Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 64
44 14. október 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > ORÐUÐ VIÐ ALIEN Leikkonan Natalie Portman hefur verið orðuð við aðalhlutverkið í nýrri Alien-mynd sem Ridley Scott er með í undirbúningi. Myndin á að gerast á undan fyrstu myndinni sem kom út árið 1979. Talið er að helsti keppinautur Portman um hlutverkið sé Noomi Rapace, sem lék aðalhlut- verkið í Millennium-þrí- leiknum sem byggður er á bókum Stiegs Larsson. Aaron Sorkin er handrits- höfundur The Social Net- work sem er komin í kvik- myndahús hérlendis. Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi í París þar sem hann ræddi um Facebook, einkalíf og eitur- lyfjanotkun sína. Bandaríkjamaðurinn Aaron Sork- in er handritshöfundur The Soci- al Network sem fjallar um stofn- anda Facebook, Mark Zuckerberg, og málshöfðanir gegn honum skömmu eftir að þessi vinsæla síða var stofnuð. Sorkin er afar virtur á sínu sviði enda hefur hann skrifað handrit að myndum á borð við A Few Good Men og The American President auk hinna margverðlaunuðu sjón- varpsþátta The West Wing. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér vissi ég ekkert um Facebook. Ég hafði heyrt um Facebook alveg eins og ég hafði heyrt um blöndung í bíl. Ég get ekki opnað húddið á bílnum og sagt hvar hann er og ég get ekki lagað hann fyrir nokkra muni,“ segir hinn 49 ára Sorkin. „Það var ekki Facebook sem dró mig að þessari mynd. Facebook er áhuga- verður og í raun kaldhæðnisleg- ur bakgrunnur sögu sem hefur að geyma elsta umfjöllunarefni sem til er. Þessi mynd snýst um vinskap, tryggð, svik, afbrýðisemi og völd, rétt eins og Shakespeare og fleiri hafa skrifað um í gegnum tíðina.“ Sorkin segir að handritaskrif sem slík geri lítið fyrir sig. Það er ekki fyrr en leikarar eru komnir í spilið og kvikmyndatökur hefjast að hann verður virkilega ánægð- ur. „Ég fæ mikið út úr því að fylgj- ast með framvindunni til enda og sjá lokaútkomuna. Mér finnst lið- síþróttir skemmtilegri en einstakl- ingsíþróttir. Ég fíla hljómsveitir miklu betur en sólótónlistarmenn og mér leið eins og að vera í hljóm- sveit að vinna með David [Fincher leikstjóra], leikurunum og fólkinu í kringum myndina,“ segir hann. Handtekinn með eiturlyf Einkalíf fólks er áberandi á Face- book en þó þannig að þeir sem eru virkir á síðunni ráða því alfar- ið sjálfir hvers konar mynd þeir draga upp af sjálfum sér. Sorkin hugsaði mikið um málefni tengd einkalífi í tengslum við The Social Network. „Mitt eigið einkalíf sprakk í loft upp í apríl 2001 þegar ég gerði mjög heimskulegan hlut. Ég var handtekinn á flugvelli með eiturlyf í töskunni minni. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningur fékk að kynnast minni raunverulegu per- sónu. Fram að þessu hafði ég birst í gegnum persónurnar sem ég bjó til sem voru allar mjög rómantísk- ar, heillandi og gáfaðar. Þetta voru persónur sem þú vildir eiga sem vini, samstarfsfélaga og jafnvel forseta. Síðan kom í ljós að þessi náungi sem var að búa þær til var háður eiturlyfjum,“ segir Sorkin, sem hefur verið allsgáður eftir að hann fór í afvötnun skömmu eftir atvikið. „Í framhaldinu leið mér eins og allur heimurinn væri að fylgjast með mér. Núna, ef ég fer á stefnumót, er það ekkert einka- mál heldur fylgjast fjölmiðlar með manni og almenningur gagnrýnir mann. Þetta er fórnarkostnaðurinn við þennan starfsvettvang,“ segir hann. „Veröldin er orðin þannig að við skemmtum okkur yfir einka- lífi annars fólks og það er hvorki gott né dyggðugt.“ Hann gagnrýn- ir raunveruleikaþætti á borð við The Bachelor, sem hann telur langt því frá raunverulega, ekki frekar en það hvernig orðið „félagslíf“ er nefnt í sömu andrá og Facebook. „Við erum að skemmta okkur yfir göllum annars fólks. Fyrstu tvær vikurnar í American Idol snúast um að benda á og hlæja að fólk- inu sem getur ekki sungið. Svona á maður ekki að gera, að skemmta sér yfir niðurlægingu annarra. Það gerir okkur að grimmari og heimskari einstaklingum og ég er á móti slíku.“ Vélar stjórna félagslífinu Sorkin segir að Mark Zucker- berg hafi með Facebook búið til verkfæri sem gat sýnt gallalausa útgáfu af honum sjálfum. Það sé helsta vandamálið við síðuna því hún sýni aðeins einhliða útgáfu af notendum sem virðist laus- ir við alla galla. „Hafið þið hitt einhvern, sem þið hafið aldrei áður hitt, eftir að þið kynntust honum á Facebook?“ spyr Sork- in. „Ég byrjaði með Facebook- síðu í tengslum við þessa mynd og þessi fyrstu kynni valda fólki alltaf vonbrigðum. Ég held við ættum að vera ánægð með að við erum öll mannleg. Allir sem eru í hjónabandi kannast við að maður fer að elska þessa ófull- komnu hluti við makann sinn. Þegar vélar eru farnar að taka þátt í félagslífi fólks verð ég alltaf taugaóstyrkur.“ freyr@frettabladid.is Gallalaust fólk á Facebook AARON SORKIN Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra. NORDICPHOTOS/GETTY Bíó ★★★★ The American Leikstjóri: Anton Corbijn. Aðalhlutverk: George Clooney, Thekla Reuten, Violante Placido, Paolo Bonacelli. Kani í völundarhúsi George Clooney kallar sig Jack og er staddur í Svíþjóð á fyrstu mínútum kvikmyndarinnar The American. Þar berst hann við byssuglaða snáða í snjónum og hefur betur. Skömmu síðar gengur hann undir nafninu Edward í smáþorpi á Ítalíu þar sem örlög hans munu ráðast. Í fyrstu dregst áhorfandinn inn í sögufléttuna en þegar líða tekur á myndina kemur í ljós að hún skiptir ekki máli. Hver mun drepa hvern og af hverju? Hverjir eru sannir bandamenn Ameríkanans og hverjir munu stinga hann í bakið? Edward treystir engum vegna þess að hann er í helvíti. Vingjarnlegur prestur reynir að benda honum á það en líklega er það orðið of seint. Aftanverð eyrun á George Clooney eru í miklu aðalhlutverki. Við sjáum aftan á hann þar sem hann gengur hægum en ákveðnum skrefum um þröng og tómleg stræti þorpsins, fram og til baka. Það er líkt og hann sé staddur í völundarhúsi án útgönguleiðar. Það eru engar sprengingar í myndinni. Hún býður áhorfandanum upp á merkilegri og betri hluti en það. Á endanum stoppar sýningarvélin en kvik- myndin heldur áfram. Tveir sólarhringar hafa liðið og ég er ennþá að horfa á The American. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Falleg og djörf mynd sem tekur tíma að melta. Þeir sem vilja hasar verða vonsviknir. Hin ungu og upprennandi Alice Eve og Luke Evans eru í viðræð- um um að leika á móti John Cus- ack í spennumyndinni The Raven sem er byggð á samnefndu ljóði Edgars Allans Poe. Leikstjóri er James McTeigue sem hefur á ferilskránni mynd- irnar V for Vendetta og Ninja Assassin. Evans, sem lék síðast í Hróa Hetti á móti Rus- sell Crowe, fékk hlutverk- ið eftir að Jeremy Renn- er ákvað frekar að leika í Mission: Impossible 4. Evans leikur rannsóknar- lögreglumann sem ásamt Cusack leitar að raðmorðingja sem hefur rænt unnustu skáldsins Poe (Eve) og er byrjaður að myrða fólk þar sem hann hermir eftir verkum skáldsins. Eve vakti síðast athygli í rómantísku gamanmyndinni She’s Out of My League og lauk nýver- ið tökum á bresku gamanmynd- inni The Decoy Bride. Undanfarið hefur hún leikið í spennumyndinni ATM en á meðal næstu mynda Luke Evans eru Skytturnar þrjár og Tamare Drewe þar sem hann leikur á móti Gemmu Arterton. Tökur á The Raven hefjast 25. okt- óber og fara þær fram í Búdapest og í Serbíu. Sögusviðið er Baltimore árið 1849. Ráðin í The Raven ALICE EVE Eve vakti athygli í gamanmyndinni She’s Out of My League. NORDICPHOTOS/GETTY AÐALLEIKARAR Aðalleikarar The Social Network, þeir Justin Timberlake, Andrew Garfield og Jesse Eisenberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.