Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 3
„Þetta eru föt sem ég flyt sjálf
inn frá London, París og Amster-
dam. Ekki frá neinum ákveðnum
merkjum, heldur raða ég saman
minni eigin línu frá mismund-
andi aðilum,“ segir Erna. „Mér
finnst það miklu meira spenn-
andi heldur en að fylgja línum
frá ákveðnum merkjum. Þetta
eru föt fyrir konur á öllum aldri
og stíllinn er mjög breiður.“
Erna hannar einnig föt og hús-
muni og upp úr næstu mánaðamót-
um má búast við því að hennar eigin
hönnum verði til sölu í Hafnarfirð-
inum og í netversluninni. En hvað
kom til að hún fór út á þessa braut?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
tísku og eftir að ég missti vinnuna
ákvað ég að láta gamlan draum ræt-
ast og fór af stað með verslunina.
Ég byrjaði smátt, tók eina sendingu
frá London, var með þetta heima
og seldi í gegnum Facebook en nú
er ég komin með netverslunina og
flotta aðstöðu á Reykjavíkurvegi
68 í Hafnarfirði. Þannig að nú get
ég látið það eftir mér að hugsa um
tísku allan daginn, alla daga.“
Verslunin er opin fjóra daga í
viku, en einnig tekur Erna að sér
kynningar í heimahúsum og fyrir-
tækjum auk þess sem hún tekur á
móti hópum í versluninni utan opn-
unartíma. Slóðin á netverslunina er
www.ernafot.is. - fsb
Hugsar um tísku
allan daginn
Erna Lúðvíksdóttir dó ekki ráðalaus eftir atvinnumissi, opnaði
netverslun með tískufatnað og síðan verslun á Reykjavíkurvegi 68.
Skærlitir treflar lýsa upp skammdegið.
Erna Lúðvíksdóttir lét gamlan draum rætast og opnaði tískuverslun í Hafnarfirði og á
Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Herðaslár eru ómissandi í vetur.
BRJÁLAÐ KRINGLUKAST
30% afsláttur af öllum vörum
Frakkar áður 24.900
nú 12.900
st. 10-22
Peysur áður 9.900
nú 4.990
ofl. og ofl. frábær tilboð
Nýtt kortatímabil
Laugavegi 63 • s: 551 4422
GLÆSILEGIR
KJÓLAR
OG
JAKKAR
skoðið
sýnishorn á laxdal.is
Auglýsingasími