Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 18
18 10. september 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun von- andi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfis- ráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rann- sóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytis- ins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðu- neyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grund- velli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoð- að í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýt- ingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónar- miðum. Slík skipan mála mun marka merki- leg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðu- neyta hefur gjarnan verið bent á fjárhags- legan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja fag- legan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð lang- tímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórn- sýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðu- neyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýð- ræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstakl- inga, atvinnugreina eða annarra sérhags- muna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferð- armikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmun- ir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórn- arráðinu um áramótin – Íslandi til heilla. Efling umhverfisráðuneytisins Umhverfis- mál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Hæfið næsta álitamál Á laugardaginn ræðst hvort þing- mannanefnd Atla Gíslasonar mun leggja það til við Alþingi að fyrr- verandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm vegna klúðurs í aðdrag- anda bankahrunsins. Helst hefur verið rætt um að Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árni M. Mathiesenen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gætu átt von á kæru. Fari svo tekur við næsta þref, sem vafalítið mun snúast um hæfi fulltrúanna 15 í landsdómi til að dæma í máli hvers fyrir sig. Einn úr leik Í landsdómi á sæti Hlöðver Kjartans- son hæstaréttarlögmaður. Þegar Guð- mundur Kristjánsson lögmaður höfð- aði mál á hendur Árna Mathiesen vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í dómaraembætti, og hafði af Árna fimm milljónir vegna ærumeiðinga, fékk hann félaga sinn af lögmanns- stofunni til að reka málið. Sá heitir Hlöðver Kjartansson og væri tæpast hæfur til að dæma í máli Árna. Rangt Sóley Tómasdóttir vill að Margrét Sverrisdóttir víki úr forsæti mann- réttindanefndar Reykjavíkurborgar vegna þess að kveðið sé á um það í samþykkt um stjórn Reykjavíkur- borgar að formenn fagráða skuli vera aðal- eða varaborgarfulltrúar. Margrét hafi skipað áttunda sæti á lista sem fékk aðeins þrjá menn kjörna og sé því hvorugt. Þessi athugasemd væri ágæt ef hún stæðist skoðun. Í fjórðu málsgrein 86. greinar laga um kosn- ingar til sveitarstjórna segir nefnilega: „Þegar kosið er bundinni hlutfalls- kosningu og listi fær einn eða fleiri aðalmenn kjörna verða þeir varamenn sem ekki hlutu kosningu á listanum.“ Margrét er því varaborgar- fulltrúi og má stýra fagráðum lögum samkvæmt. stigur@frettabladid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HAMSKIPTIN Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is Síðustu sýningar! D eilur um stjórnkerfi fiskveiða hafa verið rauður þráð- ur í þjóðmálaumræðu síðustu þrjátíu ár. Í lok áttunda áratugarins þótti nauðsynlegt að takmarka veiðar sem fram að því höfðu verið frjálsar. Fiskiskipastóllinn var orðinn of stór og það gekk á höfuðstól auðlindarinnar. Kvótakerfið hefur frá fyrsta degi fyrst og fremst varið hagsmuni þeirra sem stunduðu útgerð síðustu árin áður en kerfinu var komið á. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu kvótakerfi. Þær veigamestu hafa fest í sessi sérhagsmunina sem hampað var í upphafi. Fyrst var leyft að fram- selja kvótann og síðan einnig að veðsetja hann. Fámennur hópur hefur auðgast gríðarlega á kerf- inu. Sá hópur hefur alla tíð varið forréttindi sín og sérhagsmuni með ærnum tilkostnaði og hald- ið úti öflugum samtökum í því skyni. Fyrir fáum árum tók Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið til umfjöllunar. Niðurstaða nefnd- arinnar var sú að upphaflegt markmið með kvótakerfinu hefði verið réttmætt en útfærslan hafi stangast á við jafnræðisreglu mannrétt- indasáttmála SÞ. Mannréttindanefndin tók undir röksemdir gagn- rýnenda kvótakerfisins. Í gegnum árin hafa fjölmargar nefndir fengið það verkefni að ná sátt um breytt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. Nýjasta nefndin skilaði niðurstöðu á dögunum. Verkefni hennar var „að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili.“ Nefndin virðist á einu máli um niðurstöðu sem virðist fólgin í því að gefa einmitt upp á bátinn hugmyndir ríkisstjórnarflokkanna um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili. Líklega hefði hver maður átt að geta sagt sér strax að nefnd með aðild þeirra sterku sérhagsmunaafla sem byggja tilvist sína á því að viðhalda óbreyttu kerfi og forréttindum sinna félagsmanna mundi aldrei ná sátt um neitt annað en einmitt það að leggja til hliðar hug- myndir um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda. Þegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan um síðustu mán- aðamót áréttuðu forsætisráðherra og fjármálaráðherra þau áform sem lágu að baki þegar nefndin margnefnda var skipuð. Áformin eru þau að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og tryggja að sett verði ákvæði um sameign á auðlindum í stjórnarskrá. Þessi yfirlýs- ing varð skilin þannig að nema hið ótrúlega gerðist og viðunandi sátt næðist í nefndinni ætlaði ríkisstjórnin sér að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Og nú, þegar niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, blasir við að næst á dagskrá er einmitt það að ríkisstjórnin fari að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Sú sátt sem nefnd ríkis- stjórnarinnar náði við sérhagsmunahópana mun ekki nægja til þess að ná sátt við þjóðina og setja niður þrjátíu ára deilur um fiskveiði- stjórnunarkerfið. Niðurstaðan ætti hins vegar að geta orðið grund- völlur að sátt um það að nóg er komið af nefndarstarfi um grundvöll fiskveiðastjórnunarkerfisins. Það er tími til kominn að vísa þessu deilumáli til stjórnlagaþings og þjóðarinnar. Sáttanefnd náði sátt sem engin sátt er um. Komið að þjóðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.