Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 38
 14. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR Cooper M+S Neglanlegt vetrardekk. Sérhannað snjómunstur. Eitt vinsælasta vetrardekkið undir jeppa og jepplinga á Íslandi í dag. Michelin Alpin A4 Óneglanlegt vetrardekk. Umhverfisvænn hjólbarði fyrir allar gerðir bifreiða. Allt að 35% meiri ending en á öðrum hjólbörðum. Hjólbarðinn er með 10% meira gripi og styttir hemlunarvegalengd um allt að 5% á snjó, ís eða í rigningu. Michelin X-Ice North Negldur hjólbarði. Umhverfisvænn hjólbarði fyrir allar gerðir bifreiða. Frábær hjólbarði sem veitir mikið öryggi á ís og í snjó. Hjólbarðinn styttir hemlunarvegalengd á ís um allt að 10% og eykur grip í miklum snjó um allt að 10%. Kumho KW19 Neglanlegt vetrardekk. Hjólbarði fyrir allar gerðir bifreiða. Hjólbarði með djúpu munstri og góðu gripi. Frábær hjólbarði fyrir þá sem vilja komast á öruggan hátt í gegnum vetrarófærðina. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA WWW.N1.IS Meira í leiðinni N1 opnaði vefverslun með dekk um síðustu mánaðamót inni á vefsíðu sinni www.n1.is. Fólk getur fundið þar réttu hjólbarðana á bílinn sinn með því að slá inn bílnúmerið. „Það nýjasta í þjónustu N1 er vefverslun með hjólbarða sem við settum í loftið 1. október. Við vonum að fólk nýti sér hana og horfum ekki síst til landsbyggðar- innar í því sambandi,“ segir Hlöð- ver Sigurðsson, deildarstjóri hjá N1. Hann tekur fram að þeir við- skiptavinir N1 sem séu með sér- stök kjör njóti þeirra líka gegnum vefverslunina. Dagur Benónýs- son, rekstrarstjóri þjónustuverk- stæða N1, bætir því við að fólk geti fundið réttu hjólbarðana á bílinn í vefversluninni með því að slá inn bílnúmerið sitt. „Við erum með fólksbíla-, jeppa-, sendibíla- , mótorhjóla- og fjórhjóladekk þarna inni og í framhaldinu mun fleira bætast við. Felgur munu til dæmis fara þarna inn áður en langt um líður.“ N1 er stærsti dekkjainnflytj- andi landsins og er með allt frá smæstu hjólbörudekkjum upp í stærstu vinnuvéladekk sam- kvæmt upplýsingum Dags og Hlöðvers. „N1 er umboðsaðili fyrir Michelin, Cooper, Kumho og fleiri tegundir,“ segir Dagur. En hvað ræður því helst hvaða dekkjategund fólk velur, að hans áliti. „Það er misjafnt en þeir sem einu sinni prófa að keyra á Michelin gera það gjarnan aftur. Það er vegna þess að Michelin veitir hámarksöryggi og akst- urseiginleika, auk þess eru þau eldsneytissparandi því þau rúlla léttar en önnur dekk, því veld- ur gúmmíblandan sem í þeim er ásamt uppbyggingu hjólbarð- ans. Þeir sem aka á Michelin eru kannski að leggja út aðeins meiri pening í upphafi en þegar upp er staðið eru þau hagkvæmasti kost- urinn.“ Hlöðver segir dekk endast mis- lengi, en það fer eftir aksturslagi ökumanns og þyngd og gerð bíla. „En ef við tökum sama ökumann á sama ökutæki með sama akstur- lag en á sinni hverri gerðinni af dekkjum þá telst Michelin skila honum mun meiri endingu en aðrar gerðir,“ fullyrðir hann. Átta hjólbarðaverkstæði eru á vegum N1 á landinu, sex á höfuð- borgarsvæðinu, eitt á Akranesi og eitt í Reykjanesbæ. „Starfsmenn verkstæðanna leggja sig fram við að veita fag- lega þjónustu með bestu tækj- um sem völ er á,“ segir Dagur og tekur fram að starfsmenn hjól- barðaþjónustu N1 hafi margir hverjir áratuga reynslu. Hann minnir líka á dekkjahótel N1. „Þar er fólki boðið að geyma dekkin sín gegn vægu gjaldi, hjól- barðarnir eru yfirfarnir, felgurn- ar þrifnar og fólki gefin ráð um bestu nýtingu á hjólbörðum. Þessi þjónusta er vinsæl og mikið notuð. Við bjóðum líka upp á smurþjón- ustu á tíu stöðum og erum með útkallsþjónustu 24 tíma á sólar- hring sem við köllum N1 Vegaað- stoð en hún nær til höfuðborgar- svæðisins, út á Suðurnes, austur á Selfoss og upp í Borgarnes. Sím- inn þar er 660-3350.“ Versla með dekk á vefnum Dagur og Hlöðver innan um dekkin hjá N1 sem er stærsti dekkjainnflytjandi landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 hafa hlotið óháða vottun samkvæmt hinum alþjóð- lega umhverfisstjórnunarstaðli ISO-14001. Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir N1 og vísar veginn til þess sem koma skal. Vottunin er afrakstur mark- vissrar vinnu því umhverfisvæn hugsun litar alla starfsemi á staðn- um. Þar fæst til dæmis bæði metan og bíódísill til jafns við hefðbund- ið eldsneyti og endurnýting dregur verulega úr neikvæðum umhverf- isáhrifum starfseminnar. N1 á Bíldshöfða 2 er fyrsta þjón- ustustöðin og eldsneytissalan á landinu sem fær þessa vottun en aðeins þrettán fyrirtæki á landinu hafa staðist þær kröfur sem gerð- ar eru samkvæmt ISO-14001. Loks má geta þess að bifreiðaverkstæði N1 við Bíldshöfða er eitt af fimm verkstæðum sem hlotið hafa þessa eftirsóttu vottun. Vísar til þess sem koma skal Bjarni Hermann Sverrisson er sölustjóri verkstæðisins á Bíldshöfða 2. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.