Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 8
8 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
TÆKNI Einungis er greitt fyrir um
fimm prósent þeirrar tónlistar
sem notendur hlusta á og sækja á
Netinu. Þetta segir Jakob Frímann
Magnússon, varaformaður STEF.
Jakob segir vegið alvarlega að
íslenskum tónlistariðnaði með
ólöglegu niðurhali og bráðnauðsyn-
legt sé að gera eitthvað í málinu.
STEF lagði fram hugmyndir fyrr
í mánuðinum um að leggja gjald á
nettengingar notenda og borga höf-
undaréttarhöfum fyrir tónlist sem
er notuð ólöglega á Netinu.
„Það hefur aldrei verið meiri
notkun á tónlist í heiminum heldur
en nú með til-
komu Netsins.
Það hefur haft
það í för með sér
að hljómplötu-
bransinn er að
hrynja innan frá
og tekjur sem
tónlistarmenn
hafa af sköp-
un sinni eru að
gufa upp,“ segir
hann.
Fyrir tveimur árum hóf danska
símafyrirækið TDC að reikna út
ákveðið gjald á hvern netnotanda
og borga fyrir þá til höfundarétt-
arhafa og útgefenda. Jakob segist
ekki vita hvaða leið verði ákveðin
hér á landi.
Hann segir að einungis sé um
lágt gjald að ræða, um 100 krónur
á mánuði, sem myndu bætast ofan
á netgjöldin.
„Hundrað krónur á mánuði
samsvara einu símtali – og myndu
veita notendum aðgang að einhvers
konar banka tónlistar sem leiddi
þá áfram inn í kauphallir tónlist-
arinnar þar sem fólk borgar fyrir
niðurhal og þjónustu,“ segir Jakob
Frímann. - sv
Varaformaður STEF segir að greitt sé fyrir tæp fimm prósent af tónlist á Netinu:
Hundrað króna gjald á mánuði
JAKOB FRÍMANN
MAGNÚSSON
FIFTEEN YEARS
ON Finland and Sweden in the European Union
Hvenær: Föstudaginn 15. október, frá kl. 9.00 til 17.00 | Hvar: Fundarsalur Þjóðminjasafnsins
Málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, Evrópufræðaseturs
Svíþjóðar og Alþjóðamálastofnunar Finnlands um 15 ára reynslu Finnlands og Svíþjóðar af ESB aðild.
Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
ULKOPOLIITTINEN INSTITUUTTI
UTRIKESPOLITISKA INSTITUTET
THE FINNISH INSTITUTE OF INTERNATIONAL AFFAIRS
Dagskrá málþingsins er að finna á www.hi.is/ams
Vinnuréttardagur
Háskólans á Bifröst
verður haldinn í dag, 14. október, kl. 13:30 í Hriflu, Háskólanum á Bifröst.
Í ár verður umfjöllunarefnið Stéttarfélög – hlutverk og áskoranir.
Á vinnuréttardeginum fjallar Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, um
kjarasamninga og þjóðarsátt en auk þess munu Elín Blöndal, Erna
Guðmundsdóttir og Magnús Norðdahl fjalla um valin efni sem tengjast
hlutverki stéttarfélaga og áskorunum sem þau standa frammi fyrir, m.a.
vegna efnahagsástandsins.
Dagskrá
Kl. 13:30 Elín Blöndal, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst:
Stéttarfélög og Evrópusamvinna.
Kl. 13:50 Erna Guðmundsdóttir, lögmaður KÍ og BHM:
Starf stéttarfélaga á krepputímum.
Kl. 14:10 Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ:
Skipulag ASÍ; breytingar og áskoranir.
Kl. 14:30 Kaffihlé.
Kl. 14:50 Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur:
Kjarasamningar og þjóðarsátt.
Kl. 15:30. Umræður og fyrirspurnir.
Kl. 15:50 Ráðstefnulok.
Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar
Háskólans á Bifröst.
Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst
stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við lagadeild. Ráðstefnan er
öllum opin og aðgangur er ókeypis.
KÍNA Hópur aldraðra félaga í
Kommúnistaflokki Kína krefst
þess að hömlum verði létt af tján-
ingarfrelsi í landinu. Í bréfi sem
þeir hafa ritað til þjóðþingsins
segja öldungarnir að ritskoðun
sú sem nú tíðkist í Kína sé bæði
skömm og hneisa.
Undir bréfið skrifa 23 félagar í
Kommúnistaflokknum, sem allir
eru komnir til ára sinna. Margir
þeirra hafa gegnt áhrifastöðum
innan flokksins og einn þeirra,
Li Rui, var um skeið ritari Mao
Zedong, leiðtoga kínversku bylt-
ingarinnar. Annar bréfritara
var í eina tíð ritstjóri Dagblaðs
alþýðunnar, sem er opinbert mál-
gagn Kommúnistaflokksins, og
aðrir hafa verið hátt settir innan
ríkisfjölmiðla og áróðursyfirvalda
landsins, þar sem þeir gegndu því
hlutverki að hafa stjórn á opin-
berri umræðu.
Bréfritararnir hafa áður birt
opinberlega bréf þar sem þeir
hvetja til gagnsæis í kínverskri
stjórnsýslu og stjórnmálum.
Öldungarnir benda á að í stjórn-
arskrá landsins sé ákvæði um
tjáningarfrelsi en það ákvæði sé
ekki virt af núverandi stjórnvöld-
um. Norska Nóbelsnefndin benti
á þetta sama í lok síðustu viku,
þegar hún skýrði frá því að kín-
verski andófsmaðurinn Liu Xiaobo
hlyti friðarverðlaunin í ár. Hann
afplánar ellefu ára fangelsi fyrir
það sem kínversk stjórnvöld kalla
undirróður gegn ríkisvaldinu.
Öldungarnir vilja meðal annars
afnema það kerfi að allir fjölmiðlar
landsins séu tengdir stjórnvöldum.
Þeir vilja að ríkið styðji stofnun
nýrra fjölmiðla í einstaklingseigu
og leyfi óhefta dreifingu fjölmiðla
frá Hong Kong og Makaó.
Þá vilja þeir breyta hlutverki
áróðursyfirvalda, þannig að í stað
þess að þau einbeiti sér að því að
koma í veg fyrir upplýsingaleka
snúi þau sér að því að tryggja að
upplýsingar sem berist frá stjórn-
völdum séu áreiðanlegar. Þeir
vilja afnema lögreglueftirlit með
netmiðlum.
Bréfið er birt stuttu eftir að
norska Nóbelsnefndin tilkynnti um
friðarverðlaunin. Kínversk stjórn-
völd brugðust ókvæða við ákvörð-
un Nóbelsnefndarinnar og hafa
hótað því að samskiptin við Noreg
muni versna. gudsteinn@frettabladid.is
Öldungar hvetja til
málfrelsis í Kína
Tuttugu og þrír háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum krefjast
þess að tjáningarfrelsi verði virt og að réttur fólks til upplýsinga verði tryggður.
REYNIR AÐ STÖÐVA MYNDATÖKUR Kínverskur lögreglumaður reynir að hafa hemil á ljósmyndurum fyrir utan heimili Liu Xia,
eiginkonu friðarverðlaunahafans Liu Xiaobo, í Peking. NORDICPHOTOS/AFP
1 Hversu mikið atvinnuleysi
mælist hérlendis?
2 Hver skoraði eina mark
íslenska landsliðsins gegn
Portúgölum á þriðjudag?
3 Hverjir hanna Airwaves-bol-
ina í ár?
SVÖR:
1. 7 prósent 2. Heiðar Helguson- 3. Fata-
hönnuðurinn Mundi og ljósmyndarinn
Jói Kjartans
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á
Akureyri hefur ákært konu á
fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt.
Konunni er gefið að sök að hafa
dregið sér ríflega 1,6 milljón-
ir króna út af reikningi Leikfé-
lags Dalvíkur. Fjárdrátturinn er
sagður hafa átt sér stað á árunum
2008 og 2009 en þá gegndi konan
starfi gjaldkera hjá leikfélaginu.
Í ákæru segir að hún hafi notað
debetkort félagsins til að kaupa
muni til eigin nota auk þess að
taka fé út af reikningi í eigu
félagsins. - jss
Fjárdráttur hjá leikfélagi:
Kona sökuð um
að draga sér fé
VEISTU SVARIÐ?