Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 2
2 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
MENNING „Ég setti Fimmvörðuháls-
hraun í hringinn til að hafa hluta af
nýja Íslandi í honum,“ segir Sigurð-
ur Ingi Bjarnason, gullsmiður og
skartgripahönnuður í Sign í Hafn-
arfirði, sem sérsmíðaði afmælis-
gjöf fyrir Sean Ono Lennon sam-
kvæmt pöntun Yoko Ono um síðustu
helgi.
Á laugardaginn var, 9. október,
sem er sameiginlegur afmælis-
dagur feðganna Johns og Seans
Lennon, fékk Sigurður Ingi sím-
hringingu. „Yoko Ono vantaði hring
fyrir son sinn og ég var beðinn að
koma. Ég hitti hana uppi á hóteli og
teiknaði hring fyrir hana og smíð-
aði hann síðan á tveimur klukku-
tímum,“ segir Sigurður Ingi, sem
kveður ansi mikið líf og fjör hafa
verið í tuskunum þennan dag, bæði
hjá Yoko og honum sjálfum.
Fljótlega eftir að Sigurður Ingi
var búinn að skila hringum til Yoko
fór hann upp á fæðingardeild til
Kolbrúnar Róberts konu sinn-
ar. Þar fæddist þeim hjón-
um fjórði sonurinn um
kvöldmatarleytið. „Þetta
var mikill dagur hjá
henni og stór dagur hjá
mér líka,“ segir hann.
Sigurður Ingi selur silf-
urskartgripi úr vöru-
línunni Piece of
Iceland á Hilton
hótelinu í Reykjavík
þar sem Yoko dvel-
ur gjarnan. Hann
segir Yoko hafa
gert sér margar
ferðir til að skoða
og kaupa.
„Hún var mjög
hrifin og lét ekki
duga að kaupa
nokkur stykki heldur tæmdi
skápinn,“ segir Siguður Ingi,
ánægður með að hin heims-
fræga listakona kunni svo vel að
meta verk hans. Hún hafi
svo sem sagst áður hafa
séð áþekka hönnun þar
sem hraun sé notað en
ekki eins skemmtilega
og hans. Hlutirnir hafi
gengið hratt og vel fyrir
sig á fundi þeirra á Hilt-
on hótelinu í hádeginu á
laugardag.
„Yoko vildi ekki
mikið vesen og var að
vonast til að geta fengið
eitthvað sem ég ætti en ég sagði
henni að ég vildi gera eitthvað sér-
stakt og hún féllst á það. Það var
mjög gaman og mikill heiður að fá
að smíða fyrir hana,“ segir Sigurð-
ur, sem ber Yoko vel söguna. Hún
hafi verið laus við allan hroka og
stjörnustæla.
„Yoko er kurteis kona með þægi-
lega nærveru. Ég upplifði hana
þannig að hún vildi ekki láta hafa
mikið fyrir sér. Það var mikið að
gera hjá henni og hún var afar hnit-
miðuð í því sem hún bað um. Ég
vona bara að hringurinn hafi fall-
ið í góðan jarðveg,“ segir Sigurður
Ingi Bjarnason. gar@frettabladid.is
Smíðaði hring handa
Ono og eignaðist son
Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður í Sign, sérsmíðaði afmælishring sem Yoko
Ono gaf syninum Sean. Sigurður eignaðist sinn eigin son seinna sama dag.
Yoko tæmdi söluskáp Sigurðar á Hilton. Tilkomumikill dagur segir Sigurður.
ÁNÆGJA MEÐ NÝJAN SON Sigurður Ingi Bjarnason og Kolbrún Róberts listmálari
með fjórða soninn sem fæddist á miklum annríkisdegi um síðustu helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
YOKO ONO
STJÓRNSÝSLA Eva Joly lét í gær af
störfum sem ráðgjafi sérstaks sak-
sóknara. Hún ætlar að einbeita sér
að forsetaframboði sínu fyrir Græn-
ingja í Frakklandi og segist kveðja
starfið með söknuði. Samningur
hennar átti að renna út um áramót
en gert var samkomulag um að hún
hætti fyrr.
Niðurstaðan var tilkynnt á blaða-
mannafundi í gær. Þar sagðist Joly
vera ánægð með það hvernig emb-
ættið hefði verið byggt upp frá
því að hún kom þangað til starfa
skömmu eftir bankahrun. Í upp-
hafi störfuðu hjá embættinu fimm
manns. Um næstu áramót er stefnt
að því að þeir verði áttatíu talsins.
Joly sagði að það teymi væri jafn-
öflugt og franska efnahagsbrotalög-
reglan, sem er með aðsetur í París.
Joly sagðist sannfærð um að fjár-
munir myndu endurheimtast eftir
dómsmál sem höfðuð yrðu eftir
rannsóknir embættisins. Þá sagði
hún mikilvægt að leita áfram lið-
sinnis til útlanda vegna smæðar
kunningjasamfélagsins á Íslandi.
Þá sagði hún að stjórnvöld ættu að
skoða að koma á fót sérstöku dóms-
valdi sem tæki á efnahagsbrotum.
- sh
Eva Joly er opin fyrir hugmynd um sérstakan efnahagsbrotadómstól:
Joly hætt hjá sérstökum saksóknara
EVA OG SÉRSTAKUR Nú skilja leiðir með
þeim Evu og Ólafi Haukssyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sunna, var þetta bara spurn-
ing um að vera í réttum
blóðflokki?
„Er Bloodgroup ekki bara sér blóð-
flokkur út af fyrir sig?“
Sunna Margrét Þórisdóttir er nýgengin
til liðs við hljómsveitina Bloodgroup
(Blóðflokk.)
ATVINNUMÁL Orkuveita Reykja-
víkur (OR) ætlar að segja upp um
áttatíu starfsmönnum sínum í lok
mánaðarins, samkvæmt fréttum
RÚV í gærkvöld.
Um 580 starfsmenn vinna nú
hjá OR, sem þýðir að um sjöundi
hver starfsmaður mun fá upp-
sagnarbréf. Ekki er enn ljóst
hvaða fólk það er sem verður sagt
upp eða á hvaða sviðum það starf-
ar. Ekki er heldur búið að taka
ákvarðanir um það hvort deildir
verði lagðar niður eða sameinað-
ar innan fyrirtækisins. - sv
OR fækkar starfsmönnum:
Sjöundi hver
verður rekinn
NESKAUPSTAÐUR Búið er að koma upp strandblakvelli
í Neskaupstað með innfluttum sandi frá Póllandi.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinn-
ar í Neskaupstað, segir að mun dýrara hafi verið að
flytja sand frá Suðurlandi sökum þess að flutning-
urinn frá Póllandi var ókeypis.
„Það er fínn sandur bæði á Stokkseyri og Eyrar-
bakka en flutningurinn er svo dýr,“ segir Þorbjörg.
Kostnaðurinn við völlinn í heild er rúmar tvær
milljónir króna.
Þorbjörg segir völlinn mikinn gleðigjafa fyrir
íbúa svæðisins og býst við því að hann verði mikið
notaður næsta sumar.
„Þetta er svo flott staðsetning, rétt við tjaldsvæð-
ið, þannig að völlurinn mun nýtast ferðafólki sem og
heimamönnum,“ segir hún.
Í nóvember verða haldnir dagar myrkurs í Nes-
kaupstað og stendur þá til að vera með rökkurblak á
vellinum.
„Sólin hverfur hérna í nóvember og við fáum ekki
að sjá hana aftur fyrr en í febrúar, þannig að við
ætlum að koma upp kyndlum og hafa skemmtilega
stemningu hérna í myrkrinu,“ segir Þorbjörg.
Hluti Íslandsmótaraðarinnar í strandblaki verður
haldinn á vellinum næsta sumar. - sv
Nýr strandblakvöllur opnaður í Neskaupstað með sandi frá Póllandi:
Dýrara að nota íslenskan sand
STRANDBLAK UM HAUST Norðfirðingar létu haustkulið ekki
aftra sér frá því að spila strandblak á stuttbuxum fyrr í vikunni.
LÖGREGLUMÁL Ungur karlmaður
gekk berserksgang á skrifstofu
umboðsmanns skuldara fyrir
hádegi í gær. Hann braut rúðu
og skilrúm og kastaði tölvu ráð-
gjafa í gólfið.
Starfsfólki umboðsmanns var
boðið upp á áfallahjálp eftir
atvikið. Ráðgjafinn sem mað-
urinn var hjá tók uppákomuna
sérstaklega nærri sér. „Henni
var mjög brugðið eins og öllum
öðrum,“ segir Svanborg Sigmars-
dóttir, upplýsingafulltrúi emb-
ættisins.
Ekkert atvik í líkingu við
þetta hefur komið upp frá því
umboðsmaður skuldara tók til
starfa. - eh
Læti hjá umboðsmanninum:
Maður gekk
berserksgang
STANGVEIÐI Verndarsjóður villtra
laxastofna, NASF, spáir að lax-
veiði á stöng á
Íslandi í sumar
hafi numið 75
þúsund fiskum.
Spáin um heild-
arveiðina er
byggð á lokatöl-
um sem þegar
liggja fyrir úr
tilteknum ám.
Samsvarandi
spár fyrri ára
hafa ekki skeikað um meira en
eitt prósent.
Orri Vigfússon, forvígismað-
ur NASF, segir að stangveiði í
hefðbundnum ám hafi tvöfald-
ast á tíu árum og þrefaldast ef
veiðin í svokölluðum hafbeitar-
ám sé talin með. Ástæða þess-
arar jákvæðu þróunar sé meðal
annars uppkaup á netaveiði á
laxi í sjó, aukning í því að stang-
veiðimenn sleppi veiddum laxi
og hlýnandi veðurfar. - gar
NASF spáir fyrir um lokatölur:
Sumarveiðin er
75 þúsund laxar
ORRI VIGFÚSSON
VÍSINDI Úrgangur úr hvölum þjón-
ar þeim tilgangi að bera næring-
arefni úr hafsdjúpum og upp á
yfirborðið, og er því afar mikil-
vægur hringrás lífsins í höfun-
um. Þetta er niðurstaða vísinda-
manna við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum.
Vísindamennirnir segja þetta
kollvarpa hugmyndum um að
hvalir og fiskar keppi um fæð-
una, og segja verndun hvala hafa
góð áhrif á fiskistofna.
Þeir segja úrganginn fljóta
upp á yfirborðið, brotna niður
og verða fæðu fyrir svif. Áhrifin
eru þó mun minni í dag en fyrr á
árum vegna hvalveiða. - bj
Úrgangur hvala vanmetinn:
Verndun hvala
góð fyrir fiska
VERNDUN Með því að vernda hvali er
hægt að hjálpa fiskistofnum að dafna,
segja vísindamenn við Harvard-háskóla.
NORDICPHOTOS/AFP
BÚRMA Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Búrma, Aung San Suu
Kyi, ætlar ekki að taka þátt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni sem
fram fer í landinu á næstunni.
Er það í fyrsta sinn í 20 ár sem
slík atkvæðagreiðsla fer fram í
Búrma.
Suu Kyi hefur verið í stofufang-
elsi síðustu ár en hefur barist
fyrir lýðræðislegum umbótum í
landinu sem stjórnað er af her-
foringjum. - sv
Leiðtogi greiðir ekki atkvæði:
Fyrsta kosning
í Búrma í 20 ár
SPURNING DAGSINS