Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 74

Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 74
 14. október 2010 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is Veiði virðist nokkuð hafa dottið niður síðustu daga í Varmá í Hveragerði eftir gott skot í kjöl- far vatnavaxta um þarsíðustu helgi. Enginn fiskur hafði verið skráður í veiðibókina í veiðihús- inu ofan við Stöðvarhyl frá 6. október þegar kíkt var í bókina á þriðjudag. Aðstæður við ána eru hins vegar prýðis góðar. Til dæmis lítur út fyrir að seiða- búskapurinn sé með miklum ágætum. - gar Dauft í rénandi vatni: Veiðin í Varmá dalar eftir skot Fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verður óbreytt frá fyrra ári. Veiði- tímabilið hefst 29. október og stendur til 5. desember. Á tímabilinu verð- ur heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Sölubann er áfram í gildi. Veitt var held- ur meira af rjúpu í fyrra en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Því er enn hvatt til hófsamra veiða. - shá Rjúpnaveiðar 2010: Fyrirkomulag veiða óbreytt Veiðar eru leyfi- legar í átján daga í haust. FL U G A N SCANDIC SHADOW ORANGE MYND/VEIÐIFLUGUR.IS Scandic Shadow Orange er fluga sem hefur verið mjög gjöful í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Scandic Shadow er sérlega góð í lituðu vatni eins og Eystri- Rangá og Blöndu. Þessi fluga er mjög útbreidd á Norðurlöndum og hefur sannað sig sem frábær veiðifluga á Íslandi undanfar- in ár. Gjöfull nýliði A F B A K K A N U M Eystri-Rangá efst með 6.200 laxa veiði Dammurinn í Blöndu er einn allra besti veiðistaðurinn í ánni og situr ofar- lega á lista yfir aflahæstu veiðistaði landsins. Svo lýsir Stefán Páll Ágústsson hjá Lax-á aðstæðum. „Dammurinn er á svæði 1 og er fyrsti staðurinn sem komið er að þegar gengið er að ánni sunnan megin. Oft er veiðistaðurinn á öndverðum bakka einnig nefndur Dammur að norðan, en sá staður heitir raunar Bugur – en Dammur að norðan hefur fest við hann. Maðkur hefur reynst vera árangursríkastur í Damminum í gegnum tíðina, en fluga hefur þó reynst furðu vel þegar hún er brúkuð. Í miklu vatni liggur vanalega töluvert af laxi ofan á klöppinni sem sést á myndunum, þá er flug- an sérlega árangursrík. Eins er algengt að fiskur liggi á klöpp í byrjun hverrar vaktar – þó vatn sé ekki mikið. Flestir laxar eru þó teknir á maðk og sakkað vel, og síðan er maðkinum slakað hægt niður meðfram klapparbrúninni. Á myndinni má sjá hvar veiðimaður hefur sett í lax og er laxinn rétt ofan við aðaltökustaðinn. Vinstra megin við miðju má sjá hvar Dammurinn grynnist og þar innan við liggja oft laxar í góðu flugufæri. Í mjög miklu vatni má fá lax til að taka í beygj- unni sunnan megin. Missi menn lax niður í gilið þá gildir að halda fast við og reyna að halda laxinum ofarlega í vatninu, í gilinu er steinn eða strýta í botninum sem slitið hefur marga línuna.“ Veiðistaðurinn – Dammurinn í Blöndu RÉTTNEFNI Maðkur gefur hér mest en fluga hefur sótt á síðustu árin. MYND/LAX-Á 75.000 RJÚPUR ER VEIÐIRÁÐGJÖF Náttúru-fræðistofnunar fyrir haustið. Það gerir um 15 rjúpur á hvern veiðimann. 50.000 GRÁGÆSIR falla fyrir hendi íslenskra skotveiðimanna á hverju ári. Veiðin á Bret- landseyjum er um 20.000 fuglar. Eystri-Rangá var komin í 6.200 laxa veiði þegar Fréttablaðið hringdi á bakkann í gær. Systir hennar, sú ytri, er líka komin í um sex þúsund laxa veiði. Árnar eru tvær þær efstu yfir íslenskar laxveiðiár þetta sumarið, eins og reyndar undanfarin ár. VEITT Í VARMÁ Það er víða fallegt við Varmá. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Affallið, sem er tær bergvatnsá sem skilur á milli Austur- og Vestur-Landeyja, hefur skilað yfir eitt þúsund löxum í sumar. Hundrað laxar veiddust þar í fyrra svo um tíföldun er að ræða. Leyfðar eru fjórar dagstangir í ánni. - shá Affallið í Landeyjum: Tíföld laxveiði Hörður Hafsteinsson úr Mokveiðifélaginu og bróðir hans fengu sextíu gæsir og tíu endur eina morgun- stund. Lykillinn var að fækka gervigæsunum. „Þegar morgunflugið kom þá sveimuðu gæsirnar yfir okkur og létu sig bara hverfa,“ lýsir Hörður Hafsteinsson, liðsmaður Mokveiði- félagsins úr Skagafirði, upphafi gæsaveiði sem hann fór með Sævari bróður sínum um þarsíðustu helgi. Bræðurnir fóru á fætur um klukkan hálffimm og byrjuðu á því að stilla upp á milli 130 og 150 gervigæsum á kornakri áður en þeir komu sér fyrir í skurði með byss- urnar og biðu eftir að gæsirnar létu sjá sig í birtingu. „Það kom heilmikill gæsaflokkur en það var eins og þær vildu ekki setjast á akurinn. Þá fékk ég allt í einu þá hugmynd að taka gervigæs- irnar og skildi bara fimm stykki eftir. Það var eins og við manninn mælt að þá var eins og hver ein- asta gæs í sveitinni ætti ekki heit- ari ósk en að setjast hjá þessum fimm gervigæsum. Við enduðum á að fá sextíu gæsir og tíu endur og vorum komnir heim fyrir klukkan ellefu, heldur betur ánægðir,“ segir Hörður. Að sögn Harðar er rjúpuveiðin í öðru sæti í forgangsröðinni hjá flest- um liðsmönnum Mokveiðifélags- ins á eftir stangaveiðinni. „Maður er farinn að hlakka hrikalega til að fara á rjúpuna. Eins og reyndar er með gæsina er gífurlega mikið af fugli. Sjálfur hef ég veitt rjúpu í um tuttugu ár og tel að skotveiði á rjúpu breyti alls engu um stofnstærðina. Og afi minn segir það sömuleiðis,“ segir Hörður, lítt hrifinn af ströng- um takmörkunum í rjúpuveiðinni. Mokveiðimennirnir veiða jöfn- um höndum á stöng og skotvopn og eru því að nánast allt árið. „Þetta er alger geðveiki hjá okkur. Það er eig- inlega bara yfir allra köldustu mán- uðina sem við hleypum konunum okkar upp í,“ segir Hörður í léttum dúr þótt reyndar megi greina að lýs- ingin sé ekki fjarri lagi. En kannski bjóða þeir konunum sínum á alls- herjar uppskeruhátíð sem þeir hafa blásið til fyrir alla stangveiðimenn landsins í Gullhömrum í Reykjavík um þarnæstu helgi. gar@frettabladid.is Gríðarlega mikil gæs og rjúpa í Skagafirði MOKVEIÐIMENN Bræðurnir Hörður og Sævar með feikilegan afla úr gæsaveiðinni í Skagafirði um þarsíðustu helgi. MYND/ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Allt sem þú þarft... Ekki missa af Fréttablaðinu á morgun Takk útrásarvíkingar! Lára Björg Björnsdóttir þakkar útrásarvíkingum fyrir allt sem fer úrskeiðis. Hún segir frá bloggi sem varð að bók, baráttunni fyrir ein- hverfum syni sínum og lífinu í kreppunni í viðtali í Fréttablaðinu. EINNIG: Ris og fall fótboltalandsliðsins Bergsteinn Sigurðsson skrifar bakþanka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.