Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 11

Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 11
20 10 14 . o kt ób er Andaðu léttar! Hugsaðu um lungun þín... Árið 2010 er ár lungna og 14. október er alþjóðlegur dagur öndunarmælinga Öndunarmæling hjálpar til við greiningu lungnasjúkdóma og er hún framkvæmd með fráblástursmæli (spirometer) sem til er á öllum heilsugæslustöðvum. Fráblástursmæling er einföld rannsókn og með henni má til dæmis greina hvort um er að ræða astma eða langvinna lungnateppu. • Reykir þú eða hefur þú reykt? • Ertu með þrálátan hósta? • Ertu með slímuppgang frá lungum? • Ertu með áreynslumæði? Ef spurningarnar hér að ofan eiga við um þig þá ráðleggjum við þér að fara í öndunarmælingu. Boðið verður upp á fría öndunarmælingu í húsakynnum SÍBS, Síðumúla 6, Reykjavík kl. 15:00-17:00 í dag. Hjúkrunarfræðingar og læknar verða á staðnum og veita upplýsingar og ráðgjöf. Þú getur einnig haft samband við heilsugæslustöð, farið til lungnalæknis eða ofnæmislæknis og óskað eftir mati á lungnastarfsemi þinni með öndunarmælingu. Félag íslenskra lungnalækna Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga í Fíh Félag íslenskra ofnæmislækna Félag íslenskra heimilislækna Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Fíh Samtök lungnasjúklinga Astma- og ofnæmisfélagið Loftfélagið og GlaxoSmithKline

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.