Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 44
24 10. september 2010 FÖSTUDAGUR Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum þær fréttir að eldhús Orkuveitu Reykjavíkur sé ekkert nema bruðl og flottræfils- háttur. Starfsfólki eldhússins finnst nauðsynlegt að koma á framfæri leiðréttingu á þessari rangtúlkun. Starfsfólk og aðbúnaður Fyrst ber að leiðrétta að starfs- menn eldhússins eru samtalst 17 en ekki 31 eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Af þessum 17 eru 3 í hlutastarfi. Þessi starfsmannafjöldi skiptist á þrjár starfsstöðvar fyrir- tækisins sem eru Nesjavellir, Hell- isheiði og Bæjarháls. Meðalfjöldi starfsmanna í hádegismat er 520. Þegar ákveðið var að byggja eld- húsið á sínum tíma var haft að leið- arljósi að Orkuveitan myndi hætta að kaupa tilbúinn bakkamat en í staðinn skyldi allur matur eldaður á staðnum. Það yrði ódýrara, heil- næmara og auðveldara að stjórna gæðunum. Í eldhúsið voru keypt hefðbundin eldhústæki sem voru valin eftir opið útboð Í eldhúsinu er starfrækt vottað gæðakerfi þar sem öllum reglum er framfylgt og önnur sambærileg fyrirtæki hafa haft sem fyrirmynd. Það er því leiðinlegt að umræðan sé þannig að það sé kallað bruðl þegar aðeins er verið að framfylgja lögum um matvælaeftirlit og holl- ustuhætti. Mikill misskilningur er að þetta sé á einhvern hátt tölvustýrt eld- hús. Ofnarnir eru tengdir við HACCP gæðakerfi sem skráir allar aðgerðir, mælir og geymir kjarn- hitastig sem er mjög mikilvægt þegar verið er að steikja t.d. kjúkl- ing sem þarf að ná ákveðnu hita- stigi við eldun. Ekkert sérstakt bakarí er í eldhúsinu þó svo að öll brauð séu bökuð á staðnum og er það mikill sparnaður. Myndbandið og leiðrétting á misfærslum Myndbandið sem gert var um eld- húsið var að frumkvæði matreiðslu- manna sem starfa í eldhúsinu. Mikill áhugi var á meðal fagfólks í matvælaiðnaði að skoða aðstöð- una en erfitt þótti að sýna eldhús- ið þar sem takmarkaður aðgangur var leyfður. Það má alveg deila um hvort það hafi verið nauðsynlegt eða ekki að gera myndbandið en tilgangurinn var sá að sýna öðrum fagmönnum hvernig eldhús OR var að gera hlutina. Myndbandið hefur komið mörgum að góðum notum og álíka eldhús verið byggð á fyrir- mynd þess, einkum vegna hagræð- ingar og góðra vinnuhátta. Grænmetisþvottavélin hefur fengið mikla gagnrýni. Það er grundvallarregla við meðhöndlun grænmetis og ávaxta að skola vel upp úr hreinu vatni áður en þess er neytt, minni eldhús geta notast við vask og handvirka salatvindu en í stóreldhúsum eru önnur lögmál. Þetta tæki hefur sparað mörg hand- tökin. Þeir vinnustaðir sem skola ekki sitt grænmeti bjóða hættunni heim vegna hættu á óæskilegum aðskotadýrum og örverum. Í myndbandinu er sagt frá því að 15.000 gestir hafi þegið veiting- ar árið 2003. Stór hluti af þessum fjölda er tilkominn vegna vígslu höfuðstöðva fyrirtækisins árið 2003 þegar fyrirtækið var með opið hús fyrir almenning sem taldi 10.200 manns. Aðrir hópar gesta voru t.d grunnskólanemar, háskólanemar, eldri borgarar og starfsfólk sem sótti vikulega deildarfundi. Árið 2009 var þessi fjöldi 3.215 og árið 2010 er fjöldinn óverulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 1. september var viðtal við mat- reiðslumann á veitingastað. Þar bar hann saman eldhúsið sitt og eldhús OR. Ekki er réttlátt að bera saman þessi tvö eldhús þar sem þau þjóna engan veginn sama tilgangi. Eldhús veitingastaða er allt annar flokkur eldhúsa en stór framleiðslu- eldhús og því á engan hátt hægt að bera saman þessi tvö eldhús vegna ólíkra aðferða. Í sömu frétt er verið að bera saman eldhús OR við skóla- mötuneyti þar sem einn matreiðslu- maður eldar fyrir 500 börn með ófullnægjandi aðstöðu. Vinnuum- hverfið í eldhúsum skólanna ætti í raun frekar að vera fréttaefnið. Munurinn á eldhúsi OR og mörg- um öðrum er fólgin í því að mikil áhersla er lögð á að maturinn er eld- aður frá grunni á staðnum, engir tilbúnir réttir eru aðkeyptir, græn- metið er skorið og eldað á staðnum og áhersla lögð á hollustu og réttar matreiðsluaðferðir. Starfsfólki eldhússins finnst afar dapurt að fjölmiðlar hafi dregið upp þá mynd af eldhúsinu að þar sé bruðlað í aðbúnaði og hráefni þegar meginmarkmið eldhússins hefur alltaf verið að fara eftir regl- um um aðbúnað, hagkvæmni og aðferðir. Starfsfólkið telur að þessi góði vinnustaður hafi skaðast vegna rangs og óréttláts fréttaflutnings undanfarinna daga. Það er bæði rangt og óréttlátt að halda því fram að eldhúsið sé það sem mestu skipt- ir þegar rætt er um slæma fjárhags- stöðu Orkuveitunnar. Rangtúlkun fjölmiðla Eldhús Orkuveitunnar Benedikt Jónsson yfirmatreiðslumeistari eldhúss Orkuveitu Reykjavíkur Þegar bankakerfið hrundi varð flestum ljóst að það hrundi fyrst og fremst vegna spillingar stjórn- málamanna, vanhæfni embættis- manna og glæpastarfsemi í fjár- málageiranum. Í kjölfarið fylgdi ringulreið, andúð almennings á valdhöfum og krafa um ábyrgð og lýðræði. Veik von vaknaði í brjósti margra að efnahagshamfarirn- ar myndu leiða af sér lærdóm. Að valdamenn færu kannski að til- einka sér hvatir eins og umhyggju, ábyrgðartilfinningu, framtíðarsýn og sannleiksást. Þegar tvö ár eru liðin frá hruni sést lítið af þessum eiginleik- um meðal ráðamanna. Mútaðir stjórnendur ráða enn ríkjum í líf- eyrissjóðum, innherjasvikarar og þjófsnautar hafa ekki sagt af sér þingmennsku. Óæðri endar margra þingmanna og ráðherra eru sigg- grónir eftir langa og viðvarandi setu í þingsætum og ráðherrastól- um. Þeir eru ekki tilbúnir að sleppa takinu þrátt fyrir að þeir hafi fyrir löngu misst tengsl við tilgang þing- mennsku, rökhugsun og þróað með sér ofstækisfulla trú á lögmæti þess að viðhalda sjálfum sér á valdastól- um. Málpípur þeirra styðja þá við ofbeldisverkin og þöggun á rödd- um sem krefjast skynsemi, virð- ingar fyrir mannlegri reisn og réttlátra úrlausna á vandamálum samtímans. Hver króna sem notuð er til þess að greiða fyrir hvort sem er nauð- þurftir eða innfluttan lúxus er að hluta til tekin frá afkomendum okkar. Börnin sem eru að fæðast á Landspítalanum í dag fá í vöggugjöf erlendar skuldir sem núverandi vald- höfum þykir við hæfi að þau borgi til þess að halda uppi ásýnd velmegun- ar á Íslandi samtímans. Valdhöfum þykir við hæfi að krefjast þess að færa ábyrgð af ofurskuld Björgólfs Thors á axlir afkomenda og bera því við að það sé til þess að unnt sé að taka meiri erlend lán. Erlend lán sem komandi kynslóðum er ætlað að greiða. Fjórðungur skatttekna ríkissjóðs er nú þegar notaður til þess að standa undir vaxtakostnaði af erlendum lánum. Þessir fjármunir eru teknir úr velferðarkerfinu. Fatlaðir, börn og sjúkir greiða þennan reikning. Það er þó ekki komið að eiginlegum skuldadögum. Hvernig verður stað- an þegar standa þarf undir afborg- unum af þessum lánum? Þrátt fyrir að 700 milljarðar liggi nú í gjaldeyr- isvarasjóði og að sökum samdráttar bankageirans sé lítil þörf fyrir risa- vaxinn gjaldeyrisvarasjóð þráast stjórnmálamenn við að gera kom- andi kynslóðir að skuldaþrælum. Hvers vegna? Jú, það þarf að halda uppi ásýnd velmegunar í samtíman- um á Íslandi. Ekki er hreyft við því hvað þessi stefna boðar fyrir fram- tíð þjóðarinnar. Árátta ríkisvaldsins til skuldsetningar komandi kynslóða minnir helst á villtrú en ber einnig vott um gegndarlaust ábyrgðarleysi gagnvart framtíð Íslands. Valdhaf- arnir leita til lausna fortíðar sem setti þjóðarbúið á hausinn vegna þess að þeir hafa ekkert lært. Lærdómstregða valdhafanna Stjórnmál Jakobína Ingunn Ólafsdóttir með doktorspróf í stjórnsýslufræðum Stofnun lagaráðs – tillaga til stjórnlagaþings Það er hlutverk Alþingis að sjá um lagasmíð og setja lög. Lagasetningarvaldið er æðsta hlutverk Alþingis og eru lög sem sett eru á Alþingi skipulag og leiðarvísir samfélagsins. Fram- kvæmdarvaldið leggur oftast fram lagafrumvörp, þ.e. ríkis- stjórn en auk þess leggja þing- menn fram lagafrumvörp á Alþingi. Öll lagasmíð og fram- setning lagafrumvarps krefst nákvæmi, stoða í önnur lög og reglugerðir. Það er ekki til neinn óháður vettvangur sem skoðar lagafrumvarp út frá því hvort frumvarpsdrögin séu í samræmi við stjórnarskrá, önnur lög eða stangist á við mannréttindi. Á Íslandi er þingræðisregla, sem þýðir að ríkisstjórn á hverj- um tíma styðst við meirihluta á Alþingi. Því hefur ríkisstjórn, þ.e. framkvæmdarvaldið töluvert vald gagnvart Alþingi þegar kemur að smíði lagafrumvarpa, vegna sér- fræðiþekkingar og lagaþekkingar hjá framkvæmdarvaldinu. Það getur reynst erfitt fyrir Alþingi að standast kröfur um samþykki frumvarps sem kemur frá ríkisstjórn, þegar formenn þeirra flokka sem mynda meiri- hluta ríkisstjórna eru jafnframt forystumenn ríkisstjórnar. Það er til nokkrar leiðir til að styrkja stöðu Alþingis hvað þetta atriði snertir og ein þeirra er stofnun sérstaks lagaráðs. Hlutverk þess er að skoða öll frumvarpsdrög sem lögð eru fyrir Alþingi með tilliti til eftir- farandi: - Hvort frumvarpsdrög eru í samræmi við stjórnarskrá og skipan réttarkerfisins almennt - Hvort ákveði frumvarpsdrag- anna eru í samræmi við tilgang laganna - Hvort lagafrumvarpsdrögin uppfylla kröfur um réttaröryggi - Hvort samþykki frumvarps- draganna skapi önnur réttarfars- leg vandamál Lagaráðið á að skoða öll frum- varpsdrög áður en þau eru lögð fyrir alþingi. Lagaráðið verður óháð Alþingi og hafa þeir full- trúar sem koma til með að sitja í ráðinu sömu stöðu og hæstarétt- ardómarar, þ.e. skipan fulltrúans er í samræmi við skipan hæsta- réttardómara. Í lagaráði eiga sæti þrír fulltrú- ar sem geta setið í ráðinu tvö ár í senn. Er það tillaga mín að þeir hæstaréttardómarar sem hafa hætt störfum, geti setið í laga- ráði. Fari svo að lagaráð hafni frum- varpsdrögum, verður flutnings- aðili að draga frumvarpið til baka og gera þær lagfæringar sem lagaráð krefst að gerðar séu og leggja fram ný og breytt drög að lagafrumvarpi fyrir lagaráð. Fyrirmynd að þessari tillögu sæki ég til svipaðs fyrirkomulags sem ríkir í Svíþjóð. Þar er til laga- ráð sem fer yfir öll frumvarps- drög sem lögð eru fyrir sænska þingið og eru til mörg dæmi þess að lagaráðið hefur hafnað frum- varpsdrögum og krafist breyt- inga. Það er tillaga mín að stofn- un lagaráðs verði eitt af þeim atriðum sem stjórnlagaþing mun fjalla um í störfum sínum. Eitt af ákvæðum nýrrar stjórnarskrár verður því um lagaráð. Lagaráð Gunnar Alexander Ólafsson stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í stjórnsýslu og hagfræði Í tilefni alþjóðlegs Chopin árs, mun Aðalræðisskrifstofa Lýðveldisins Pólland halda tónlistarkeppni fyrir nemendur tónlistarskóla á Íslandi. Keppnin snýst um bestu túlkun valinna tónverka Chopin. Keppnisreglur: Allir nemendur tónlistaskóla mega taka þátt. Hver þátttakandi undirbýr sína eigin túlkun á einu af tónverkum Chopin. Þáttakenda próf verða haldin í skóla nemenda og munu skólarnir velja sína fulltrúa í viðkomandi grein. Keppt verður í þremur greinum: 1. Söngur með píanóundirleik. 2. Hljóðfæraleikur með píanóundirleik. 3. Einleikur á píanó Þátttakendur geta fengið aðstoð mótshaldara við að finna rétt nótnablöð. Dómarar keppninnar eru: Alina Dubik, Krystyna Cortes, Atli Heimir Sveinsson, Ewa Tosik-Warszawiak, Andrzej Kleina. Úrslitakeppnin: Tónlistaskólar þurfa að skrá fulltrúa sína fyrir 17 okt. 2010. Úrslitakeppnin verður svo haldin í November 2010. Sigurvegararnir koma síðan á tónleikum sem Aðalræðisskrifstofa Lýðveldi Póllands mun halda í Salnum í Kópavogi. Verðlaun: Í aðalverðlaun er helgaferð til Varsjá fyrir tvo með gistingu á lúxus hóteli. Til þess að skrá sig í keppninna þarf að senda vefpóst á reykjavik.info@msz.gov.pl AÐALRÆÐISMANNSSKRIFSTOFA LÝÐVELDISINS PÓLLANDS Í REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.