Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 29 Í grein sinni í Fréttablaðinu 22. september síðastliðinn gerir Eiríkur Sigurðsson tilraun til að skrifa burtu vísindi sem sýna áhættu af völdum erfðabreyttra plantna. Eiríkur fullyrðir að Orf líftækni muni nota leyfi sitt til ræktunar á erfðabreyttu (eb-) byggi í samræmi við íslensk lög. Leyfi Orf var veitt til tilrauna í rannsóknaskyni, ekki til ræktunar fyrir framleiðslu. Þó hefur Orf síðar lýst yfir að fyrir- tækið hyggist stunda „stórfellda ræktun“. Þar sem Orf hefur aðeins ræktunarleyfi í Gunnarsholti má reikna með að þar verði þau áform framkvæmd. Hvernig ætlar Orf að nota tilraunaleyfi til framleiðslu- ræktunar? Hafi Umhverfisstofn- un (Ust) veitt leyfið á þeirri for- sendu að um stórfellda ræktun yrði að ræða, hvers vegna setti hún þá skilyrði fyrir leyfinu sem eiga við um litla tilraunareiti – þ.e. að hvert svæði sé girt rafgirðingu og þakið netum? Er hugsanlegt að leyfið sé ætlað til tilrauna á nokkrum blett- um innan leyfðra 10 hektara en ekki til stórfelldrar ræktunar á heilum 10 hektörum? Eiríkur minntist ekki á að áform Orf um „stórfellda“ útiræktun myndu setja Ísland í sérflokk í Evrópu. Engin leyfi hafa verið veitt innan ESB til stórfelldrar útiræktunar á eb-lyfjaplöntum. Einungis tilraunaræktun á litlum skikum (að jafnaði hálfur ha) hefur verið leyfð með eb-lyfjaplöntur. Líftæknifyrirtæki sem sækja um leyfi til stórfelldrar ræktunar (til markaðssetningar afurða) innan ESB þurfa að leggja fram niður- stöður dýrarannsókna. Þar sem Ust mundi tæpast vilja Ísland á skjön við Evrópu og hefur aldrei krafið Orf um dýratilraunir hlýt- ur stofnunin að hafa reiknað með að umrædd leyfi yrðu ekki notuð til stórfelldrar ræktunar. Eiríkur fjallar um vísindahugtak sem ef til vill má nefna flata gena- færslu (e. Horizontal Gene Trans- fer). Hún gerist þegar erfðaefni (DNA) í eb-plöntum sundrast ekki í meltingarvegi heldur berst úr þörmum í líffæri þess sem neytir þeirra. Eiríkur virðist viðurkenna að þetta gerist en heldur því fram að DNA úr eb-plöntum sé engu skaðlegra en DNA úr öðrum plönt- um. Hefur hann enga hugmynd um vaxandi fjölda rannsókna sem sýna að eb-fóður valdi alvarlegu heilsu- tjóni á dýrum? A.m.k. 14 óháðar og ritrýndar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilraunadýr fóðruð á eb- afurðum urðu fyrir skaða á nær öllum helstu líffærum. Nefnum örfá dæmi: Rottur sem fengu eb- tómata fengu magasár. Dánartíðni afkvæma var fjórföld hjá rottum sem fengu eb-soja í samanburði við rottur sem fengu venjulegt soja. Kanínur sem fengu eb-soja sýndu truflanir á ensímbúskap í nýrum og hjarta. Rottur sem fengu eb- maís þróuðu vandamál í starfsemi lifrar og annarra hreinsilíffæra, svo og á hjarta, milta, nýrum og nýrnahettum. Rannsóknir á sauð- fé sem fóðrað var á eb-maís í þrjár kynslóðir sýndu truflanir á starf- semi meltingarkerfis í fullorðn- um ám og á lifur og brisi í lömbum þeirra. Tvær nýlegar rannsóknir, önnur birt í tímaritinu Fisheries Sci- ence (2008) og hin í Aquaculture Research (2009), sýndu að fiskur (regnbogasilungur og beitarfiskur) sem fékk erfðabreytt fóður hafði DNA úr eb-plöntum í nær öllum innri líffærum. Eiríkur reynir allt til að gera lítið úr þessu með því að ræða önnur atriði rannsóknanna. Mikilvægasta niðurstaða þessara rannsókna er að „flöt genafærsla“ á sér stað í fiski. Verði tilrauna- dýr og búfé fyrir tjóni á líffærum þegar erfðabreytt efni berast í líf- færi þeirra er líklegt að hið sama gerist í fiskum. Reikna má með að framhaldsrannsóknir verði gerð- ar úr því að þessi hætta blasir nú við. Ekki þarf að undra þótt erfða- breyttar plöntur valdi skaða þegar venjulegar plöntur gera það ekki, enda er um gjörólíkar plöntur að ræða. Eb-mat- og fóðurjurtir inni- halda DNA sem ekki hefur áður verið hluti af fæðu manna og dýra. Erfðatækni breytir hefðbundnum plöntum með svonefndri genasmíð, sem ekki er bara samsett úr fram- andi geni (t.d. úr dýrum, skordýr- um, fiski, jafnvel mönnum), held- ur líka bakteríu, vírus og geni sem framkallar sýklalyfjaónæmi. Mat- vælum og fóðri er veruleg áhætta búin frá öllum þessum fjórum þáttum (sjá www.erfdabreytt.net). Sá vísindaveruleiki blasir við að erfðabreyttar plöntur eru gjör- ólíkar hefðbundnum plöntum. Hvar sem þær eru ræktaðar til matar, fóðrunar eða lyfjapróteina skapa þær heilsufarsáhættu fyrir líf á landi og í legi sem við erum rétt að byrja að skilja. Erfðabreyttar lyfjaplöntur eru einkum áhættu- samar vegna þess að þær fram- leiða prótein til nota í lyf og lækn- ingaefni. Fyrirbyggja verður að þessi lífvirku prótein komist í mat eða fóður, beint eða óbeint, hvort sem er með vindi, jarðvegi eða vatni. Eina örugga leiðin til rækt- unar erfðabreyttra lyfjaplantna er í lokuðum húsum með föstum gólfum. Erfðabreyttar plöntur eru ekki öruggar Neytendamál Sandra B. Jónsdóttir sjálfstætt starfandi ráðgjafi AF NETINU Einstakt atvik Með ólíkindum er, að enginn fjöl- miðill skuli fylgja eftir fréttinni um að Ögmundur Jón- asson, dómsmála- ráðherra, hafi kallað Valtý Sigurðs- son, ríkissaksóknara, á teppið til að skamma hann að ósk feminista í röðum vinstri-grænna og krefjast af honum skýrslu um embættis- færslu hans og ummæli. Þetta er einstakt atvik í íslenskri réttarsögu. Ég hef velt fyrir mér, hvernig fjölmiðlamenn hefðu hundelt mig, hefði mér dottið í hug að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir ríkissak- sóknara á þennan veg. bjorn.is Björn Bjarnason S24 = HAGSTÆÐARI INNLÁNSVEXTIR • Betri innlánsvextir • Enginn binditími • Engin lágmarksupphæð • Óverðtryggður sparnaður • Engin úttektarþóknun • Innlánsvextir 3,45%- 5,35%** Sparnaðarreikningur S24 % Samanburður á innlánsvöxtum* SPARNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA Í meira en 10 ár hafa einstaklingar getað ávaxtað sparnað sinn hjá S24. Nú gerum við betur og bjóðum einnig fyrirtækjum og félögum að nýta sér betri kjör á óverðtryggðum innlánsreikningi okkar. Kynntu þér málið, það kostar ekkert. Kíktu á www.s24.is eða hringdu í síma 533 2424 – og þú hagnast. S24 býður hagstæðari kjör á óbundnum, óverðtryggðum innlánsreikningi. Það kostar ekkert að stofna sparnaðarreikning hjá S24. *Á www.keldan.is er að finna samanburð á sambærilegum innlánsreikningum banka og sparisjóða fyrir 1 milljón til 9.999.999, 10.000.000 til 49.999.999, 50.000.000 – 99.999.999 og 100 milljónir og hærra. Í öllum þessum flokkum býður S24 upp á hagstæðustu kjörin. Myndin í auglýsingunni tekur mið af samanburði m.v. 1 milljón til 9.999.999. Upplýsingar eru teknar af www.keldan.is þann 11.10.2010. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK 0 1 2 3 4 5 Arion banki 3,40% Íslandsbanki 3,60% Landsbankinn 3,65% MP banki 3,70% Sparisjóðurinn 4,20% Byr 4,02% S24 4,50% **Skv. vaxtatöflu S24 11.10.2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.