Fréttablaðið - 10.09.2010, Qupperneq 50
30 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
stefnir á að vera í sínu allra
besta formi þegar hún flyt-
ur í Hörpu í vor. Hljóm-
sveitin byrjar starfsárið af
krafti í kvöld, þar sem Vík-
ingur Heiðar Ólafsson leikur
meðal annars öndvegisverk
eftir Liszt og Rakmaninoff.
Fjölbreytt dagskrá er á upphafs-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói í kvöld. Vík-
ingur Heiðar Ólafsson leikur eitt
af öndvegisverkum Franz Liszt
fyrir píanó og hljómsveit, sem og
Paganini-rapsódíu Rakmaninoffs.
Litrík balletttónlist Stravinskíjs
við Eldfuglinn setur endapunkt-
inn við efnisskrána.
Að sögn Árna Heimis Ingólfs-
sonar tónlistarstjóra vildi Sinfón-
ían byrja starfsárið af krafti.
„Þetta eru glæsiverk af ýmsum
toga,“ segir hann. „Víkingur Heið-
ar Ólafsson fær að láta gamminn
geisa og við byrjum veturinn með
trukki. Gefum tóninn fyrir árið og
gefum svo í.“
Þetta er síðasta árið sem Sin-
fóníuhljómsveitin verður til húsa
í Háskólabíói en í vor flytur hún í
tónlistarhúsið Hörpu. Árni Heimir
segir mikla eftirvæntingu meðal
hljómsveitarmeðlima.
„Þetta er auðvitað búin að vera
löng bið. Háskólabíó hefur verið
heimili hljómsveitarinnar í næst-
um því fimmtíu ár. Það er því
mikið tilhlökkunarefni að fá loks-
ins aðstöðu sem sæmir því starfi
sem er unnið hér.“
Árni Heimir
segir stór og lit-
rík hljómsveit-
arverk verða í
öndvegi í vetur,
þar sem mik-
ill massi ólíkra
hljóðfæra fái
að njóta sín, til
dæmis tvær
sinfóníur eftir
Mahler; Rómeó
og Júlíu Prokofíevs, sinfóníur
eftir Sjostakovitsj og Porgy og
Bess eftir Gerswhin-bræður, sem
hefur verið kallað fyrsta banda-
ríska óperan.
„Við ætlum að reyna að spanna
eins vítt svið og við getum í ár,“
segir Árni Heimir. „Sýna eins
margar hliðar á okkar starfsemi
og mögulegt er. Við fáum líka fullt
af frábærum hljómsveitarstjórum
og einleikurum til liðs við okkur
og stefnum á að vera í okkar allra
besta formi þegar við flytjum í
Hörpu í vor.“
Uppselt er á upphafstónleika
Sinfóníunnar í kvöld en þeim verð-
ur útvarpað á Rás eitt.
bergsteinn@frettabladid.is
Víkingur lætur gamminn geisa
ÁRNI HEIMIR
INGÓLFSSON
FRÁ ÆFINGU Sinfónían byrjar vetrardagskrána með trukki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Manneskjan í gangverki sjálfgeng-
issamfélagsins, er heitið á fyrir-
lestri sem Kolbeinn Stefánsson
félagsfræðingur heldur í Háskóla
Íslands í dag. Í erindi sínu fjallar
Kolbeinn um samfélagssýn frjáls-
hyggjunnar og þær hugmyndir um
einstaklinginn sem hún hvílir á.
„Ég ætla að reyna að sýna fram á
að þessar hugmyndir standast ekki
nánari skoðun og fyrir vikið geng-
ur samfélagssýn frjálshyggjunar
ekki upp.“
Kolbeinn ritstýrði bókinni
Eilífðarvélin – Uppgjör við
nýfrjálshyggjuna, sem kom út fyrr
á árinu. Frjálshyggjumenn gagn-
rýndu bókina fyrir að gera of mikið
úr áhrifum hennar á Íslandi.
„Þetta svar byggir á þeirri hug-
mynd að Ísland hafi ekki verið
hreint frjálshyggjusamfélag,“
svarar Kolbeinn. „Og það er alveg
rétt í sjálfu sér, enda er ekki hægt
að hrinda hreinu frjálshyggjusam-
félagi í framkvæmd af því að það
byggir á því að manneskjan sé eins
og frjálshyggjumenn halda fram:
alltaf skynsöm, alltaf sjálfselsk
og alltaf hagsýn. En það breyt-
ir því ekki að helstu áhrifaþættir
í íslensku samfélagi á undanförn-
um árum einkenndust af frjáls-
hyggju.“
Að erindinu loknu verða umræð-
ur. Kolbeinn vonar að frjálshyggju-
menn mæti á fyrirlesturinn. „Það
er eitt af einkennum íslenskrar
umræðu að menn skiptast gjarnan
í fylkingar, sem tala á hver aðra.
Ég vona að frjálshyggjumenn mæti
og það skapist raunveruleg sam-
ræða um þetta mál.“
Fyrirlesturinn verður haldinn
klukkan 12.30 í dag, í stofu 104 á
Háskólatorgi. - bs
Rýnt í frjálshyggjuna
Bókaútgáfan Opna hefur endurútgefið grundvallarritið
Íslenska þjóðhætti eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Bókin kom upphaflega út árið 1934 en hefur verið ófáan-
leg frá því fjórða prentun kom út fyrir um 35 árum.
Í bókinni má finna heildstætt yfirlit yfir íslenska
þjóðhætti. „Þetta er gríðarlega mikill fróðleikur,“ segir
Sigurður Svavarsson, forleggjari hjá Opnu, „og ótrúlegt til
þess að hugsa að einn maður hafi tekið þetta allt saman,
samhliða öðrum krefjandi störfum.“
Bókin hefur vel staðist tímans tönn að mati Sigurðar.
„Þarna er svo marga forvitnilega og skemmtilega fróð-
leiksmola að finna, sem margir eru algjörlega tímalausir,“
segir hann og tekur dæmi: „Skyrtur voru þvegnar á hálfs-
mánaðar- til mánaðarfresti, en nærbuxur miklu sjaldnar.“
„Ég held að þessa bók hafi sárvantað mjög lengi,“ segir
Sigurður „og hún sé kjörin til að fylgja eftir velgengni
matreiðslubókar Helgu Sig, sem við gáfum út í fyrra.“
Merkilegur og tímalaus fróðleikur
Tvær óperusýningar verða haldn-
ar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju í Garðabæ, í dag
og á morgun. Sýningarnar eru
afrakstur tveggja vikna óperu-
smiðju í Vídalínskirkju, undir
stjórn Mörthu Sharp, pró fessors
við Mozarteum tónlistarháskól-
ann í Salzburg. Þátttakendur í ár
voru fjórtán talsins, allir í fram-
haldsnámi eða ungir atvinnu-
söngvarar.
Á sýningunum verða settar
upp senur úr ýmsum óperum,
til dæmis Brúðkaupi Fígarós og
Madömu Butterfly. Sýningin í dag
er klukkan 20 en á morgun klukk-
an 16. Nánari upplýsingar má
nálgast operaworkshop.org.
Óperusmiðja
í Kirkjuhvoli
FRÁ ÓPERUSMIÐJUNNI Í FYRRA Fjórtán
söngvarar tóku þátt í smiðjunni í ár.
Klukkan 22
Hljómsveitirnar Bob, Nóra og
Nolo ásamt raftónlistarmanninum
Fukaisha halda tónleika á Venue,
Tryggvagötu (neðri hæð gamla
Gauks á Stöng). Húsið verður opið
frá 21 en tónleikarnir hefjast klukk-
an 22.
> Ekki missa af ...
Endurfrumsýningu Mögu-
leikhússins á barnaleikritinu
Prumpuhóllinn eftir Þorvald
Þorsteinsson í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi, klukkan
14 á morgun. Verkið var
frumsýnt 2002 og gekk í tvö
leikár. Nú er það tekið aftur
til sýninga í tilefni af 20 ára
afmæli Möguleikhússins.
FJÖREGG
Barnamenning
í Norræna húsinu
Uppskeruhátíð og sultukeppni
fyrir fjölskylduna
Í gróðurhúsi Norræna hússins
laugardaginn 11. september kl. 14.00
Tækifæri fyrir unga og eldri ræktendur að taka þátt í sultukeppni
með afurðum úr eigin garði.
Leikreglur eru einfaldar:
· Keppt er í tveimur sultutegundum, súrri og sætri
· Hver keppandi getur skilað inn eins mörgum sultutegundum og hann vill
· Skila skal sultunni í Norræna húsið í síðasta lagi kl. 12.00 þann 11. september
í íláti með nafni, heimilisfangi og/eða netfangi keppandans á botninum
· Góð verðlaun í boði
Kynnir og stjórnandi er danski matfræðingurinn Mads Holm.
Dómari er meistarakokkur veitingahússins Dills í Norræna húsinu,
Gunnar Karl Gíslason.
Tónlist og skemmtun, Felix Bergsson leikari og söngvari.
Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is
FYRIRLESTUR Í DAG
Kolbeinn Stefánsson
félagsfræðingur segir
samfélagssýn frjáls-
hyggjunnar ekki stand-
ast nánari skoðun.