Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 26

Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 26
Nytjasveppir í náttúru Íslands er yfirskrift fræðslufundar og göngu sem haldin verður í Sesseljuhúsi á Sólheimum í Grímsnesi á laugardag- inn klukkan 13. Gestum er bent á að taka með sér hnífa og bastkörfur til að geta tínt sveppi. Uppskeruhátíð Norræna hússins verður haldin á morgun klukk- an 14 en þá gefst gestum kostur á að bragða á hinum ýmsu mat- jurtum sem ræktaðar hafa verið í eldhúsgarðinum við Norræna húsið í sumar. Verkefnastjóri mat- jurtargarðsins er matfræðingur- inn Mads Holm en hann verður einnig kynnir og stjórnandi hátíð- arinnar. „Þetta er annað árið sem ég er með matjurtagarðinn og við rækt- um eingöngu norrænar matjurtir í honum. Við erum til dæmis með alls konar kál, danskar baunir, fjórar gerðir af íslenskum kartöfl- um, rófur, radísur og dill en kokk- urinn á veitingastaðnum Dill sem er hérna í Norræna húsinu, Gunn- ar Karl Gíslason, notar eingöngu nor- rænt hráefni í sína matargerð og hann hefur notað efni úr þessum garði,“ segir Mads. Á uppsker u - hátíðinni verður líka sultukeppni og eru börn og fullorðnir hvött til að taka þátt. „Allir mega skila inn sultu en það er gaman þegar fjölskyldan gerir sultu saman,“ segir Mads. Dóm- ari í sultukeppninni er kokkurinn Gunnar Karl en þeir sem ætla að taka þátt verða að skila sultunni inn fyrir klukkan 12 á morg- un í íláti merktu nafni og heimil- isfangi eða net- fangi á botnin- um. „Svo verður Felix Bergsson með okkur og það verður svona hátíð- arstemning hérna,“ segir Mads og hvetur fjöl- skyldufólk sérstaklega til að líta við. Nánari upplýsingar á www.nord- ice.is. emilia@frettabladid.is Norræn matjurtaveisla Gestum verður boðið að smakka á uppskerunni úr eldhúsgarði Norræna hússins og veitingastaðarins Dills á morgun á uppskeruhátíð í Norræna húsinu. Þeir sem vilja geta líka tekið þátt í sultukeppni. Mads Holm og kokkurinn Gunnar Karl Gíslason huga að jurtunum í matjurtagarði Norræna hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leiklistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára verður haldin í Gerðubergi á sunnudag- inn. Gerðuberg, í samvinnu við Mögu- leikhúsið, stendur fyrir leiklistar- smiðjunni sem fram fer í Gerðu- bergi á sunnudaginn frá 14 til 16. Umsjón með smiðjunni hafa Pétur Eggerz og Alda Arnórsdóttir. Smiðjan hefst með nokkrum kynningarleikjum en síðan er farið í gegnum ákveðna sögu eða ævintýri. Krakkarnir sem verða á aldrinum 8 til 12 ára spinna sína útgáfu af sögunni. Til að ljá upp- lifuninni enn meiri ævintýraljóma fá krakkarnir að velja sér búninga úr safni ævintýravagnsins. Leik- ritið er síðan æft í fullum skrúða og að lokum sýnt aðstandendum. Einungis sextán krökkum býðst að taka þátt í hverri smiðju en skráning er á gerduberg@reykja- vik.is. Þess má geta að smiðjan verður endurtekin 3. október og 14. nóvember. Ferð í ævintýravagni Krakkarnir í leiklistarsmiðjunni fá að klæða sig upp á í búninga ævintýravagnsins. Árleg fjölskylduganga á umhverfisdegi Kópavogs fer fram á morgun. Lagt verður af stað frá Náttúru- fræðistofu Kópavogs klukkan 11 og gengið niður á Kópavogstún, síðan um Borgar- holt og loks er hringnum lokað með heimsókn á Náttúrufræði- stofu Kópavogs. www.kopavogur.is LÍN DESIGN LAUGAVEGI 176, GAMLA SJÓNVARPSHÚSIÐ | SÍMI: 533 2220 | NETFANG: LINDESIGN@LINDESIGN.IS TILBOÐIN ERU EINNIG Í VEFVERS LUN LINDESIGN.IS 25% afsláttur af öllu í barnadeild fram á laugardag. Falleg íslensk hönnun unnin úr bestu fáanlegri bómull. MJÚKT FYRIR BÖRNIN Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum verkefnum deildarinnar. Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði deildarinnar Hamraborg 11, 2. hæð mánudaginn 13. september kl. 18-19. Heimsóknavinir Föt sem framlag, prjónahópur Plúsinn, starf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára Nýttu tímann, opið hús fyrir atvinnuleitendur Starf með innflytjendum, ýmis verkefni Námsaðstoð Átaksverkefni Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 - Opið alla virka daga kl. 10-16 - raudikrossinn.is/kopavogur Við þurfum fleiri sjálfboðaliða Vertu með! Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum og fólki á öllum aldri: Nánari upplýsingar í síma 554 6626 og á kopavogur@redcross.is Áhugasamir hvattir til að mæta! Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Flóamarkaður í Frostaskjóli ÝMIS VARNINGUR VERÐUR TIL SÖLU Á FLÓAMARKAÐI SEM HALDINN VERÐUR Í HÚSNÆÐI FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐVARINNAR VIÐ FROSTASKJÓL Á MORGUN. Hefð hefur skapast fyrir flóamarkaði sem haldinn er í húsnæði Frístunda- miðstöðvarinnar við Frostaskjól 2. Markaðurinn í ár er haldinn á morgun, 11. september, og stendur yfir frá kl. 13-16. Fyrirkomulagið er það sama og áður þar sem öllum er velkomið að koma og selja dótið sitt, svo sem kompumuni, föt, sultur, prjónavörur, eða annað sem fólk er að föndra, sér að kostnaðar- lausu. Það er Frístundamiðstöðin Frostaskjóli sem stendur að flóamarkaðinum í samstarfi við KR og best er að senda póst á floamarkadur@gmail. com til að skrá þátttöku. - jma

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.