Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Í tæp þrjátíu ár hefur Tengi selt og þjónustað blöndunar- og hreinlætistæki sem allar götur síðan hafa sannað sig á mark- aðnum sem gæðavörur. Tengi rekur verslanir sínar í Kópavogi og á Akureyri. „Tengi stendur fyrir gæði, þjón- ustu og ábyrgð,“ segir Jón Ari Ey- þórsson, verslunarstjóri Teng- is í Kópavogi. „Frá upphafi hefur markmið fyrirtækisins verið að bjóða góða og viðurkennda vöru á frábæru verði og frá þekktum framleiðendum þar sem byggð hafa verið upp áralöng og traust sambönd.“ Jón Ari segir Tengi bjóða gæða- vörur í öllum verðflokkum og ávallt kappkosta að þjónusta alla neytendur. „Við tökum aldrei óþarfa áhættu – látum aðra um það. Okkar hagsmunir eru eingöngu að bjóða örugga, góða og trausta vöru, enda stöndum við hundr- að prósent á bak við það sem við seljum og eftirþjónustan er okkur mjög mikilvæg,“ segir Jón Ari og útskýrir að Tengi selji nánast allt sem við kemur baðherbergj- um; allt frá gólfhitakerfum yfir í sturtuhausa. „Gólfniðurföll eru fáanleg frá Kessel í Þýskalandi og Unidrain í Danmörku, en þeir síðarnefndu eru frumkvöðlar og með einka- leyfi á framleiðslu svokallaðra gólfrenna sem koma alveg upp að vegg. Dönsku niðurföllin eru úr ryðfríu stáli sem er afar mikilvægt og hafa hlotið mörg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun, nú síðast Danish Design Awards þann 8. okt- óber síðastliðinn,“ segir Jón Ari. Hann bendir á að hreinlætis- tæki frá Ifö hafi verið til sölu hér- lendis í næstum hálfa öld og vöru- úrvalið sé mjög breitt. „Þar má nefna salerni, hand- laugar og sturtuklefa, en síðustu ár hefur Ifö komið sterkt inn með samsettar baðinnréttingar sem eru mjög auðveldar í uppsetn- ingu. Önnur merki í hreinlætis- tækjum eru til dæmis Keramag og Sphinx, sem bæði eru framúrskar- andi vörur,“ segir Jón Ari. Meðal annarra vörumerkja Tengis má nefna innbyggðar sal- ernisgrindur frá Geberit, sem Tengi hefur selt í um sextán ár og reynst gríðarlega vel. „Búnaður, sem að öllu jöfnu er settur inn í lokaða flísalagða veggi, verður alltaf að vera fyrsta flokks. Það á líka við um Vola- blöndunartækin sem oft eru sett inn í veggi, en þau eru hönnuð af Arne Jacobsen, þeim heimþekkta, danska arkitekt. Þá selur Tengi einnig þýsku blöndunartækin frá Hansa,“ segir Jón Ari um ríkulegt vöruúrval Tengis í baðherbergi landsmanna. „Lykilatriði í okkar huga er framúrskarandi varahlutaþjón- usta og rekum við verkstæði bæði á Akureyri og í Kópavogi þar sem öll okkar tæki eru þjónustuð. Einn- ig er gaman að geta þess að hjá Tengi starfar sérstakur þjónustu- stjóri sem leysir úr öllum málum sem upp geta komið,“ segir Jón Ari að lokum. Gæði, þjónusta og ábyrgð Jón Ari Eyþórsson er verslunarstjóri Tengis, þar sem finna má hvaðeina sem prýða má og nýta í einu baðherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tengi hefur nú selt Mora-blöndunartæki í aldarfjórðung, eða allt frá árinu 1985. Þau hafa reynst einstak- lega vel í íslenskum aðstæðum og neyt- endur verið ánægðir með kaupin. Aðals- merki Mora-blöndunartækja hefur verið einföld uppsetning og tækin byggja á fáum varahlutum. Fyrr á þessu ári var sett á markaðinn ný lína sem ber nafnið MoraMIXX og hefur henni verið tekið fagnandi, eins og öðrum línum Mora. Frá fyrstu tíð hefur framleiðendum Mora verið umhugað um umhverfið og öll blöndun- artæki sem þeir framleiða eru vottuð í samræmi við gæðakröfur og reglugerðir er varða flutning á neysluvatni og rennslishávaða í neysluvatnskerfum. „Þar hefur samsetning málma í tækjun- um mikið að segja, sérstaklega hvort blýinni- hald er mikið eða í þeim aðrir ódýrir þung- málmar sem við viljum að sjálfsögðu ekki fá út í neysluvatnið sem við drekkum alla daga,“ segir Jón Ari. Falleg og umhverfisvæn Þessi Mora Mixx blönd- unartæki eru falleg á handlaugar. Nýja Mora Mixx blöndunar- tækislínan fyrir bað- karið. Geberit salernisgrindur Innbyggðar salernis- grindur frá Geberit sem reynst hafa gríðarlega vel á Íslandi í áratugi. Margar lausnir í boði fyrir allar aðstæður, mikið úrval af þrýstispjöldum. Unidrain frá Danmörku eru frumkvöðlar og með einkaleyfi á framleiðslu á svokölluðum gólfrennum sem koma alveg upp að vegg. Þessi dönsku niðurföll eru úr ryðfríu stáli sem er mjög mikilvægt og hafa þau hlotið mörg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun. Helstu kostir þeirra eru: • Ryðfrí • Unidrain er einfaldara og örugg í uppsetningu • Vinna við flísalögn verður auðveldari, vatnshalli aðeins í eina átt • Auðvelt að þrífa • Útkoman verður nútímalegt, sígilt og glæsilegt baðberhergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.