Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 30
4 föstudagur 10. september
tíðin
✽ dansaðu!
SJAMPÓ Í SPREYFORMI Batiste þurrsjampó er duft í sprey-
formi sem þurrkar upp umframfitu í hárinu, án þess að þurrka sjálft
hárið. Hárið lítur út fyrir að vera nýþvegið, ilmar vel og fær flotta fyll-
ingu. Það er með sjö mismunandi ilmum og með brúnum litatóni.
Þ að er klárt mál að þarna verður af nógu að taka, dansverk, gjörningar, innsetning-
ar og tónlistaratriði og því eitthvað við allra
hæfi,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir dansari,
sem er um þessar mundir önnum kafin ásamt
alþjóðlegum hópi listamanna við undirbúning
á dans- og tónlistarhelgi sem fer fram í Klass-
íska Listdansskólanum dagana 17.-19. sept-
ember.
Dans- og tónlistarhelgin er haldin að undir-
lagi Raven dans- og sviðslistahópsins sem var
stofnaður árið 2008 og er skipaður danslista-
mönnum víðs vegar að úr heiminum og með-
limum hollensku hljómsveitarinnar ATOS.
Ákveðið var að blása til viðburðarins í tilefni
af því að meðlimir hópsins, sem hafa aðset-
ur í ólíkum löndum, eru nú í fyrsta skipti allir
staddir á einum stað. Mismunandi verk verða
sýnd, sem meðlimir hafa annað hvort unnið
saman eða hvert í sínu lagi.
„Við ætlum til að mynda að sýna nútíma-
dansverkið Huldu - falið verk, sem tengist ís-
lenskri náttúru og sögum, aðallega sögum af
hinu dularfulla huldufólki,“ bendir Hrafnhild-
ur á og bætir við að danslistaverkið hafi fyrst
verið frumsýnt í London árið 2008. Síðan þá
hafi hópurinn unnið áfram með verkið sem
verður sýnt í lengri útgáfu og með lifandi tón-
list í Klassíska Listdansskólanum um aðra
helgi. Hún getur þess að þetta verk ásamt sóló-
verki hennar Hrefnu verði sýnt á kvöldin en á
sunndaginn standi svo yfir sýningar allan dag-
inn á gjörningum, spennandi tónlistaratriðum
og videólistaverkum af ýmsum toga.
„Að gefnu tilefni vil ég geta þess að við
stöndum fyrir námskeiði í Klassíska Listdans-
skólanum núna um helgina, bæði á laugardag
og sunnudag, spunanámskeiði þar sem þátt-
takendum gefst færi á að kynnast því hvern-
ig Raven-hópurinn vinnur. Áhersla er lögð á
að draga fram listræna sköpun einstaklings-
ins í hreyfingum og túlkun í samvinnu við lif-
andi tónlist. Rúsínan í pylsuendanum er svo
að þátttakendur í námskeiðinu fá að taka þátt
í stuttu spunaatriði sem verður sýnt um dans-
og tónlistarhelgina í næstu viku,“ segir Hrafn-
hildur og tekur fram að þótt einhver reynsla af
dansi sé æskileg sé öllum velkomið að mæta
og spreyta sig, en þáttttökugjald er 2.000 krón-
ur. Hún bætir við að allar nánari upplýsinn-
gar sé að finna á vefsíðu Raven hópsins www.
raven.is. - rve
Alþjóðlegur hópur listamanna undirbýr nú dans- og tónlistarhelgi í Klassíska Listdansskólanum:
INNSETNINGAR & ÞJÓÐSÖGUR
Spuni Hrafnhildur Einarsdóttir er meðlimur í Raven dans- og sviðslistahópnum sem stendur fyrir
spunanámskeiði í Klassíska Listdansskólanum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Verslunin Eyja opnaði í gær en þar
er einungis boðið upp á íslenska
hönnun. Þar selur eigandinn Eyrún
Huld Árnadóttir eigin hönnun
ásamt því að vera með vörur tíu
annarra hönnuða í umboðssölu.
Eyrún býr til fylgihluti úr roði og
leðri ásamt því að gera armbönd úr
áli og strútsleðri. Hún hafði orðið
vör við nokkra eftirspurn og ákvað
því að láta slag standa og opna
verslun. „Ég hef valið inn hluti
sem mér þykja fallegir og tek mér
til fyrirmyndar litlar sætar versl-
anir sem er að finna á víð og dreif
erlendis.“
Búðin er staðsett að Hrísa-
teig 19, í námunda við Frú Laugu.
„Það á eftir að koma í ljós hvern-
ig staðsetningin hentar en hér er
í það minnsta mikil umferð enda
Laugardalslaugin og Laugar stein-
snar frá auk þess sem túrista-
straumurinn er mikill á sumr-
in. Eyrún býður aðallega upp á
heimilismuni og fylgihluti í
versluninni en sér svo
fyrir sér að bæta við
úrvalið þegar fram
líða stundir. „Ég er
svo með góða vinnu-
aðstöðu og ætla mér
jafnvel að bjóða þeim
hönnuðum sem eru
með vörur hjá mér
að nýta sér hana til-
tekna daga. Þannig geta þeir hitt
viðskiptavini og við jafnvel skipst
á innblæstri.“ - ve
Ný verslun með íslenska hönnun í Laugarnesinu:
Leður, roð og heimilismunir
Eyrún selur eigin hönnun ásamt því að vera með muni eftir aðra íslenska hönnuði í umboðssölu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kemur út laugardaginn
11. september
Sérblaðið
Heimili og hönnun
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband:
Hlynur Þór
• hlynurs@365.is
• sími 512 5439