Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 54

Fréttablaðið - 10.09.2010, Page 54
34 10. september 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Wayne Rooney varð um helgina nýjasta íþróttastjarnan sem verður uppvís að því að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Hann er þar með kominn í ansi vafasaman hóp íþrótta- stjarna sem hafa átt erfitt með buxnastrenginn að undanförnu. Íþróttastjörnur eru mikl- ar fyrirmyndir og stórfyrirtæki eru því ekki eingöngu að veðja á hæfileikana heldur einn- ig framkomu leikmanna utan vallar. Enda ljóst að foreldrar vilja helst ekki leggja lag sitt við íþróttastjörnu sem notfærir sér þjónustu vændiskonu á meðan eiginkonan er ólétt. MEÐ MILLJARÐA Í LAUN OG BUXURNAR Á HÆLUNUM TIGER WOODS Besti kylfingur heims breyttist á einni nóttu úr mestu fyrirmynd heims í versta skúrk allra tíma. Sá gríðarlegi fjöldi hjákvenna sem Tiger hafði lagt lag sitt við kom heims- byggðinni í opna skjöldu enda héldu flestir að hann væri hinn fullkomni íþróttamaður og heimsins besti eiginmaður. FRANCK RIBERY Frönsku útgáfunni af Lionel Messi hafði verið spáð frægð og frama. Öðru nær. Ribery hefur verið í nánast stanslausum yfir- heyrslum vegna gruns um að hann hafi átt í sambandi við ólögráða vændis- konu og hefur verið kærður fyrir athæfi sitt. Ferill Ribery inni á vellinum hefur eingöngu legið niður á við. JOHN TERRY Allt varð brjálað á Bretlandseyjum þegar upp komst að leiðtogi enska landsliðsins hefði gamnað sér með unnustu Wayne Bridge, liðsfélaga síns hjá bæði Chelsea og enska landsliðinu. Terry var í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu og hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir fjaðrafokið PETER CROUCH Sláninn frá Tot- tenham komst í mikil vandræði þegar vændiskona á Spáni upplýsti að hún hefði veitt Crouch sína þjón- ustu en Crouch er kvæntur Abbey Clancy, velþekktri fyrirsætu á Bret- landseyjum. ASHLEY COLE Bakvörður Chelsea og enska lands- liðsins er sennilega hataðasti maður Bretlandseyja. Ekki vegna þess að hann hélt framhjá, heldur vegna þess að hann sveik óskadóttur ensku þjóðarinnar, Cheryl Cole. Ashley sendi hjákonum sínum meðal annars símamyndir af sjálfum sér. Skilnaður hans og Cheryl gekk í gegn fyrir skemmstu. N O R D IC PH O TO S/G ETTY KRÍSUFUNDUR Wayne Rooney hefur samkvæmt fréttum bresku pressunnar hringt nokkrum sinnum í eiginkonu sína og beðist afsökunar á fram- ferði sínu. Breskir fjölmiðlar eru hins vegar sannfærðir um að hjónabandi hans og æskuástarinnar, Coleen Rooney, sé nú lokið enda virðist leikmaðurinn ekki hafa verið við eina fjölina felldur. > Á UPPLEIÐ Leikkonan Christina Hendricks hefur landað hlutverki í kvik- myndinni Drive sem spáð er miklum vinsældum. Þar mun hún leika á móti Ryan Gosl- ing, Carey Mulligan og Al- bert Brooks. Hendricks hefur slegið í gegn í Mad Men en er nú tilbúin að færa sig yfir á hvíta tjaldið. Kevin Federline dúkkar upp í banda- rískum fjölmiðlum með reglulegu milli- bili. Ekki þó vegna þess að þeir séu svo áhugasamir um dans-eða rappferil hans heldur af því að þeir vilja vita hvað honum finnist um hin og þessi mál sem tengjast fyrrum eiginkonu hans, popp-prinsessunni Britney Spears. Fed- erline, eða K-Fed eins og hann er jafnan kallaður, hefur aldrei legið á skoðun- um sínum en það kom mörgum á óvart þegar hann óvænt tók upp hanskann fyrir Britney. Fyrrum lífvörður hefur kært Britn- ey fyrir kynferðislega áreitni í sinn garð og vanrækslu barna sinna. Líf- vörðurinn, Fernando Flores, heldur því fram að Spears hafi fimm sinnum sært blygðunarkennd hans með kyn- ferðislegum hætti og þar að auki fóðrað syni sína á krabbakjöti þrátt fyrir að búa yfir þeirri vitneskju að þeir væru með ofnæmi fyrir slíkum mat. Federline segir þessar ásakanir út í hött en hann fer með forræði yfir strákunum tveim. Lögfræðingur Fed- erline, Mark Vincent Kaplan, sagði við fjölmiðla að í huga skjólstæðings hans væru þessar ásakanir eingöngu settar fram með peninga í huga. „Hann veit að þessar ásakanir eru tilhæfulausar með öllu,“ sagði Kaplan en Federline fór fram á það við barnaverndaryfirvöld í Los Angeles að þau rannsökuðu málið. Niðurstöður þeirrar rannsóknar leiddu ekkert saknæmt í ljós. K-Fed kemur Britney til varnar TRÚIR BRITNEY Kevin Federline segir að ásak- anir á hendur fyrrum eiginkonu sinni, Britney Spears, eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þær séu eingöngu settar fram til að græða peninga. NORDICPHOTOS/GETTY AULINN ÉG BOLIRNIR FÁST Í EYMUNDSSON Austurstræti, Kringlunni, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri og Ísafirði Hvítir bómullarbolir í barnastærðum. Flottir bolir með prentun bæði að framan og aftan. 1.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.