svo heimsótti hann mig í Alpujarra og varð um og ó. Sagðist hann aldrei hafa kynnst annarri eins örbirgð og það yrði að gera eitthvað til að koma mér til mannsæmandi lífs. Síðan linnti hann ekki látum uns ég samþykkti að skrifa bók um þessa reynslu. Til allrar hamingju lét ég undan því og þegar ég loks byrjaði hafði ég afskaplega gaman af rit- störfunum.“ En hvað ef hann hefði aldrei skrifað þessa bók? Væru þá hjón- in enn þá við kröpp kjör í dalnum djúpa? „Ég er nokkuð viss um að við værum þarna enn. Í raun hefur líf okkar ekki breyst svo ýkja mikið þrátt fyrir velgengnina á ritvellin- um. Ég er enn þá með mínar kind- ur, við ræktum okkar afurðir og ég er enn þá að rýja heilu hjarðirnar í sveitinni. Reyndar ferðumst við meira en við gerðum áður. Ég er líka farinn að vinna við fjölmiðla nú en það var aldrei á dagskrá þegar ég keypti hreysið. Núna er ég til dæmis að vinna að sjónvarpsþætti um Andalúsíu, ég er þó ekki með neitt sjónvarpstæki á heimilinu.“ Síðan sýpur hann á vínglasi sem búið er að bera á borð. „Núna læt ég það líka eftir mér að kaupa gott vín til að súpa á með matnum en ég eyði engu í hégóma,“ segir hann og bendir á skyrtu sína og buxur sem færu hverjum fjárhirði vel. Á puttanum um Ísland Áður en Chris flutti til Spánar tók hann það að sér að sigla fleyi fyrir frændfólk sitt um grísku eyjarnar í Eyjahafi. Það ævintýri leiddi síðar til þess að hann fór í skútuleiðang- ur um Norður-Atlantshaf og hafði þá viðdvöl á Íslandi. „Er enn þá hægt að fara á putt- anum um Ísland?“ spyr hann blaða- mann sem ekki hefur reynslu af þessum ferðamáta. „Það var vel hægt árið 1993 þegar ég var þarna á ferð. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fór til Þingvalla, ég varð svo uppnuminn af kyrrðinni og náttúrufegurðinni. Þetta er með sterkari ferðaupplifunum mínum.“ Blaðamaður verður upp með sér eins og ævinlega þegar landi hans eru slegnir gullhamrar af víðförlu fólki. Síðan heldur rithöfundur- inn áfram: „Það er alveg magnað; Ísland er eina landið í heimi sem hefur enga maura. Meira að segja á Grænlandi eru maurar þó náttúran sé enn hrjóstugri þar. Mér er minn- isstætt þegar ég var á Grænlandi og hitti mann sem sagðist alltaf hafa viljað sjá tré. Fyrir skemmstu var ég svo á ferðinni í Marokkó og þar hitti ég annan mann sem dreymdi um að sjá snjó. Ef ég fer aftur til Íslands myndi ég eflaust hitta ein- hvern sem ætti þann draum heit- astan að sjá maur,“ segir Chris og skellir upp úr. Að faðma lögfræðinginn sinn Þó vínið sé gott og glaumur Gran- adaborgar heillandi er Chris ekki til setunnar boðið því enn á hann eftir að rýja ær sínar. Við höldum því af stað í átt að fararskjóta hans. Á leiðinni spyr ég hann hvað sé svo heillandi við Spán. „Það kann að hljóma klisjulega en Spánverjar eru svo hlýir og léttir á bárunni. Þetta hefur haft mikil áhrif á mig, til dæmis er ég fyrir löngu farinn að faðma alla að mér. Þegar ég hitti lögfræðing minn í Madríd þá endar fundur okkar iðulega með faðm- lagi. Á Englandi tíðkast það ekki að faðma lögfræðinginn sinn,“ segir Chris og skellir upp úr. Hann heldur þó aftur af sér þegar komið er að því að kveðja þennan norræna blaðamann eftir skemmti- legan fund og tekist er í hendur að norðurevrópskum sið. Trymbillinn slaki sem sló í gegn Hann var rekinn úr Genesis áður en sú hljómsveit sló í gegn. Fyrir tveimur áratugum keypti hann svo hreysi á afskekktum stað í hlíðum Sierra Nevada á Spáni. Jón Sigurður Eyjólfsson hitti metsöluhöfundinn Chris Stewart í Granada og spjallaði við þennan breska afdalabónda sem varð að heimsþekktum blekbónda. ÆRLEGUR BÓNDI Þótt vel hafi tekist til á ritvellinum verður Chris enn að sinna ánum sem eru hans ær og kýr. Chris er ánægður með sitt hlutskipti, enda mun betra að vera metsöluhöfundur og afdalabóndi en sextug rokkstjarna. MYND/LUNA VANDOORNE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.