Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 74
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is Veiði virðist nokkuð hafa dottið niður síðustu daga í Varmá í Hveragerði eftir gott skot í kjöl- far vatnavaxta um þarsíðustu helgi. Enginn fiskur hafði verið skráður í veiðibókina í veiðihús- inu ofan við Stöðvarhyl frá 6. október þegar kíkt var í bókina á þriðjudag. Aðstæður við ána eru hins vegar prýðis góðar. Til dæmis lítur út fyrir að seiða- búskapurinn sé með miklum ágætum. - gar Dauft í rénandi vatni: Veiðin í Varmá dalar eftir skot Fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verður óbreytt frá fyrra ári. Veiði- tímabilið hefst 29. október og stendur til 5. desember. Á tímabilinu verð- ur heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Sölubann er áfram í gildi. Veitt var held- ur meira af rjúpu í fyrra en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Því er enn hvatt til hófsamra veiða. - shá Rjúpnaveiðar 2010: Fyrirkomulag veiða óbreytt Veiðar eru leyfi- legar í átján daga í haust. FL U G A N SCANDIC SHADOW ORANGE MYND/VEIÐIFLUGUR.IS Scandic Shadow Orange er fluga sem hefur verið mjög gjöful í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Scandic Shadow er sérlega góð í lituðu vatni eins og Eystri- Rangá og Blöndu. Þessi fluga er mjög útbreidd á Norðurlöndum og hefur sannað sig sem frábær veiðifluga á Íslandi undanfar- in ár. Gjöfull nýliði A F B A K K A N U M Eystri-Rangá efst með 6.200 laxa veiði Dammurinn í Blöndu er einn allra besti veiðistaðurinn í ánni og situr ofar- lega á lista yfir aflahæstu veiðistaði landsins. Svo lýsir Stefán Páll Ágústsson hjá Lax-á aðstæðum. „Dammurinn er á svæði 1 og er fyrsti staðurinn sem komið er að þegar gengið er að ánni sunnan megin. Oft er veiðistaðurinn á öndverðum bakka einnig nefndur Dammur að norðan, en sá staður heitir raunar Bugur – en Dammur að norðan hefur fest við hann. Maðkur hefur reynst vera árangursríkastur í Damminum í gegnum tíðina, en fluga hefur þó reynst furðu vel þegar hún er brúkuð. Í miklu vatni liggur vanalega töluvert af laxi ofan á klöppinni sem sést á myndunum, þá er flug- an sérlega árangursrík. Eins er algengt að fiskur liggi á klöpp í byrjun hverrar vaktar – þó vatn sé ekki mikið. Flestir laxar eru þó teknir á maðk og sakkað vel, og síðan er maðkinum slakað hægt niður meðfram klapparbrúninni. Á myndinni má sjá hvar veiðimaður hefur sett í lax og er laxinn rétt ofan við aðaltökustaðinn. Vinstra megin við miðju má sjá hvar Dammurinn grynnist og þar innan við liggja oft laxar í góðu flugufæri. Í mjög miklu vatni má fá lax til að taka í beygj- unni sunnan megin. Missi menn lax niður í gilið þá gildir að halda fast við og reyna að halda laxinum ofarlega í vatninu, í gilinu er steinn eða strýta í botninum sem slitið hefur marga línuna.“ Veiðistaðurinn – Dammurinn í Blöndu RÉTTNEFNI Maðkur gefur hér mest en fluga hefur sótt á síðustu árin. MYND/LAX-Á 75.000 RJÚPUR ER VEIÐIRÁÐGJÖF Náttúru-fræðistofnunar fyrir haustið. Það gerir um 15 rjúpur á hvern veiðimann. 50.000 GRÁGÆSIR falla fyrir hendi íslenskra skotveiðimanna á hverju ári. Veiðin á Bret- landseyjum er um 20.000 fuglar. Eystri-Rangá var komin í 6.200 laxa veiði þegar Fréttablaðið hringdi á bakkann í gær. Systir hennar, sú ytri, er líka komin í um sex þúsund laxa veiði. Árnar eru tvær þær efstu yfir íslenskar laxveiðiár þetta sumarið, eins og reyndar undanfarin ár. VEITT Í VARMÁ Það er víða fallegt við Varmá. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Affallið, sem er tær bergvatnsá sem skilur á milli Austur- og Vestur-Landeyja, hefur skilað yfir eitt þúsund löxum í sumar. Hundrað laxar veiddust þar í fyrra svo um tíföldun er að ræða. Leyfðar eru fjórar dagstangir í ánni. - shá Affallið í Landeyjum: Tíföld laxveiði Hörður Hafsteinsson úr Mokveiðifélaginu og bróðir hans fengu sextíu gæsir og tíu endur eina morgun- stund. Lykillinn var að fækka gervigæsunum. „Þegar morgunflugið kom þá sveimuðu gæsirnar yfir okkur og létu sig bara hverfa,“ lýsir Hörður Hafsteinsson, liðsmaður Mokveiði- félagsins úr Skagafirði, upphafi gæsaveiði sem hann fór með Sævari bróður sínum um þarsíðustu helgi. Bræðurnir fóru á fætur um klukkan hálffimm og byrjuðu á því að stilla upp á milli 130 og 150 gervigæsum á kornakri áður en þeir komu sér fyrir í skurði með byss- urnar og biðu eftir að gæsirnar létu sjá sig í birtingu. „Það kom heilmikill gæsaflokkur en það var eins og þær vildu ekki setjast á akurinn. Þá fékk ég allt í einu þá hugmynd að taka gervigæs- irnar og skildi bara fimm stykki eftir. Það var eins og við manninn mælt að þá var eins og hver ein- asta gæs í sveitinni ætti ekki heit- ari ósk en að setjast hjá þessum fimm gervigæsum. Við enduðum á að fá sextíu gæsir og tíu endur og vorum komnir heim fyrir klukkan ellefu, heldur betur ánægðir,“ segir Hörður. Að sögn Harðar er rjúpuveiðin í öðru sæti í forgangsröðinni hjá flest- um liðsmönnum Mokveiðifélags- ins á eftir stangaveiðinni. „Maður er farinn að hlakka hrikalega til að fara á rjúpuna. Eins og reyndar er með gæsina er gífurlega mikið af fugli. Sjálfur hef ég veitt rjúpu í um tuttugu ár og tel að skotveiði á rjúpu breyti alls engu um stofnstærðina. Og afi minn segir það sömuleiðis,“ segir Hörður, lítt hrifinn af ströng- um takmörkunum í rjúpuveiðinni. Mokveiðimennirnir veiða jöfn- um höndum á stöng og skotvopn og eru því að nánast allt árið. „Þetta er alger geðveiki hjá okkur. Það er eig- inlega bara yfir allra köldustu mán- uðina sem við hleypum konunum okkar upp í,“ segir Hörður í léttum dúr þótt reyndar megi greina að lýs- ingin sé ekki fjarri lagi. En kannski bjóða þeir konunum sínum á alls- herjar uppskeruhátíð sem þeir hafa blásið til fyrir alla stangveiðimenn landsins í Gullhömrum í Reykjavík um þarnæstu helgi. gar@frettabladid.is Gríðarlega mikil gæs og rjúpa í Skagafirði MOKVEIÐIMENN Bræðurnir Hörður og Sævar með feikilegan afla úr gæsaveiðinni í Skagafirði um þarsíðustu helgi. MYND/ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Allt sem þú þarft... Ekki missa af Fréttablaðinu á morgun Takk útrásarvíkingar! Lára Björg Björnsdóttir þakkar útrásarvíkingum fyrir allt sem fer úrskeiðis. Hún segir frá bloggi sem varð að bók, baráttunni fyrir ein- hverfum syni sínum og lífinu í kreppunni í viðtali í Fréttablaðinu. EINNIG: Ris og fall fótboltalandsliðsins Bergsteinn Sigurðsson skrifar bakþanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.