Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 18
14. október 2010 FIMMTUDAGUR18
VIÐSKIPTI Söluandvirði seldra símtækja hjá Vodafone á
Íslandi er 33 prósentum hærra fyrstu níu mánuði árs-
ins en á sama tímabili í fyrra.
Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone á
Íslandi, segir töluverðar sveiflur milli mánaða. Mest-
ur munur er á sölutölum í ágúst, þegar salan var 55
prósentum meiri en árið á undan og í mars þegar
munaði 50 prósentum. Í september segir hann að sölu-
andvirði símtækjanna hafi verið 22 prósentum hærra
en í fyrra. „Og það er rétt að taka fram að virðisauka-
skatturinn er ekki inni í þessu þannig að hækkun á
honum skýrir ekki hluta af þessu,“ segir Hrannar.
Hluti af skýringunni segir Hrannar að kunni
að vera að símatækjasala hafi verið fremur léleg í
fyrra og kunni því óvenjumargir símar að hafa verið
„komnir á tíma“. Þá noti fólk líkast til tækifærið
þegar að endurnýjun komi og kaupi síma með fjöl-
breyttari notkunarmöguleika en áður, svo sem síma
sem auðvelda netnotkun, eða hafa þægilegt viðmót
fyrir tölvupóst og samskiptaforrit á borð við Face-
book.
„Almennt er fólk að kaupa miklu flottari tæki en
í fyrra því söluverðmæti seldra tæki hefur aukist
miklu meira en magnið,“ segir hann og bendir á að
þótt söluverðmætið í ágúst hafi verið 55 prósentum
meira en í fyrra hafi ekki selst nema sautján pró-
sentum fleiri símtæki. „Mestu munaði þar um nýja
iPhone-símann, sem seldist fyrir tíu milljónir í mán-
uðinum.“ - óká
Eftir dapra sölu á nýjum símtækjum í fyrra hefur salan tekið kipp í ár:
Fólk kaupir miklu dýrari síma
SALAN TEKUR KIPP Upplýsingafulltrúi Vodafone segir fólk
almennt kaupa flottari tæki í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Útgjöldin
> Kílóverð á frystum rækjum
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
IBTGCAI2802
½” TOPPLYKLASETT, 28 STK.
Sterk plasttaska | Stærðir 8 - 32 mm
9.900 m/vsk
Fullt verð 21.900
www.sindri .is / sími 5 75 0000
VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á!
Á T O P P U
M
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
hagur heimilanna
Hjartamagnýl kostar um
800 krónur í smásölu hér
á landi. Aspirín, sem inni-
heldur sömu virku efnin,
er fjórum sinnum ódýrara
í verslunum Boots á Eng-
landi. Ekki hægt að keppa
við Bretlandsmarkað, segir
markaðstjóri Actavis.
Hjartamagnýl, 100 stykki af 75
milligramma töflum, er fjórum
sinnum dýrara hér á landi en sam-
bærileg lyf á Englandi. Hér á landi
kostar hver pakkning um 800 krón-
ur í smásölu og er heildsöluverðið
í kringum 540 krónur. Í verslun-
um Boots á Englandi kostar sama
magnpakkning af Aspirin, sem er
sambærilegt lyf, 1,09 bresk pund
sem jafngildir um 192 íslenskum
krónum. Bæði lyfin innihalda sömu
virku efnin, asetýlsalisýlsýru og
magnesíumhýdroxíð.
Ólöf Þórhallsdóttir, markaðs-
stjóri Actavis, segir að Boots
framleiði lyf í gríðarlegu magni
og nái þar með að halda verðinu
niðri. Eftirspurnin eftir lyfjunum
í Bretlandi sé einnig mun meiri
en hér á landi, sökum stærðar
markaðarins.
„Hjartamagnýl er bara framleitt
fyrir íslenskan markað. Það er dýrt
í framleiðslu og álagningin er mjög
lítil,“ segir Ólöf. „Við gerum okkur
grein fyrir því að það er hægt að fá
sambærileg lyf erlendis fyrir mun
minni pening en við ráðum bara
ekki við þetta verð á þessu tiltekna
lyfi hér á íslenskum markaði.“
Rannveig Gunnarsdóttir hjá
Lyfjastofnun segir ýmsar ástæð-
ur geta verið fyrir því að verðið sé
hærra hér á landi.
„Þegar um litlar pakkningar
á ódýrum lyfjum er að ræða
eru álagningarreglur þannig að
afgreiðslugjöld vega þungt þegar
lyfin eru ódýr,“ segir Rannveig.
„Hér áður fyrr var ákveðin pró-
sentuálagning leyfð í smásölu, sem
þýðir að því dýrara sem lyfið var,
þeim mun meira fékk smásalinn
fyrir að selja það, en þeim reglum
hefur nú verið breytt.“
Rannveig bendir einnig á smæð
íslenska markaðarins miðað við
þann breska og segir afhending-
ar- og pakkningagjöld hér á landi
einnig vega þungt.
Rúna Hauksdóttir, formaður
Lyfjagreiðslunefndar, tekur undir
orð Rannveigar með ósamræmi
á mörkuðum landanna en bætir
við að lyfin sem um ræðir, hjarta-
magnýl og aspirín, séu ekki sam-
bærileg.
„Það er mun minna magn af
virkum efnum í hjartamagnýl held-
ur en í aspirín og styrkleikinn er
þar af leiðandi minni,“ segir Rúna.
„Hjartamagnýl er lausasölulyf og
verðlagning á þeim er frjáls á
Íslandi. Þau lyf sem Lyfjagreiðslu-
nefnd hefur umsjón með eru það
ekki og við berum okkur saman við
Norðurlöndin, ekki Bretland.“
sunna@frettabladid.is
Bresk lyf kosta fjórðung
af verðinu hér á landi
HJARTAMAGNÝL OG ASPIRÍN Breska aspirínið kostar 1,09 bresk pund í verslunum
Boots í London. Hjartamagnýl, sambærilegt lyf í sömu magnpakkningum, kostar um
800 krónur í smásölu hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég er fræg fyrir að vera ekki góð
húsmóðir, en veit þó hvernig þetta
á allt að vera því móðir mín var
myndarlegasta kona sem ég hef
á ævi minni þekkt,” segir Andrea
Jónsdóttir útvarpskona.
Andrea segir það há sér að hún
sé alltaf að koma og fara.
„Það húsráð sem mér dett-
ur helst í hug er að fólk
ætti ekki að hafa áhyggj-
ur af drasli eða ryki,
því það fer ekki neitt,”
Andrea Jónsdóttir.
GÓÐ HÚSRÁÐ
ENGAR ÁHYGGJUR AF DRASLINU
85
2
73
4
71
8
79
0
1.
12
0
2002 2004 2006 2008 2010
kr
ón
ur