Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 5 Á tískuviku í París er allt-af eitthvað um merki-lega viðburði og að þessu sinni var líklega það athyglisverðasta opnun H&M á Champs-Elysée-breið- götunni, þeirri sem Frakkar af mikilli og heimsþekktri auð- mýkt kalla þá „fallegustu í heimi“. Hin 2.000 fermetra H&M búð er hönnuð af einum frægasta arkitekt Frakklands, Jean Nouvel. Að sjálfsögðu var mikið um dýrðir við opnunina og ýmis merkikerti þar á ferð. Reyndar hefur staðið nokkurt stapp í kringum þessa búð þar sem borgarstjórn Parísar taldi nóg komið af tuskubúð- um á Champs-Elysée og hafnaði byggingaleyf- inu en H&M hafði betur fyrir dómstólum þrátt fyrir nokkurra ára tafir. Reyndar hafn- aði borgin nú nýver- ið umsókn Banana Republic (GAP) sem ætlaði sér að komast á Champs- Elysée. Stella McCartn- ey heldur áfram að skera sig úr hvað varðar aðra hönnuði með einstaklega þægi- legri kventísku. Fyrir- sæturnar voru á slétt- botna skóm eins og reyndar sást á fleiri tískusýningum að þessu sinni eins og hjá Lanvin og Chloé til dæmis. Spurn- ing hvort skótískan á sýningarpöllun- um sé að breytast? Hjá McCartney fer tískusýningin að vanda fram klukkan tíu að morgni, eins og sagt er á tíma tískunn- ar. Það er því ekkert kampavín í boði fyrir gesti heldur aðeins kaffi og croissant, afskaplega heilbrigt að hætti Stellu! Bux- urnar voru víðar með háu mitti sem er töluvert einfaldara snið fyrir konur frjálslega vaxnar í stað lágmittisbuxna, hinna svo- kallaðra slim sem passa helst fyrir konur með spýtuvaxtarlag. Stella er enn og aftur að vinna úr bernskuminningum sínum í hippafjölskyldu Lindu og Pauls, afskaplega ´70. Denímefni er notað í stuttbuxnapils og mussur og pastellitir áberandi. Annar viðburður á tískuviku var kveðjusýning Jean-Paul Gaultier hjá Hermès en hann hefur hannað kvenlínuna í sjö ár, frá því hann tók við af Martin Margiela. Hann segir það hafa verið ánægju- legan tíma en nú ætli hann að einbeita sér að sínu eigin tískuhúsi enda hannar hann þar sex tískulínur á ári. Þemað á þessari síð- ustu sýn- ingu Gault- iers fjallaði um lukkudýr tísku- hússins, hestinn. Kvenmyndirnar bera barðastóra hatta við buxur og leðurstígvél. Mikið er um leður sem einkennir tískuhúsið og helstu litirnir eru kamel- og tóbaksbrúnt og konurnar eru líkt og komnar beint af búgarð- inum. Gaultier notar einn- ig krókódílaskinn eins og svo oft áður. Sá næsti sem reynir við Hermès í mars á næsta ári heitir Stephane Lemaire. bergb75@free.fr Denímstúlkur og hattaðir hestasmalar ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Valentino sýndi á sér nýja hlið á dögunum. Nýja lína tískurisans Valentino bar með sér virðuleika og fágun, þrátt fyrir að nýir hönnuðir hafi kvatt hugmyndir um lúxus og glæsileika og sýnt hörku- legri, dekkri og rokkaðri hlið. Mest fór fyrir síðdegiskjól- um úr blúndu og mátti einmitt sjá breytingu frá fyrri síðdegiskjólum Valentinos þar sem ákveðið yfir- læti fylgdi nýju línunni. Lita- spjaldið bar þó ekki með sér mikl- ar breytingar, með dökkum litum, sand- l ituðum og gráum tónum í bland við ein- staka rauðan. -jbá Rokkaður yndisþokki Síðdegis- kjólar voru áberandi í línu Valentino. Á vefsíðunni www. net-a-porter.com er að finna hátískufatnað frá helstu tískuhönnuðum heims. Þar er gaman að skoða sig um og hugga sig við að ódýr- ar verslunarkeðjur eru fljótar að taka upp ríkj- andi strauma. Heimild: www. net-a-porter.com • Allir skokkar áður 16990 St. 36-48 Nú 5000 • Skór áður 14990 Nú 5000 • Kápur áður 14990 ath aðeins litlar stærðir Nú 5000 • Bolakjólar áður 9990 ath stórar stærðir Nú 5000 Og margt margt fleira Nýtt kortatímabil FRÚIN ER ENN Í TILTEKTARSTUÐI 20-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM MOMO KONUR MOMO MENN 25% afsláttur Í TILEFNI AIRWAVES frá fimmtudegi til laugardags FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM                                      !"   # $    %   &' (   !"#"$$ )     *+   $ $ ,-     /0 $    ! * 12. . , $    ###'454 Útsala Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10| 108 Reykjavík sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið: miðvikudaga – föstudaga 11.00-18.00 laugardag kl. 11.00 - 16.00 í fjóra daga Nú er hægt að gera góð kaup hjá í þrjá daga Nú er hægt að gera góð kaup Opið: fimmtud. og föstud. frá 11-18 laugardag 11-16 ATH vörur úr haustlista 2010 eru ekki á útsölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.