Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 62
42 14. október 2010 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Það er útbreiddur misskilningur að þeir, sem ekki náðu í armband á
Airwaves í tíma, séu búnir að missa af hátíðinni. Aukadagskráin, sem
er ókeypis og öllum opin, er nefnilega mögnuð. Hún hefur verið viða-
mikil undanfarin ár, en slær öll met í ár. Það eru tónleikar alla dag-
ana frá tíu að morgni og fram á
kvöld á um það bil tuttugu stöðum
og bara á föstudag er hægt að sjá
ein 50 tónlistaratriði. Dagskráin í
heild sinni er birt á www.icelanda-
irwaves.is (undir nafninu „off-
venue schedule“), en hér á eftir
koma nokkur dæmi.
Mál og menning, Havarí,
Hemmi og Valdi, Nikita, Reykjavík
Downtown Hostel, Prikið og Bar
11 eru meðal þeirra staða sem taka
þátt í aukadagskránni. Fyrstu tón-
leikarnir hvern dag eru á Prikinu
kl. 10, en kl. 11 er svo hægt að halda áfram á Havaríi. Og það eru engin
b-nöfn sem spila á aukadagskránni. Í dag er t.d. hægt að sjá Snorra
Helgason kl. 15 í Máli og menningu, SH Draum kl. 16 í Havaríi, hina
dönsku Penny Police á Bar 11 kl. 17, Frakkana í Gablé í Havaríi kl. 18 og
bresku sveitina We Aeronauts í Reykjavík Downtown Hostel kl. 19.
Á morgun er hægt að sjá á ýmsum stöðum Nolo, Miri, Moses
Hightower, Diamond Rings (frá Kanada), Sudden Weather Change,
Sing for me Sandra, Retro Stefson, Hafdísi Huld og Bombay Bicycle
Club (í Reykjavík Downtown Hostel kl. 19.00). Á laugardaginn er
dagskráin ekkert slor heldur. Þá má sjá t.d. Miri, Reykjavík!, Moses
Hightower og Ham í Nikitagarðinum, Rolo Tomassi og The Vandelles
á Bar 11 og Hjálma í Vesturbæjarlauginni, en þar verða tónleikar
klukkan 18 alla dagana. Auk alls þessa verður órafmögnuð dagskrá
í Norræna húsinu alla dagana og opnir tónleikar í Hressógarðinum.
Þar má til dæmis sjá öll kanadísku nöfnin sex á laugardaginn. Góða
skemmtun!
Glæsileg aukadagskrá
BÓNUS Bombay Bicycle Club spilar
ókeypis á aukatónleikum á Airwaves í ár.
Tónlistarunnendur hafa
beðið spenntir eftir Iceland
Airwaves-hátíðinni sem er
nýhafin. Fjölmargar erlend-
ar hljómsveitir streyma til
landsins og kröfur þeirra
eru stundum óraunhæfar.
Um áttatíu erlendar hljómsveitir
koma fram á Iceland Airwaves-
hátíðinni og eru þær byrjaðar að
streyma til landsins með allt sitt
hafurtask.
„Því stærri bönd, því metnaðar-
fyllri kröfur,“ segir Róbert Aron
Magnússon sem hefur annast
erlendu sveitirnar ásamt Agli Tóm-
assyni. „Það eru búnar að vera alls
konar kröfur um tæki og tól sem
eru ekki til á Íslandi. Menn hafa
tekið því misjafnlega en við erum
búnir að semja um þetta allt.“
Nokkuð umstang er í kringum
tónleika sænsku söngkonunnar
Robyn í Hafnarhúsinu á laugar-
daginn. Þrjú trommusett verða
á sviðinu, þar af eitt rafmagns-
trommusett. Einnig verða þar
tvö stór hljómborðssett. „Við
höfum séð á Twitter- og Face-
book-samskiptasíðum hennar að
hún er mjög spennt fyrir þessum
tónleikum. Hennar fólk er dálítið
kröfuhart en við erum að reyna
að koma því niður á jörðina og
láta það átta sig á því að við erum
á Íslandi,“ segir Róbert.
Breska poppsveitin Hurts spilar
í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld.
Hún flýgur til landsins á einka-
þotu, hvorki meira né minna. Ell-
efu manns verða um borð, þar á
meðal óperusöngvari sem syngur
með sveitinni á tónleikum. „Þegar
við bókuðum þá voru þeir ekki
búnir að gefa út eina smáskífu eða
plötu. Þetta eru menn sem var búið
að bóka á venjulegu farrými, ekki
einu sinni á Saga Class, og núna eru
þeir að koma hingað með einka-
þotu,“ segir Róbert, en þess má
geta að fyrsta plata sveitarinnar
kom út í síðasta mánuði. Ástæðan
fyrir einkaþotunni er reyndar ekki
Einkaþota og risaskjáir
AIRWAVES-HÁTÍÐIN HAFIN
Sænska söngkonan Robyn og breska
hljómsveitin Hurts spila í Hafnarhúsinu á
Airwaves-hátíðinni. Róbert Aron Magn-
ússon skipuleggur komu þeirra.
sú að Hurts sé svona stór og merki-
leg með sig heldur er þotan kost-
uð af þýskri sjónvarpsstöð. „Þeir
eru svo vinsælir í Þýskalandi. Þeir
vildu fá þá í eitthvað viðtal á þýskri
sjónvarpsstöð og eina leiðin til að
láta það ganga var að fljúga með þá
hingað yfir í einkaþotu. Þeir þýsku
tækluðu það.“
Þess má geta að umboðsmenn
bæði Robyn og Hurts vinna saman
og þeir ætla að nýta tækifærið og
skoða norðurljósin þegar hingað
kemur. „Þeir ætla að reyna að
finna norðurljósin. Þeir eru búnir
að bóka bílaleigubíl og ætla að fara
á fínt sveitahótel og þefa þetta
uppi,“ segir Róbert.
Mikið umstang verður einnig í
kringum tónleika þýsku danssveit-
arinnar Moderat í Hafnarhúsinu á
fimmtudagskvöld. Þrír risaskjá-
ir verða hífðir upp fyrir tónleika-
gesti en sveitin er þekkt fyrir flott
sjónarspil á sínum tónleikum.
freyr@frettabladid.is
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
> Í SPILARANUM
Kings Of Leon - Come Around Sundown
Sufjan Stevens - The Age Of Adz
Noise - Divided
Belle & Sebastian - Write About Love
Hljómsveitin Ég - Lúxus upplifun
KINGS OF LEON HLJÓMSVEITIN ÉG
Tónlist ★★★★
Allt er eitthvað
Jónas Sigurðsson
Jónas Sigurðsson vakti fyrst
athygli sem meðlimur Sólstrand-
argæjanna, en lögin þeirra Rang-
ur maður og Sólstrandargæi náðu
miklum vinsældum seint á síðustu
öld. Árið 2007 kom svo fyrsta sóló-
plata Jónasar, Þar sem malbikið
svífur mun ég dansa, og þar kvað
við alveg nýjan tón. Nú er önnur
platan komin, Allt er eitthvað.
Vinsælasta lagið á Malbikinu var
Baráttusöngur klansins á skíta-
dreifurunum, en í því datt Jónas
niður á alveg ómótstæðilega blöndu
af rammíslensku popprokki og ein-
hverri óskilgreindri sígaunastuð-
tónlist með lúðrablæstri og flottum
töktum. Frábært lag. Góðu frétt-
irnar eru að Jónas heldur áfram að
vinna með þetta sambland á nýju
plötunni. Hamingjan er hér, sem
hefur verið vinsælt undanfarið
er til dæmis þessarar ættar, með
viðbættum sálarbakröddum og það
sama á við um hið framúrskarandi
góða Skuldaólin og fleiri lög.
Það er þó alls ekki þannig að það
séu 12 tilbrigði við Skítadreifarana
á Allt er eitthvað, en í flestum lög-
unum er Jónas að vinna með þessi
sömu grunnatriði í útsetningunum;
taktana, blásturinn og bakradd-
irnar. Og tekst bara fjári vel upp.
Lagasmíðarnar eru margar mjög
flottar. Auk þeirra laga sem ég hef
þegar nefnt má bæta við Hleypið
mér út úr þessu partýi, titillagið
Allt er eitthvað, Nótt hinna ósögðu
orða og fleiri.
Jónas er skemmtilegur texta-
smiður. Hann nær örvæntingu og
firringu nútímans mjög vel, til
dæmis í Skuldaólinni og Hleyp-
ið mér út úr þessu partýi, en inni-
hald textanna er undirstrikað með
æstum söngnum og útsetning-
unni.
Allt er eitthvað er á heildina litið
frábær plata. Ein af þeim bestu á
árinu. Plata sem maður setur í
tækið, hækkar vel í og nýtur þess
að hlusta á kraftmikla tónlist með
textum á íslensku. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Jónas Sigurðsson fylgir
Malbikinu eftir með enn betri plötu.
Ómótstæðileg blanda
Hljómsveitin Weezer sendir í byrjun nóv-
ember frá sér plötuna Death to False Metal.
Platan inniheldur óútgefin lög sem voru
samin og tekin upp á síðustu tveimur ára-
tugum. Og já. Platan heitir í alvöru Death to
False Metal og þetta er í alvöru umslagið hér
til hliðar.
„Þetta eru frábær lög og frábærar upptök-
ur,“ sagði söngvarinn Rivers Cuomo í samtali
við breska tónlistartímaritið NME. „En af
einhverri ástæðu komust þau ekki í gegnum
niðurskurð fyrir plöturnar á sínum tíma.“
Platan inniheldur tíu lög sem hafa aldrei
heyrst áður. Á meðal laganna er útgáfa Weez-
er-drengjanna á smellinum Un-Break My
Heart, sem Toni Braxton söng svo eftir-
minnilega á tíunda áratugnum.
Óútgefin lög frá Weezer
FURÐULEGT UMSLAG Strákarnir í Weezer
senda frá sér tíu laga plötu í nóvember sem
inniheldur aðeins óútgefin lög. Þetta er í
alvöru umslagið.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
Vetrarstarf Nýrrar dögunar hefst n.k. fimmtudagskvöld
14. október kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Þá flytur sr. Halldór Reynisson erindi um sorg og sorgarviðbrögð.
Allir velkomnir
Samvera
um sorg og sorgarviðbrögð
www.nydogun. is nydogun@nydogun. is
Vetrardagskrá 2010
14. okt. Sorg og sorgarviðbrögð.
11. nóv. Sorg vegna sjálfsvígs.
9. des. Sorgin og jólin. Samvera í Grensáskirkju.
Samverurnar verða í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 20:30.
Húsið opnar kl. 19:30 þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi.