Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 58
38 14. október 2010 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is Gamanleikurinn Finnski hesturinn verður frumsýnd- ur í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Leikritið sló í gegn í Finnlandi 2004 og hefur getið af sér tvö framhalds- verk. María Reyndal leik- stjóri segir þetta vera kol- svart gamanleikrit sem bjóði upp á beinar tenging- ar við íslenskan samtíma. Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola sló eftirminnilega í gegn þegar verkið var frumsýnt í heima- landinu Finnlandi fyrir sex árum. María Reyndal, leikstjóri leikrits- ins, segir verkið vera afar finnskt, í góðri merkingu. „Leikritið verður farsakennt á köflum en er ekki farsi eins og þeir sem við höfum átt að venjast; þetta er miklu svartara verk. Það er mjög skemmtilegt að fá að leikstýra gamanleikriti með svona miklum safa og kjöti á beinunum.“ Sögusviðið er bóndabær í Finn- landi, þar sem heimilisfólk hokrar við bág kjör. Þegar sonurinn kemur auga á glufu í kerfinu fær hann föðurinn með sér að safna saman nokkrum aflóga hestum í sveitinni og selja þá á fæti til ítölsku maf- íunnar. Þá fer af stað atburðarás sem á eftir að vinda upp á sig. Að sögn Maríu stafa vinsældir verksins ekki síst af sterkri per- sónusköpun, enda er Peltola búinn að skrifa tvö leikrit til viðbótar með sömu persónunum. „Þarna er hreinskilin og kjaftfor amma og bóndahjón sem hafa verið skilin að borði og sæng í ellefu ár; húsfreyj- an er á breytingaskeiðinu en bónd- inn er búinn að ná sér í unga kær- ustu. Þarna er líka sonurinn, sem hefur ekki talað við móður sína frá því foreldrarnir skildu, og dóttir- in – yngsta manneskjan á heimil- inu og bjartasta vonin og vinkona hennar sem glímir við þunglyndi móður sinnar.“ Landbúnaðarstefna Evrópu- sambandsins er örlagavaldur í lífi fólksins á bóndabænum og býður verkið þannig upp á beina pólitíska tengingu við íslenska samfélagsumræðu, þar sem Evrópuumræðan er í brennidepli. „Þetta verk fjallar vissulega líka um Evrópusambandið en vinkillinn er annar en í dægur- málaumræðunni,“ segir María. „Hér er ekki fjallað um málin út frá sjónarhorni ríkja heldur út frá fjölskyldu sem lifir og hrær- ist í miðju regluverkinu; þetta eru síðustu bændurnir sem búa enn í sveitunum. En þetta er líka sammannlegt verk um fólk sem reynir að þrauka í gegnum erf- iða tíma, rétt eins og við á Aust- urvelli. Að því leyti rímar leikritið vel við ástandið hér á landi.“ Sigurður Karlsson þýddi verkið úr finnsku en með helstu hlutverk fara Harpa Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Kjartan Guð- jónsson, Lára Sveinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þórunn Lár- usdóttir, að ógleymdum klárnum Punkti. bergsteinn@frettabladid.is Svartur finnskur kjötfarsi MARÍA REYNDAL Segir Finnska hestinn kjötmeiri og safaríkari farsa en íslenskir leikhúsáhorfendur hafi átt að venjast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FINNSKI HESTURINN Finnskir bændur telja sig komna í feitt þegar glufa í kerfinu gerir þeim kleift að stunda hrossakaup við ítölsku mafíuna. Hildur Hákonardóttir myndlistarkona tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Með viljann að vopni á Kjarvalsstöðum klukkan 15 á sunnudag, en á sýn- ingunni eru meðal annars verk eftir Hildi. Leið- sögnin er liður í dagskrá í tilefni af kvennafrí- deginum 25. október. Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingar- innar á Íslandi, hafa ruglað saman reytum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir frídaginn. Margar af fremstu listakonum landsins hafa komið fram í daglegri dagskrá á Kjarvalsstöðum frá klukkan 12.30 til 13, nema á sunnudögum þegar dagskráin hefst klukkan 15. Í hádeginu í dag bregða Alexía Björg Jóhannes- dóttir og Sólveig Guðmundsdóttir sér í gervi Pöru- pilta, sem leika við hvurn sinn fingur; á föstudag flytur Júlía Hannam ljóð eftir Ingibjörgu Haralds; á laugardag leikur Þórunn Erna Clausen brot úr ein- leiknum Ferðasaga Guðríðar. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á listasafnreykjavíkur.is. Skottur á Kjarvalsstöðum HILDUR HÁKONARDÓTTIR Lóðsar gesti um sýninguna Með viljann að vopni á sunnudag. Morgunengill, ný spennu- saga eftir Árna Þórarinsson, kom út á þriðjudag. Í bókinni heldur Árni áfram að rekja svaðilfarir Einars blaða- manns, sem samkvæmt kápu- texta tekst nú á við sitt erfið- asta sakamál, þar sem örlög bréfbera að norðan og auð- manns með milljarðaskuldir á bakinu fléttast saman. JPV útgáfa gefur út. Morgunengill Árna ÁRNI ÞÓRARINSSON IEPO ONEIPO Kammerkór Suðurlands, Hrólfur Sæmundsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdótt- ir flytja lög af nýútkomnum geisladiski, IEPO ONEIPO, í Kristskirkju klukkan 20 í kvöld. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Á disknum eru flutt verk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Blóðnætur - kilja Åsa Larsson Íslenzkir þjóðhættir Jónas Jónasson Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Mataræði - handbók um hollustu - Michael Pollan Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbøl/Agnete Frills METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 06.10.10 - 12.10.10 10.10.10 - Logi Geirs Henry Birgir Gunnarsson Kvöldverðurinn - kilja Herman Koch Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Ertu Guð, afi? Þorgrímur Þráinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.