Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 44
 14. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR Verkstæði Pitstop bjóða upp á fjölbreytta þjónustu, til dæmis smur- og smáviðgerðir ásamt því að vera dekkjaverkstæði. „Við höfum verið á dekkjamark- aðinum í hátt í tíu ár, fyrst undir nafninu Dekkjalagerinn, sem margir kannast eflaust við, en höfum rekið verkstæðin undir nafninu Pitstop frá árinu 2005. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft þjónustu og dekkjaúrval á góðu verði sem aðalsmerki fyr- irtækisins,“ segir Sigurður Ís- leifsson, innkaupa- og sölustjóri hjá Pitstop. Pitstop rekur í dag verkstæði í Reykjavík og Hafn- arfirði og bjóða þau upp á fjöl- breytta þjónustu svo sem smur- og smáviðgerðir ásamt því að vera dekkjaverkstæði. Verkstæð- in eru við Rauðhellu 11 og Hjalla- hraun 4 í Hafnarfirði og í Duggu- vogi 10 í Reykjavík. Hjá Pitstop á að vera hægt að finna allar helstu gerðir og týpur dekkja, allt frá hjólbörudekkjum og upp úr. „Nýverið höfum við byrjað að flytja inn nýja tegund vinnuvéladekkja frá indverska dekkjarisanum BKT sem er með mjög breiða línu af dekkjum fyrir vinnuvélar, eða allt frá smæstu hjólbörudekkjum upp í stærstu hjólaskófludekk,“ segir Sigurður. Pitstop er enn að auka við dekkja- úrvalið og nú síðast eru það góðir samningar við hollenska fyrir- tækið Interstate Tire and Rubber sem býður upp á vetrar- og sum- ardekk á mjög góðu verði. „Int- erstate er mjög umhugað um um- hverfisþáttinn í sinni framleiðslu og leggur ríka áherslu á að fylgt sé í einu og öllu reglugerðum ESB þar að lútandi.“ Höfuðstöðvar Pitstop eru á Rauðhellu í Hafnarfirði. Þar er pláss undir stóran hjólbarðalag- er fyrirtækisins sem ekki veitir af því salan er góð og eykst ört vegna aukinnar sölu til annarra verkstæða um allt land. Í Rauð- hellunni er að finna smurstöð og stórt dekkjaverkstæði með full- komnum vélakosti fyrir allar gerðir dekkja og bíla. „Við getum tekið stærstu vörubíla og vinnu- vélar inn,“ segir Sigurður. Hann getur þess jafnframt að nafni hans, Siggi Ævars, ráði ríkjum á þessu verkstæði og hann sé mikill reynslubolti í bransanum. Sömu sögu segir hann um verkstjórana í Dugguvoginum og Hjallahrauni, þá Arnþór Hálfdánarson og Guð- berg Björnsson. Undir þeirra stjórn geti viðskiptavinir treyst því að öll vinna sé fyrsta flokks enda séu verkstæðin búin bestu vélum og tækjum sem völ sé á. „Í Hjallahrauni er aðstaða til ýmissa smáviðgerða, smurstöð og hjóla- stillingar ásamt góðum dekkja- lager og því ekkert til fyrirstöðu að hafa samband við Begga og strákana með nánast hvaðeina sem varðar bílinn eða dekkin,“ segir hann. Ásamt stórum lager í Rauðhellu eru verkstæðin í Dugguvoginum og Hjallahrauni með góðan lager af dekkjum í öllum verðflokkum. „Hjá Pitstop reynum við stöðugt að mæta kröfum og vænt- ingum viðskiptavina okkar og gott betur. Við höfum á undan- förnum árum byggt traust lang- tímasamband við stóran og ört stækkandi kúnnahóp sem meðal annars sést á aukningu í geymslu- dekkjum en það er þjónusta sem við höfum lagt mikið upp úr í nokkur ár. Það er einn af helstu þáttum í okkar starfsemi að veita öllum viðskiptavinum okkar óað- finnanlega þjónustu og við erum með mjög öfluga vegaaðstoð sem viðskiptavinir okkar hafa kunn- að vel að meta. Við erum með öflugan þjónustubíl sem veitir vegaaðstoð þegar þess er þörf og dælir upp úr bensíntönkum þegar menn hafa verið svo óheppnir að dæla röngu eldsneyti á bílinn og margt fleira,“ segir Sigurður en þjónustubíllinn sinnir svæð- inu frá Hvalfjarðargöngum til Suðurnesja. Með dekk á hjólbörur og upp í stærstu hjólaskóflur Sigurður Ísleifsson, innkaupa- og sölustjóri hjá Pitstop, segir aðalsmerki fyrirtækisins vera þjónustu og dekkjaúrval. „Það var aðeins hluti lagersins sem varð fyrir tjóni. Vörubíla- verkstæðið, smurstöðin og fólks- bílaverkstæðið urðu ekki að neinu leyti fyrir skakkaföllum af völd- um eldsvoðans,“ segir Sigurð- ur Ísleifsson hjá Pitstop en hluti dekkjalagers fyrirtækisins að Rauðhellu í Hafnarfirði fuðraði upp aðfaranótt þriðjudags. „Við erum þegar byrjaðir á uppbyggingu,“ segir Sigurður og bendir á að Pitstop eigi enn ágætan lager sem geymdur sé bæði í gámum og öðru húsnæði á svæðinu. „Við erum síðan byrj- aðir á því að viða að okkur nýjum lager og ætlum að koma því öllu á rétt ról eftir tvær eða þrjár vikur.“ Sigurður lýsir því að tvö hólf hafi brunnið. Annað sé al- gerlega ónýtt en hitt hafi skemmst minna. Næsta skref verð- ur að hreinsa út úr því húsnæði sem enn er nothæft og lagfæra það. Sigurður gerir ráð fyrir að allar trygg- i nga r fyr i r - tækisins séu í lagi. „Svo brett- um við bara upp ermarnar og höld- um áfram.“ Bretta upp ermar og halda áfram Vörubíladekk Hægt að bora og negla. Fáanleg í mörgum stærðum. Allir verðflokkar, mismunandi munstur. Sóluð vörubíladekk. Hægt að negla flest munstur. Fáanleg í fjölmörgum stærðum. Góð verð í boði. Dugguvogi 10, Rvk. • Sími 568 2020 • Hjallahrauni 4, Hfj. • Sími 565 2121 Rauðhellu 11, Hfj. • Sími 568 2035 Mastercraft Courser CT og Mastercraft MSR. INT-WinterIWT2-1a Sailun Iceblazer IBWST1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.