Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 26
26 14. október 2010 FIMMTUDAGUR Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög mið- ast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjár- veitingum með einhverjum slík- um hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskóla- starfi, sem getur rýrt gæði skóla- starfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið mennta- málayfirvalda að halda uppi ákveð- inni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á nið- urskurðartímum þegar mjög þreng- ir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðar- ljósi og tryggja um leið ákveðna fjöl- breytni innan háskólasamfélags. Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórn- endur HR að loka kennslu- og lýð- heilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum – eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurning- ar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýð- ræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennar- ar taka þátt í umræðum og ákvörð- unum þegar afdrifaríkar ákvarðan- ir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskóla- fundar og tryggja þurfi að starfs- fólk skólans komi að háskólafund- unum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs. Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskipta- lífs við háskóla og rannsóknarstofn- anir hafi verið orðin óljós. Í skýrsl- unni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingar- sköpun og kennslu. Í skýrslu þing- mannanefndar segir: „Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræða- sviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara.“ Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefni- lega aldrei gleyma samfélagsleg- um skyldum skóla – að stuðla að almennum framförum samfélags- ins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla. Háskólar í mótun II Menntamál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðun- um sem teknar eru af stjórnendum háskóla, enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum – eða því vil ég að minnsta kosti trúa. AF NETINU Rústum kjördæmakerfinu! Við eigum annars að hætta þessu eilífa karpi um höfuðborg og lands- byggð. Hvert byggt ból hefur sína kosti og sína ókosti – og við jafn- aðarmenn teljum að innan vissra marka eigi að ríkja jafnræði um allt land um aðgang að grunnþjónustu. Til þess er sjálfsagt að við leggjum ýmislegt á okkur. Á þeim örlagatímum sem við lifum nú í landinu gengur hinsvegar ekki að setja enn einusinni af stað þennan kunnuglega væl þar sem breitt er yfir innri mistök, mótsagnir og óstjórn með sameiginlegu bauli á allt og alla „fyrir sunnan“. Og svo kveikt í rakettunum sem ganga undir nafninu þingmenn landsbyggðarinnar og ráða úrslitum á alþingi óháð almannahag – sem oftast fer hinsvegar saman við hagsmuni þeirra rúmlega sex af hverjum tíu Íslendingum sem sagan og forlögin hafa valið bústað í Reykjavík og stórnágrenni. Rústum fjárlögunum! hrópaði hetjan mikla úr fjárlaganefnd hruns- ins. Það verður nú ekki, háttvirtur þingmaður Kristján Þór Júlíusson. Þau eru okkur lífsnauðsynleg nokkurnveginn einsog þau eru nú, og ekki síður næstu kynslóðum syðra og nyrðra. En kannski væri það skynsamleg hagræðing að rústa kjördæmakerfinu? blog.eyjan.is/mordur Mörður Árnason Tilboðsverð frá kr. 22.900* Miele ryksugurnar eru í senn kraftmiklar, hljóðlátar, léttar og þægilegar í notkun og fást þær í nokkrum litum. Hægt er að setja ofnæmissíur í ryksugurnar. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele *Gildir á meðan birgðir endast. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.