Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 2

Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 2
2 10. september 2010 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri segir ummæli sín um klámnotkun við frönsku fréttastofuna AFP hafa verið tekin úr samhengi. Spurður af AFP um net- notkun svar- aði borgar- stjórinn því til að hann notaði netið mest til að skoða klám. Haft var eftir honum á Vísi að hann hafi strax tekið fram við franska fréttamanninn að ummæl- in um klámið væru grín. Hið rétta væri að hann notaði netið aðallega til að fara á Facebook og „gúggla“. Þetta kom þó ekki fram í viðtalinu í AFP. Þá sagði Jón aðspurður að klám og klámnotkun væri sorgleg. „Þetta er kærleikslaus heimur og óaðlaðandi. Þetta er kynlíf án kær- leika sem er bara dýrslegt og ógeð- fellt,“ hefur Vísir eftir borgarstjór- anum. Ummæli Jóns vöktu hörð við- brögð, sérstaklega meðal fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Málið var rætt í borgarráði í gær. - gar SPURNING DAGSINS Finnur, er allt gull sem glóir? „Nei, oft leynist nú flagð undir fögru skinni.“ Finnur Guðni Þórðarson, gullsmiður á Akranesi, hefur vakið athygli fyrir skartgripi sem hann vinnur sumpart úr gömlu gulli. JÓN GNARR KÚBA, AP „Kúbukerfið virkar ekki einu sinni fyrir okkur lengur,“ sagði Fidel Castro, fyrrverandi Kúbuleiðtogi, í samtali við bandaríska blaðamann- inn Jeffrey Goldberg. Goldberg skýrir frá þessu á bloggsíðu sinni hjá tímaritinu The Atlantic. Hann segir Castro hafa svarað þessu til þegar hann var spurður hvort efnahagskerfið á Kúbu gæti enn verið nothæft í öðrum ríkjum. Svar Castros kom nokkuð á óvart, því hann hefur forðast að ræða innanríkismál síðan hann vék úr embætti af heilsufarsástæðum fyrir fjór- um árum. Bróðir hans, Raul, sem tók við stjórn- artaumunum, hefur hins vegar ítrekað sagt þetta sama. Meira en 90 prósent fyrirtækja á Kúbu eru enn í ríkiseigu. Ríkið borgar starfsfólkinu um það bil 2.400 krónur í mánaðarlaun, en útvegar fólki í staðinn ókeypis heilsugæslu og menntun og nærri ókeypis samgöngur og húsnæði. Matur er að hluta niðurgreiddur af ríkinu. Kúbustjórn segir efnahagserfiðleika landsins að miklu leyti viðskiptabanni Bandaríkjanna að kenna, sem hefur verið í gildi í 48 ár. - gb Fidel Castro segir efnahagskerfi kommúnismans á Kúbu ekki henta öðrum: Virkar ekki einu sinni á Kúbu FIDEL CASTRO Kominn í gamla græna búninginn þegar hann ávarpaði háskólanema fyrir viku. NORDICPHOTOS/AFP Jón Gnarr notar netið í gúggl: Klám er kynlíf án kærleika LÖGREGLUMÁL Tæplega níu hundr- uð þúsund krónum í peningum var stolið í síðustu viku úr Samkaup- um í Búðardal. Engar upplýsingar hafa fengist frá lögreglu um þjófnaðinn. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins hurfu peningarnir úr Sam- kaupum á tímabilinu frá því eftir lokun seint á sunnudagskvöld þar til verslunin var opnuð að morgni mánudags. Sérstakt er við málið að ekki virðist hafa verið brotist inn heldur hafi þjófurinn einfald- lega hleypt sér inn með lykli. Mikill þagnarhjúpur umlyk- ur málavexti enn sem komið er. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi fer með rannsókn máls- ins en ekki fékkst viðtal við liðs- menn deildarinnar í gærkvöldi. Almennir lögreglumenn sem rætt var við sögðust ekkert geta sagt um framgang rannsóknarinnar. Starfsmaður Samkaupa í Búðar- dal sagðist sömuleiðis ekkert hafa um málið að segja og vísaði á aðal- skrifstofu fyrirtækisins í Reykja- nesbæ. „Það er svo margt einkennilegt við þetta. Þess vegna viljum við að lögreglan fái frið til að vinna í málinu,“ segir Ómar Valdimars- son, framkvæmdastjóri Sam- kaupa, sem aðspurður játar að um algerlega einstakt mál sé að ræða í sögu Samkaupa. Þar sem svo virðist sem þjóf- urinn hafi einfaldlega haft lykil að versluninni beinist grunur að þeim sem þar hafa lyklavöld. Málið er því sérstaklega við- kvæmt í svo litlum bæ eins og Búðardalur er. „Allt svona er leið- inlegt í fámenni,“ segir Ómar en bendir um leið á að ekki sé vitað hver þjófurinn sé. „Samgöngur eru góðar og það er mikið af fólki á ferðinni á þjóðvegum þannig að það er ekkert hægt að fullyrða í þessu.“ Ómar segir að peningarnir sem stolið var hafi verið sala helgar- innar. Féð hafi verið geymt í læstu peningahólfi. „Þar sem aðstaða er til, eins og á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri, er náttúrulega verið að nota öryggisþjónustu til peningaflutninga. Á minni stöð- um úti á landi er ekki boðið upp á slíkt,“ segir Ómar sem vill ekki svara því hvort peningaþjófurinn hafi sést í eftirlitsmyndavélunum sem eru á staðnum. „Lögreglan er að rannsaka málið og það er best að segja sem minnst á meðan,“ ítrekar hann og útskýrir að ekki sé ástæða til að fjalla um málið í fjölmiðlum á meðan ekki sé vitað hvað gerðist. „Það er spurn- ing hverju það skilar til bæjarbúa á meðan við vitum ekki meira. Þetta er bara ákveðin varkárni hjá okkur.“ gar@frettabladid.is Tæp milljón hvarf að næturlagi í Búðardal Þjófur sem virðist hafa haft lykil að Samkaupum í Búðardal stal þaðan tæplega níu hundruð þúsund krónum að næturlagi í síðustu viku. Bæði lögregla og Samkaup verjast allra frétta af málinu sem er sagt viðkvæmt fyrir bæjarbúa. BÚÐARDALUR Samkaup reka verslun og söluskála í þjóðbraut í Búðardal. Eftir lokun á sunnudagskvöld í síðusti viku hurfu tæplega níu hundruð þúsund krónur úr versl- uninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLI KRISTJÁN FJÁRMÁL „Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og varar við afleiðingum þess að fyrrver- andi ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdrag- anda bankahrunsins. Vilhjámur segir í pistli á heimasíðu SA að ekki sé útilokað að annað hrun verði í fjármála- kerfinu ef allt fari á versta veg fyrir fjármálafyrirtækin vegna ólögmætis gengisbundinna lána. „Þriðja hrunið er ennfrem- ur raunhæfur möguleiki en það gæti gert sjálft ríkið gjaldþrota,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að senn ákveði Alþingi hvort sækja eigi nokkra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir vanrækslu. „Vand- séð er hvernig hægt er að sakfella þetta fólk fyrir vanrækslu án þess að ríkið sjálft verði þá bóta- skylt vegna afleiðinga meintra misgjörða þeirra.“ Vilhjálmur segir að vera megi „að einhver mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af“ viðkomandi ráðherrum. „En spurningin er hvort þjóð- in hafi efni á slíku réttlæti? Er það ekki hún sjálf sem hlýtur þá mestu refsinguna með hugsan- legu gjaldþroti ríkisins?“ skrif- ar Viljálmur og kveður nær að líta til þjóða sem farið hafi leið sátta og samstöðu til að gera upp erfið mál. „Alþingismenn þurfa að sjást fyrir í störfum sínum. Það er ekki ráðlegt að svala pólitískum hefndarþorsta sínum með því að setja framtíð ríkisins í óvissu. Því menningarbyltingarkennda ástandi sem ríkt hefur þarf að linna.“ - gar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur ákærur á ráðherra kunna að leiða til gjaldþrots ríkisins: Þriðja hrunið er í nánd segir Vilhjálmur VILHJÁLMUR EGILSSON Ekki hægt að sakfella ráðherra fyrir bankahrunið án þess að ríkið verði bótaskylt segir fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BANDARÍKIN, AP Veðurfyrirbrigðið La Nina er í vexti þessa dagana, sem eykur líkurnar á því að felli- bylir í Karíbahafi og vestanverðu Atlantshafi verði öflugri þetta árið en annars hefði orðið. La Nina einkennist af því að hlýr sjór í austanverðu Kyrrahaf- inu kólnar nokkuð. Búast má við því að þetta ástand vari eitthvað fram á næsta ár. Fellibyljatíminn á Atlantshafi er í hámarki þessar vikurnar. - gb La Nina vaknar til lífs: Búist við öflug- um fellibyljum SÍGAUNAR Frakklandsforseti hefur sagt búðir rómafólks í landinu gróðrastíu glæpa. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Evrópuþingið sam- þykkti í gær, með 337 atkvæðum gegn 245, harðorða ályktun þar sem þess er krafist að frönsk stjórnvöld hætti þegar í stað að vísa rómafólki, eða sígaunum, úr landi. Eric Besson, innflytjenda- ráðherra frönsku stjórnarinn- ar, sagði ekkert hæft í því að aðgerðum sé sérstaklega beint gegn rómafólki. Einungis sé um almennar aðgerðir að ræða gegn ólöglegum innflytjendum. Sjaldgæft er að Evrópuþingið gagnrýni aðildarríki Evrópusam- bandsins með jafn ótvíræðum hætti. - gb Evrópuþing ósátt við Frakka: Sagt að hætta brottrekstri FJARSKIPTI Sveitarstjórn Rangár- þings eystra hefur ákveðið að láta kanna möguleika á ljósleiðaravæð- ingu í dreifbýli. „Hröð framþróun í upplýsingatækni og sjónvarpsmiðl- un, möguleikar vegna fjarvinnslu og tilkoma nýrrar tækni, svo sem tölvuskýja, gerir það að verkum að núverandi örbylgjusamband eða ADSL fullnægja ekki þörfum fólks í nútíð, hvað þá í framtíð. Nauðsyn- legt er að byggðirnar fylgi þessari þróun ef þær eiga að vera aðlað- andi valkostur til búsetu,“ segir í samþykkt sveitarstjórnarinnar. - gar Rangæingar vilja ljósleiðara: Segja ADSL ófullnægjandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.