Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 24
24 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Þúsundir smárra og meðalstórra fyrir-tækja eru enn of skuldsett og treysta sér
sökum þessa ekki í fjárfestingar eða nýr-
áðningar starfsfólks. Það er sameiginlegt
verkefni banka og stjórnvalda að brjótast
úr þessari kyrrstöðu. Forsenda hagvaxtar
í landinu er endurskipulagning þessara
fyrirtækja.
Bankarnir hafa boðið fyrirtækjum ýmsar
lausnir en betur má ef duga skal. Mikil-
vægt er að fyrirtækin verði ekki skilin eftir
of skuldsett og þurfi að 1-3 árum liðnum að
semja við bankana á nýjan leik. Því hlýtur
krafan að vera sú að greiðslugeta fyrirtækj-
anna ráði skuldsetningu þeirra og að eig-
endur þeirra hafi hvata til þess að endur-
heimta fyrri eignarstöðu, með eiginfjár- eða
vinnuframlagi. Þá eiga bankarnir að gefa
eftir skuldir komi eigendur með nýtt eigið
fé.
Þrátt fyrir óvissu tengda gengisbundnum
lánum eiga forsvarsmenn fyrirtækja að
flýta endurskipulagningu því bankarn-
ir hafa lagt á það áherslu að viðskiptavinir
muni ætíð njóta betri réttar ef t.d. dómar í
gengistryggðum lánum færi fyrirtækjun-
um betri stöðu en fæst með núverandi end-
urskipulagningu. Fyrirtækin og bankarn-
ir hafa þannig allar forsendur til að hraða
þessari vinnu, með það að markmiði að
fyrirtækin geti staðið traustum fótum án
þess að vera of skuldsett.
Alþingi getur einnig lagt hönd á plóg.
Undirritaður hefur lagt til að efnahags-
og skattanefnd þingsins hafi forgöngu um
lagasetningu til að setja inn skattalega
hvata sem hvetji fyrirtæki til fjárfestinga
hið fyrsta. Fyrirtækin geti þannig gert ráð
fyrir afslætti á skattgreiðslum framtíðar ef
þau t.d. ráða nýja starfsmenn eða fjárfesta í
vélum eða húsnæði strax á þessu eða næsta
ári. Hins vegar eigi ekki að koma til kostn-
aðar fyrir ríkissjóð fyrr en þegar betur
árar eða eftir 1-2 ár. Hröð endurskipulagn-
ing skuldsettra fyrirtækja og skattalegir
hvatar til fjárfestinga og nýráðninga munu
hjálpa til við endurreisn atvinnulífsins.
Atvinnulífi til aðstoðar
Atvinnulífið
Magnús Orri
Schram
alþingismaður
Bankarnir hafa boðið fyrir-
tækjum ýmsar lausnir en
betur má ef duga skal. Mikilvægt er
að fyrirtækin verði ekki skilin eftir of
skuldsett og þurfi að 1-3 árum liðnum
að semja við bankana á nýjan leik.
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is
Láttu hjartað ráða
ESB-andstaðan sameiginleg
Líkt og greint var frá á þessum stað
í gær hefur Jón Bjarnason, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, ráðið
Bjarna Harðarson í starf upplýsinga-
fulltrúa ráðuneytisins. 28 aðrir sóttu
um starfið, sem ráðið er í
tímabundið. Eins og við
er að búast var reynsla
umsækjendanna misjöfn
en Bjarni er bóksali og
fyrrverandi alþingismaður,
ritstjóri og blaðamaður.
Auk þess að hafa setið
á þingi hefur Bjarni
það fram yfir aðra
umsækjendur
að vera í stjórn Heimssýnar, sem er
félagsskapur fólks sem er andvígt
aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Skoðanir þeirra Jóns og Bjarna á þeim
málum fara því saman. Það hefur
líklega ekki spillt fyrir mögu-
leikum Bjarna á að hreppa
hnossið.
Spurt
Fyrirspurnir sem þingmenn
beina til ráðherra eru af mis-
jöfnum toga og gæðum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
vill vita hvort
mennta-
málaráðherra hafi upplýsingar um
hvort og þá hvernig fjölmiðlar hafa
brugðist við umfjöllun og athuga-
semdum rannsóknarnefndar Alþingis
um starfsemi fjölmiðla. Gunnar
Bragi Sveinsson vill hins vegar vita
hvað áætlað sé að margir missi
vinnuna á heilbrigðisstofnunum
á landsbyggðinni nái niður-
skurðartillögur ríkisstjórnarinnar
fram að ganga. Svara við báðum
spurningunum er að vænta
innan fárra daga eða
vikna.
bjorn@frettabladid.isE
inhverra hluta vegna hafa hugmyndir um almenna skulda-
niðurfellingu skotið upp kollinum á ný, meira en ári eftir
að þær voru slegnar af og taldar óraunhæfar. Ríkisstjórn-
in leikur nú eitthvert skrýtið leikrit með stjórnarandstöð-
unni og hagsmunasamtökum, þar sem látið er eins og það
komi til greina að færa niður skuldir fólks um 18%. Ekkert vit
er í þeirri leið, eins og raunar er margbúið að færa rök fyrir, en
staðfestist enn frekar með þeim
upplýsingum, sem bætzt hafa við
að undanförnu.
Almenn skuldaniðurfelling
myndi koma þeim bezt, sem þurfa
sízt á henni að halda, þ.e. fólki
sem tók hæstu lánin og skuldar
mikið en hefur háar tekjur og á
jafnvel miklar eignir á móti og
getur vel staðið undir afborgunum af lánunum sínum. Aðgerðin
nýttist ekki þeim sem verst standa, því að þótt 18% yrðu slegin
af láninu, myndi greiðslubyrðin af húsnæðisláni til áratuga ekki
léttast svo mikið að það skipti sköpum fyrir þá verst settu.
Frá upphafi hefur verið bent á að leið flatrar skuldaniðurfellingar
yrði gríðarlega dýr – og það er alltaf einhver sem borgar það verð.
Talið er að 18% lækkun kosti á bilinu 220-230 milljarða króna. Þann
kostnað mun almenningur (fólkið sem átti að hjálpa með skulda niður-
fellingunni) greiða sjálfur, með einum eða öðrum hætti. Rökin um
að búið sé að gera ráð fyrir afskriftum í efnahagsreikningi bank-
anna halda ekki. Af hverju ættu kröfuhafar að fallast á að gefa eftir
skuldir, sem allar líkur eru á að innheimtist að óbreyttu? Skattgreið-
endur yrðu væntanlega að bæta bönkunum tjónið.
Íbúðalánasjóður getur heldur ekki staðið undir afskriftum lána
og færi lóðbeint á hausinn, nema skattgreiðendur hlypu undir bagga
og/eða lánveitendur sjóðsins, lífeyrissjóðir og bankar, felldu niður
skuldir sjóðsins. Það kæmi svo aftur í bakið á skattgreiðendum og
lífeyrisþegum.
Niðurstaðan af almennri skuldaniðurfellingu væri með öðrum
orðum bæði óréttlát (af því að fólk sem þyrfti ekki á því að halda
fengi milljónir slegnar af lánunum sínum) og leiddi til skattahækk-
ana eða enn meiri niðurskurðar á ríkisútgjöldum. Nóg er nú samt.
Skuldavandinn er vissulega fyrir hendi. Allir skulda meira en
þeir gerðu og bera þyngri greiðslubyrði. En meirihlutinn ræður
við það. Hinn raunverulegi vandi er afmarkaður við minnihluta
heimilanna í landinu. Í gær birtust tölur um að 20% heimila skulda
meira en sem nemur fasteignamati eignarinnar. Samtals skuldar
fimmtungur heimila nærri helming af veðtryggðum skuldum. Þetta
eru heimilin, sem eru verst sett og stjórnvöld eiga að einbeita sér
að því að finna lausnir á vanda þeirra. Mörg úrræði eru þegar í
boði, en það einkennilega er að samkvæmt könnun umboðsmanns
skuldara hefur stór hluti þeirra allra verst settu, sem eru að fara
að missa eignir sínar á nauðungaruppboð, ekki nýtt sér nein þeirra.
Kannski er það vegna þess að fólk vonar enn að skuldir þess verði
strikaðar út með einföldu pennastriki.
Ríkisstjórnin á alls ekki að ýta undir falsvonir fólks um almenna
skuldaniðurfellingu. Menn eiga að einbeita sér að vanda þeirra sem
þurfa raunverulega á hjálp að halda og fella tjaldið á þetta leikrit í
Þjóðmenningarhúsinu.
Ríkisstjórnin leikur skrýtið leikrit þar sem látið er
eins og almenn skuldalækkun sé möguleiki.
Falskar vonir
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN