Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 27
Ráðherrarnir okkar eru furðu-lostnir yfir eggjum og skít-
kasti er þeir verða fyrir nú um
stundir. Og það þrátt fyrir skjald-
borgina sem þeir hafa slegið um
heimilin. Í sömu andrá véla þeir
með ráðherrastóla eins og um lífið
sjálft sé að tefla, makka um réttar-
hald yfir fyrrverandi forsætisráð-
herra, gera sitt besta til að ógilda
gerða samninga við erlenda fjár-
festa og kappkosta að telja okkur
trú um að svokölluð „tilskipun
um innstæðutryggingu nr. 94/19/
EB“ geri okkur skylt að greiða
Icesave.
Það er kannski dæmigert fyrir
skynsemina í störfum núverandi
ríkisstjórnar að þessi tilskipun um
innstæðutryggingar leggur engar
slíkar skyldur á herðar íslensku
þjóðinni, þvert á móti bannar
hún stjórnvöldum að axla þannig
ábyrgð fyrir hönd lánastofnana.
Svo hlýðum við á hámenntaðan
hagfræðiprófessor segja skjald-
borgina eiginlega aðeins vera fyrir
fólk sem eigi peninga!
Allt er á sömu bókina lært.
Þetta, og fleira, hefur verið
margtuggið en samt þykjast ráð-
herrarnir enn ekki skilja. Og
undrast eggjakastið. Þeim þykir
ekkert óeðlilegt að fitla við laun
fólks til lækkunar en dettur ekki
í hug eitt augnablik að eiga við
vísitölur. Þær eru helgur dómur.
Jafnvel þegar þeir hækka brenni-
vín trekk í trekk flögrar ekki að
þeim að aftengja slíkar hækkanir
og lán fólks. Nei, skuldugir skulu
gjalda. Líka froðupeningana sem
urðu til í hruninu en voru aldrei
annað en tölur á pappír. Að vísu
setti einhver manndjöfull hornin í
þann pakka með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
Hugsið ykkur; núverandi skjald-
borgar-ríkisstjórn hefur ætíð bar-
ist gegn því með kjafti og klóm
að hrun-byrðunum væri jafnað í
einhverju hlutfalli á milli skuld-
areigenda og skuldara. Það hefur
verið skýlaus stefna núverandi
valdhafa að skuldarar greiddu að
fullu froðupeningana sem urðu til
í hruninu.
Hvað gerðist svo þegar dómur
féll í undirrétti – um bílalánin – og
var óhagstæður peningavaldinu.
Hverjir létu þá í sér heyra fyrst-
ir manna? Jú, ráðherrarnir. Sömu
menn og eru, að eigin sögn, búnir
að slá skjaldborg um heimilin.
Fögnuðu þeir niðurstöðunni? Nei,
ekki aldeilis, þeir kröfðust hag-
stæðari kjara til handa lánafyrir-
tækjunum en samningar kváðu á
um. Fyrirtækin verða að fá hærri
vexti, já, seðlabankavexti á lánin,
annað gengur ekki, predikuðu ráð-
herrarnir.
Af hverju? Jú, forsendurnar
brustu. Lánin reyndust ólögleg
(sem ráðherrarnir reyndar vissu
löngu áður en málið kom fyrir
dómstóla en kusu að gera – ekk-
ert – og vörpuðu öndinni töluvert
léttar við dóm hæstaréttar).
Nú spyrja eggjakastararnir
þessa sömu ráðherra: Hvernig má
það vera að forsendubrestur virk-
ar aðeins í aðra áttina? Ólögleg lán
og lánveitandanum skal bættur
skaðinn. Hrun hagkerfis og byrð-
arnar lagðar óskiptar á skuldugan
almenning.
Skjaldborgarríkisstjórnin og eggjamennirnir
Efnahagsmál
Jón
Hjaltason
sagnfræðingur
Kosningar til fyrirhugaðs stjórnlagaþings verða einstak-
ar því að Alþingi hefur framselt til
þjóðarinnar valdið til að eiga frum-
kvæði að endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Í stað þess að Alþingi
skipi menn úr sínum röðum til
verksins er þjóðinni falið að kjósa
til þess sérstakt þing. Allir sem
eru kjörgengir til Alþingis mega
bjóða sig fram (nema fáeinir til-
greindir aðilar eins og forsetinn),
án tillits til flokka, hagsmuna
eða kjördæma. Landið verður
eitt kjördæmi og allir hafa jafn-
an atkvæðarétt. Hvenær í sögu
okkar hefur þetta gerst? Svarið er
einfalt: Aldrei!
Stjórnlagaþingið mun semja
frumvarp að nýjum stjórnarskip-
unarlögum – eða stjórnarskrá –
sem lagt verður fyrir Alþingi til
meðferðar og samþykktar. Margir
hafa hnotið um þessa staðreynd og
haft á orði að óþarft sé að Alþingi
sé að skipta sér af þessu. Því er
til að svara að sú stjórnarskrá
sem nú er í gildi kveður skýrt á
um hvernig breyta megi stjórnar-
skránni. Það má aðeins gera með
því að Alþingi samþykki breyting-
arnar tvisvar sinnum og kosning-
ar séu haldnar á milli. Af þessu
ákvæði erum við bundin. Hvern-
ig þessu verður háttað í nýju
stjórnarskránni er annað mál.
Því meiri eindrægni sem ríkir á
stjórnlagaþingi, þeim mun sterk-
ari verður staða frumvarpsins sem
það leggur fram og meiri líkur á
að Alþingi taki það til meðferð-
ar með litlum eða engum breyt-
ingum. Það skiptir höfuðmáli að
stjórnlagaþing verði vel skipað.
Stuðlum að því og hvetjum gott
fólk til að bjóða sig fram.
Mig langar enn fremur að vekja
athygli á því að framboðsfrest-
ur til stjórnlagaþings rennur út á
hádegi 18. október 2010. Þá þurfa
frambjóðendur að hafa sent til
landskjörstjórnar gögn um fram-
boð sitt: framboðsyfirlýsingu,
kynningarefni ásamt mynd, og
lista með nöfnum a.m.k. 30 með-
mælenda. Munum að hvert okkar
má aðeins mæla með einum fram-
bjóðanda.
Tveir vottar þurfa að staðfesta
undirskrift meðmælandans, eins
og oft er á opinberum skjölum.
Sömu menn mega votta undirskrift
margra meðmælenda – og með-
mælendur mega sjálfir vera vottar
hjá öðrum frambjóðendum.
Upplýsingar um kosningarn-
ar og skjölin sem þarf að fylla út
má finna á vefsíðunni www.kosn-
ing.is
Hafi menn ekki aðgang að tölvu
og neti má hafa samband við skrif-
stofu stjórnlagaþings í síma 422-
4400.
18. október
Stjórnlagaþing
Guðrún
Pétursdóttir
formaður
stjórnlaganefndar
bmvalla.is
Pantaðu ókeypis
landslagsráðgjöf
í síma 412 5050
Nánari upplýsingar
á bmvalla.is
Söludeild :: Fornalundi, Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050
Söludeild :: Akureyri :: Sími: 412 5202
Söludeild :: Reyðarfirði :: Sími: 412 5252
Netfang :: sala@bmvalla.is
Íslensk hönnun
og íslenskar vörur
fyrir sælureitinn þinn
- hellur, steinar, blómaker og fjölmargt
annað sem skreytir umhverfið
Íslensk hönnun, íslenskt hráefni, íslensk framleiðsla, íslensk gæði!
Heimsókn í Fornalund kveikir ótal nýjar hugmyndir.
Sérfræðingar okkar í Fornalundi aðstoða þig við að
breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit.
ar
gu
s
1
0
-0
5
1
3
-3