Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 67
FIMMTUDAGUR 14. október 2010 47
Úrslit næstu Eurovision-keppni
verða haldin í Düsseldorf í Þýska-
landi á næsta ári. Fjórar borgir
sóttu um að halda keppnina og
bar Düsseldorf sigurorð af Berl-
ín, Hamborg og Hannover. Um
þrjá viðburði í beinni útsendingu
verður að ræða. Undanúrslitin
verða 10. og 12. maí og úrslitin
sjálf verða síðan 14. maí í Esprit-
höllinni. Lagið Satellite með Lenu
Meyer-Landrut sigraði síðustu
Eurovision-keppni sem var haldin
í Ósló og náði það í framhaldinu
miklum vinsældum víða um Evr-
ópu. Hera Björk endaði í 19. sæti
í keppninni með lagið Je Ne Sais
Quois.
Eurovision í
Dusseldorf
HERA BJÖRK Næsta Eurovision-keppni
verður haldin í Düsseldorf á næsta ári.
Lögreglan í Los Angeles handtók í gær hjólreiðagarpinn James
Rainford eftir að hann fór í leyfisleysi inn á lóð Parisar Hilton.
Rainford læddist fram hjá öryggisvörðum, braut sér leið í
gegnum rammgerð öryggishlið og bankaði upp á hjá erfingj-
anum. Hann hitti hana þó ekki þar sem hann var varla búinn
að banka þegar öryggisverðir Hilton tóku eftir honum og
upphófst þá eltingaleikur sem endaði ekki fyrr en lög-
reglan mætti á svæðið. Rainford var á reiðhjóli og því
reyndist erfitt að ná í hann.
Rainford var færður á lögreglustöð í yfirheyslu, en
ekki er vitað hvað vakti fyrir honum eða hvort atvik-
ið tengist hnífamanninum sem braust inn til Parisar
fyrir skömmu. Rainford hefur verið ákærður og er
enn í haldi lögreglu.
Gavin Rossdale, söngvari hljómsveitar-
innar Bush og eiginmaður Gwen Stef-
ani, hefur viðurkennt að hafa átt í ást-
arsambandi við karlkyns klæðskipting
á níunda áratugnum. „Ég vildi ekki að
þetta myndi hafa áhrif á Bush,“ sagði
hann nýlega í viðtali.
Boy George sagði fyrst frá sambandi
Rossdale og klæðskiptingsins Marilyn
í sjálfsævisögu sinni Take it Like a
Man. Þá hefur Marilyn látið hafa eftir
sér að sambandið hafi varað í fimm ár
og að Rossdale hafi verið ástin í lífi hans.
„Ég var 17 ára og þá er ekkert skrýtið við neitt. Maður er bara að
finna sig og fullorðnast. Þannig er það,“ sagði Rossdale.
Ég kyssti gaur
SPILAR FYRIR BÆÐI LIÐ Gavin
Rossdale er kvæntur Gwen Stefani
en átti í ástarsambandi við karl-
mann á níunda áratugnum.
Aftur brotist inn hjá
Hilton-erfingjanum
ÓHEPPIN
Paris Hilton
fær ekki að
vera í friði.
Tónleikagestir á Iceland Air-
waves geta í fyrsta sinn í ár feng-
ið að fylgjast með ýmsu sem
tengist þessari tónlistarhátíð í
gegnum símann sinn. Þeir geta
fylgst með biðröðum í gegnum
farsímann sinn, fengið strika-
merki í símann sem geymir upp-
lýsingar um hljómsveitir, við-
burði og fleira, notað smáforrit
sem leiðir þá á réttan tónleika-
stað og fengið áminningu í sím-
ann áður en tónleikar hefjast.
Allir tónleikagestir með
snjallsíma, hvort sem þeir eru
viðskiptavinir Ring eða ekki,
hafa aðgang að þessari tækni
sem verður í boði undir merkjum
Ring.
Airwaves í
símanum
EVERYTHING EVERYTHING Everything
Everything spilar á Airwaves. Hægt er
að fylgjast með hátíðinni í gegnum
snjallsíma.