Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 8
8 14. ágúst 2010 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Tæplega þrjú hundruð milljóna afgangur var af fjárframlögum til tannlækninga á síðasta ári. Árin 2001 til 2009 var afgangurinn 784 milljónir króna. Fjárframlög til tannlækninga voru rúmar 1.666 milljónir króna og er því tæplega 20 prósenta afgangur. Formaður Tannlæknafé- lags Íslands, Sigurður Benedikts- son, gagnrýnir þetta harðlega, meðal annars í grein í Fréttablað- inu í dag. „Ráðherra setur ráð- herragjaldskrá sem segir til um hvað mikið er endurgreitt frá rík- inu. Gjaldskrá tannlækna er síðan frjáls og greiðir sjúklingurinn mis- muninn,“ segir Sigurður. Gjaldskrá ráðherra hefur ekki verið hækkuð í mörg ár, en verðlag hefur breyst mikið. Þetta leiðir til þess að sjúk- lingar þurfa sífellt að borga hærri hlut, að sögn Sigurðar. Sigurður bendir á það í grein sinni að íslensk börn séu með tvö- falt fleiri tannskemmdir en börn í nágrannalöndunum, samkvæmt rannsóknum. Hann segir að ef afgangur fjárveitinga síðustu níu ára, 800 milljónir, hefði nýst í tann- vernd barna hefði mátt laga tæpar 55 þúsund tennur. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að gjaldskráin sé vissulega gömul og úrelt. „Ég er að ganga frá uppfærðri reglugerð á grunni sjúkratryggingalaganna um tannlækningar almennt og ég á nú ekki von á því að geta hækk- að gjaldskrána frekar en annað eins og ríkisfjármálunum er hátt- að,“ segir hún. Hún segir vera um forgangsröðun að ræða. „Þessi afgangur sem Sigurður vísar til er forsendan fyrir því að ég setti reglugerð um tannlækningar og tannréttingar þeirra sem fæðast með alvarlega galla í munnholi, skarð í góm og tannleysi. Þess vegna þurfti engar aukafjárveit- ingar þar heldur er ég að nýta þær fjárveitingar sem Alþingi hefur sett í tannlækningar til þess að rétta hlut þessa hóps.“ Sigurður segist ánægður með bót á málefnum þessa hóps. Hann segir jafnframt allt stefna í að afgangur verði af fjárframlögun- um á þessu ári og Sigtryggur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gerir einnig ráð fyrir því. Álfheiður á ekki von á því. „Ég á von á því að það nýtist allt það fé sem Alþingi setti í tannlækningar vegna þess að það er búið að bæta stöðu þessa hóps verulega. Þetta er forgangsröðunin sem ég valdi.“ thorunn@frettabladid.is Milljóna afgangur af fjár- framlögum til tannlækna Tæplega þrjú hundruð milljóna afgangur varð af fjárframlögum til tannlækninga á síðasta ári. Gjaldskrá um endurgreiðslur hefur verið óbreytt lengi. Von er á nýrri reglugerð, segir heilbrigðisráðherra. TANNLÆKNAR Fjárframlög til tannlækninga hafa ekki nýst undanfarin ár og var afgangur af þeim tæpar 800 milljónir á síðustu níu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Undirskriftasöfnun til að mótmæla þeim fyrirætlunum bæj- arráðs Akureyrar að byggja KFC veitingastað við Hafnarstræti, hófst fyrir um viku. Um 1.300 manns hafa skrifað undir á vefsíðunni sem stofnuð var í þessum tilgangi. Lögð var fram í bæjarráði tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akur- eyrar þann 29. júní. Auk veitinga- staðar stendur til að byggja leigu- bílastöð með bensínafgreiðslu við Hafnarstræti, en við götuna er ein lengsta röð gamalla húsa í bænum. - sv Undirskriftir gegn KFC: Um 1.300 hafa skrifað undir AKUREYRI Til stendur að reisa KFC og leigubílastöð á þessu svæði Akureyrar. MYND/KRISTJÁN 1. Hvaða bandaríska rokksveit hermir eftir íslensku sveitinni Búdrýgindum? 2. Hvaða íslenski knattspyrnu- maður er á reynslu hjá PSV Eindhoven? 3. Hvaða kirtla er nú í tísku að fjarlægja á Íslandi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 FRAKKLAND, AP Meira en 40 búðir sígauna hafa verið rýmdar í Frakklandi á síðustu tveimur vikum. Um 700 íbúar þeirra verða sendir úr landi til Búlgaríu eða Rúmeníu með flugi. Brice Hortefeux innanríkisráð- herra staðfesti þetta í vikunni. Sígaunarnir, eða rómar eins og þeir kalla sig, hafa ekki dvalið löglega í landinu. Í síðasta mánuði lýsti Nicolas Sarkozy forseti því yfir að öllum ólöglegum búðum sígauna yrði lokað og sagði þær gróðrarstíu vændis, barnaníðinga og mansals. Vöktu þau orð hans hörð viðbrögð. - gb Sígaunabúðir rýmdar: Íbúarnir allir sendir úr landi Á LEIÐ ÚR LANDI Hópur fólks af rómaþjóðinni ræðir við lögreglumann í Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Viðskiptaráð hefur sent frá sér álit á frumvarpi sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra til búvörulaga. Viðskiptaráð gagnrýn- ir frumvarpið og hvetur til þess að það nái ekki fram að ganga. „Við tökum undir þá gagnrýni sem komið hefur fram út frá sam- keppnissjónarmiðum. Við teljum þetta vera afturför fyrir landbún- aðinn og að þarna sé verið að loka fyrir samkeppni á mjólkurmark- aði,“ segir Þórdís Bjarnadóttir, lög- fræðingur hjá Viðskiptaráði. Viðskiptaráð gerir tvær athuga- semdir við frumvarpið. Ráðið gagn- rýnir sektarákvæði sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir og heimild sem gefin er handa mjólkurbændum til að nýta allt að 10.000 lítra utan greiðslumarks eða kvóta til eigin framleiðslu. Viðskiptaráð segir sektarákvæðið vinna gegn tilgangi laganna sem sé að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu á búvörum til hags- bóta fyrir framleiðendur og neyt- endur. Þá segir ráðið að 10.000 lítra heimildin hindri nýsköpun og vöru- þróun þar sem hámarkið sé svo lágt að það þrengi verulega að þeim aðil- um sem þegar framleiði beint frá býli. - mþl Viðskiptaráð Íslands deilir á frumvarp ráðherra til búvörulaga: Mjólkurfrumvarp hindrar nýsköpun MJÓLKURFRUMVARP Viðskiptaráð hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa nýtt frumvarp til búvörulaga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Slösuðust í bílveltu Tveir menn slösuðust og voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, eftir að bíll þeirra valt út af veginum í Húnavatns- sýslu laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Senda varð tækjabíl á vettvang til að ná mönnunum úr flakinu. LÖGREGLUFRÉTTIR ÖRYGGISMÁL Frá og með næstu mánaðamótum þarf fólk sem búsett hefur verið í Bandaríkjun- um síðustu fimm ár og sækir um dvalarleyfi hér að skila inn saka- vottorði frá bandarísku alríkislög- reglunni (FBI). Fram kemur á vef Útlendinga- stofnunar að sakavottorð frá ein- stökum fylkjum séu ófullnægj- andi þar sem þau nái einungis yfir það tiltekna fylki. Í frétt á vef stofnunarinnar er vísað á leið- beiningar um hvernig sækja eigi um sakavottorðið. - óká Útlendingastofnun breytir til: Skila þarf saka- vottorði frá FBI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.