Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 72
52 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
GARNDEILDIR NETTÓ ERU Í MJÓDD, HVERAFOLD OG REYKJANESBÆ
GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
FRÁBÆRT
VERÐ Í NETTÓ!
PRJÓNUM FYRIR JÓLIN
Álafosslopi
344kr
Loðband
Einband
234kr
Léttlopi
184krPlötulopi
314kr
FÓTBOLTI Víkingur undirstrik-
aði metnað sinn fyrir komandi
sumar í gær þegar liðið samdi við
einn helsta markahrelli landsins,
Björgólf Takefusa. Björgólfur er
annar leikmaðurinn sem Víking-
ur fær á skömmum tíma en Pétur
Georg Markan kom til félagsins
frá Fjölni á dögunum.
„Ég var mjög spenntur fyrir
Víkingi allt frá því þeir töluðu
við mig fyrst. Ég var bara búinn
að heyra jákvæða hluti um félag-
ið. Þegar ég hitti síðan Björn for-
mann var aldrei spurning um að
fara í félagið. Ástríðan og metnað-
urinn sem hann hefur fyrir félag-
inu er svakaleg. Ég sagði við hann
að með þessum ákafa gæti hann
fengið menn til þess að spila frítt
fyrir félagið,“ segir Björgólfur
sem játar þó að fá greitt fyrir sína
vinnu í Víkinni.
Björgólfur hefur verið hjá KR
undanfarin fimm ár og notið þar
mikillar velgengni. Skorað mikið
og verið einn öflugasti framherji
úrvalsdeildarinnar. En af hverju
fór hann frá KR?
„Ég var kominn með leiða á
umhverfinu hjá KR. Ég vil samt
ekki að fólk haldi að ég fari þaðan
í einhverju fússi. Það er ekki svo.
Ég skil í mesta bróðerni og mér
þykir mjög vænt um KR. Það var
kominn tími fyrir mig að skipta
um umhverfi og ég er mjög ánægð-
ur að vera kominn í Víking. Ég er
gríðarlega spenntur fyrir næstu
árum þar enda er metnaðurinn
mikill,“ segir Björgólfur og bætir
við að honum þyki leiðinlegt að
fá ekki almennilegt tækifæri til
þess að kveðja það góða fólk hjá
KR sem hefði veitt honum stuðn-
ing á síðustu árum.
„Ákvörðunin um að fara í Víking
er fyrst og fremst fótboltalegs eðlis
en ekki fjárhagsleg. Ég hef heyrt
að mórallinn þarna sé frábær og
að hjá liðinu sé mikil liðsheild. Mig
langar að komast í félag þar sem
er mikil liðsheild. Á fimm árum hjá
KR hef ég ekki verið hluti af sterkri
liðheild. Það er stór ástæða fyrir
því að ég breyti til núna. Eitt af því
sem gerir fótboltann skemmtileg-
an er að vera hluti af sterkri liðs-
heild og mig langar að komast í
slíkt umhverfi,” sagði Björgólfur
Takefusa. henry@frettabladid.is
Vildi breyta um umhverfi
Framherjinn Björgólfur Takefusa samdi til þriggja ára við Víking í gær. Hann
segist skilja í góðu við KR þó svo hann hafi verið orðinn þreyttur hjá félaginu.
GÓÐIR SAMAN Björgólfur segir að hann hlakki til að vinna með Leifi Garðarssyni
þjálfara sem er hér afar kátur með nýjasta liðsstyrkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Markameti Ellerts B.
Schram hjá KR verður ekki
ógnað í bráð eftir að ljóst varð
að Björgólfur Takefusa myndi
ekki spila áfram með Vesturbæj-
arliðinu. Björgólfur samdi í dag
við Víking eftir að hafa spilað
með KR undanfarin fimm ár en
hann var farinn að nálgast metið
óðfluga.
Ellert B. Schram skoraði 62
mörk í 132 leikjum á sínum tíma
og hafði ellefu marka forskot
á Þórólf Beck síðan hann lagði
skóna á hilluna. Þetta forskot
minnkaði í fyrsta sinn í fjóra
áratugi í sumar.
Björgólfur Takefusa skoraði
sex mörk í sumar og það síðasta
var fimmtugasta markið hans
fyrir KR í efstu deild. Hann var
því tólf mörkum frá meti Ell-
erts. - óój
Markahæstu leikmenn KR
frá upphafi:
Ellert B. Schram 62 mörk
Björgólfur Takefusa 50
Þórólfur Beck 49
Gunnar Felixson 44
Guðmundur Benediktsson 43
Einar Þór Daníelsson 42
Björgólfur farinn frá KR:
Markamet
Ellerts úr hættu
ELLERT B. SCHRAM Skoraði 62 mörk fyrir
KR í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓTBOLTI Bandaríkjamaðurinn
John Henry var mættur á stjórn-
arfund hjá Liverpool í gærkvöld
en hann mun væntanlega eignast
félagið fljótlega.
Dómstólar í Bretlandi hafa
úrskurðað að stjórn Liverpool
hafi verið heimilt að selja Henry
félagið en núverandi eigendur
félagsins voru ósáttir við söluna
og skutu henni til dómstóla.
Í kjölfar dómsins fundaði
stjórn Liverpool og Henry mætti
frekar óvænt á stjórnarfundinn
enda var talið að stjórn Liverpool
myndi fara yfir önnur tilboð sem
borist höfðu á síðustu dögum.
Peter Lim, kaupsýslumaður
frá Síngapúr, gerði til að mynda
nýtt og betra tilboð í félagið eftir
að málefni Liverpool fóru fyrir
dómstóla.
Vera Henry á fundinum í gær
þykir þó renna stoðum undir það
að stjórn Liverpool muni taka til-
boði hans eins og upphaflega stóð
til að gera. - hbg
Salan á Liverpool lögleg:
Henry að eign-
ast Liverpool
JOHN HENRY Er líka eigandi hafnabolta-
liðsins Boston Red Sox.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES