Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 34
14. október 2010 FIMMTUDAGUR4
Katrín er hárgreiðslukona á
Hár Expó og því liggur beinast
við að spyrja hana út í hárgreiðsl-
una líka. „Það verður hálfgerð
hattatíska í hári í vetur. Svolít-
ið fiftís eða rokkabillý með róm-
antísku ívafi. Ég skipti toppnum
í þrjá parta, gerði lauslegan snúð
úr miðjuhlutanum og svo tvær
fléttur beggja megin. Flétturn-
ar sneri ég saman og festi niður
með spennum,“ útskýrir Katr-
ín og segir tæknina einfalda þó
útkoman geti virst flókin. Hún
segir jafnframt að illa gerðar og
tættar fléttur út á hlið í síðu hári
muni sjást mikið í vetur.
„Í rauninni á ekkert að hugsa
of mikið um hvað maður er að
gera heldur hafa þetta „loose“.
Eins þarf ekki að nota nein efni
í fléttuna, annað en hitavörnina í
hárið, áður en það er blásið.“
Þessa dagana er Katrín að
undirbúa sig fyrir Wella trend
vision-keppnina í París í nóv-
ember þar sem hún keppir fyrir
Íslands hönd en hún sigraði í
undankeppninni hér heima. Þar
mun tjásulegum fléttum jafnvel
bregða fyrir.
„Ég keppi í Natural Goddess
eða gyðju náttúrunnar. Mér finnst
náttúrulegt útlit vera það sem
íslenskar konur vilja núna. Þær
vilja heilbrigt og náttúrulegt hár
og í raun fríska upp á sinn eigin lit.
Nú er til dæmis miklu meira um
skol en fastan lit og frekar verið
að gera þennan íslenska músalit
okkar aðeins skemmtilegri, það
er alveg hægt.“ heida@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Dita Von Teese mætti svart-
klædd, að venju, á tískusýningu
í París, með svartan loðfeld
og skartgrip um hálsinn.
Burlesque-listamaðurinn,
leikkonan og fyrirsætan Dita
Von Teese sýndi á sér svart-
klæddar hliðar eins og
hennar var von og vísa
við tískusýningu í París
nú í byrjun október.
Dita Von Teese er vön að birt-
ast á alls kyns listum yfir best
klæddu konur heims og er í sér-
stöku eftirlæti hönnuða á borð
við Christian Dior og Marc Jac-
obs. Dita sýndi að það er satt
sem menn segja, skinn og stór-
ir skartgripir eru á uppleið og
í tilfelli Von Teese voru fylgi-
hlutirnir og annar búnaður að
sjálfsögðu svartur.
- jma
Kynngimögnuð og svört
Lín Design, Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
15 - 50%
afsláttur
Lín Design á
6 ára afmæli
af öllum
vörum fram
á laugardag
Einnig í vef
verslun
www.linde
sign.is
Börnin fá frían
sængurfatnað
fyrir bangsann
Laugavegi 178 - Sími: 551 2070
Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf - www.misty.is
Vertu vinur
GLÆNÝIR OG ROSAFLOTTIR
TEG. MARE - push up
fyrir þær minni í B,C,D,DD
skálum á kr. 7.680,- og fyrir
þær stærri í C,D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 7.680,- buxur
í stíl á kr. 2.990,-
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
RIKKI G
ALLA DAGA FRÁ
17 – 20
TOPPGAUR