Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 68
44 21. október 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúning- inn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleik- ana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuð- um tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjand- inn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jóla- undirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Hall- dórssonar verða haldnir í desem- ber eins og Frostrósatónleikarn- ir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jóla- tónleikum. „Það er ánægju- legt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður lands- ins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laug- ardalshöll og er miða- sala hafin á aukatón- leika þar. Einnig er uppselt á Frostrós- ir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyr- irhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngv- urum og hljóðfæraleikur- um landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.- 17. desember. Í Laug- ardalshöll verða vel yfir tvö hundr- uð manns, ein- söngvarar, kórar og hljóð- færaleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is Danski leikstjórinn Thomas Vint- erberg, handritshöfundurinn Tobias Lindholm og framleiðand- inn Morten Kaufmann hljóta hin eftirsóttu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Submarino. „Ég er afar ánægð- ur og stoltur yfir því að hljóta kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs. Þetta er mikill heið- ur,“ segir Vinterberg. Submar- ino var sýnd á Riff-hátíðinni fyrir skömmu en það var Valdís Óskarsdóttir sem sá um klipp- ingu myndarinnar. Þær fimm myndir sem voru tilnefndar til kvikmyndaverðlaunanna verða sýndar á vegum Græna ljóssins 29. október til 4. nóvember í Bíó Paradís. Submarino verðlaunuð VERÐLAUNAHAFAR Vinterberg, Lind- holm og Kaufmann við verðlaunaaf- hendinguna. > ENGIN HEIMSKULEG NÖFN Söngkonan Lily Allen fékk nýlega að vita að hún gengur með strák. Hún seg- ist hafa byrjað að spá í nöfnum strax og hún fékk að vita hvers kyns frum- burður hennar verði. „Ég er kom- inn með lista af nöfnum en þau eru heimskuleg – við notum þau örugglega ekki,“ sagði hún. Þó að Keith Richards úr Roll- ing Stones segi söngvarann Mick Jagger „óþolandi“ í nýrri sjálfs- ævisögu sinni, segir gítarleikar- inn þá enn vera góða vini. Gítarleikarinn hefur viður- kennt að Jagger sé pirraður yfir sumu sem kemur fram í sögunni en það komi samt ekki að sök. „Hann er frekar ósáttur við hitt og þetta,“ sagði Richards. „Ég og Mick erum samt mjög góðir vinir og við viljum enn starfa saman. Getið þið ímyndað ykkur að allt gangi alltaf eins og í sögu? Ekk- ert myndi gerast. Það yrði enginn blús.“ Ævisagan er væntan- leg í búðir í næstu viku. Rollingar góðir vinir GÓÐIR VINIR Richards og Jagger eru enn þá góðir vinir. Söngvarinn Brandon Flowers úr The Killers er farinn að sjá fyrir endann á sólótilburðum sínum, í bili að minnsta kosti. Fyrsta sólóplata Flowers, Flamingo, kom út 10. september síðastlið- inn og hann er nú á tónleika- ferðalagi í Bretlandi. Eftir það taka við nokkrir tónleikar í Bandaríkjunum en svo ætlar söngvarinn að eyða tíma með eiginkonu sinni. Þau eiga von á þriðja barni sínu innan tíðar. „Þetta er að róast. Þetta verð- ur ekki eins stór kynningarher- ferð og hjá The Killers,“ segir söngvarinn. Flowers á heimleið „Hann hefur mikla samúð með Íslendingum og íslenskum málstað í sambandi við hrunið. Hann fær lesendur til að finna til með Íslendingum,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Bókin Hringnum lokað eftir enska rithöfundinn Michael Ridpath er nýkomin út hér á landi. Hún er sú fyrsta í nýrri bókaröð þar sem aðalöguhetjan er íslenski rannsóknarlögreglumaðurinn Magnús Jónsson sem býr í Boston. Hann er á flótta undan harð svíruðu glæpagengi og leitar skjóls á Íslandi en hann hefur ekki komið þangað í tvo áratugi. „Vaka-Helgafell gaf út bók eftir hann fyrir um fimmtán árum sem hét Myrkraverk. Þá kom hann til Íslands til að kynna bókina og hann ákvað þá að einhvern tímann myndi hann nota Ísland sem sögu- svið,“ segir Pétur Már. Sú bók fjallaði um verðbréfaviðskipti, enda er Ridpath fyrrverandi verðbréfasali. „Þegar hann byrjaði að skrifa þessa bók [Hringnum lokað] mundi hann að ég hefði gefið út Myrkraverk og sendi mér handritið og spurði mig hvort ég væri til í að tékka á staðreyndum. Það var mjög gaman,“ segir hann. „Bæði er þetta mjög fín bók og svo er þetta skemmtilegur og indæll náungi.“ Ridpath, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjun- um í tuttugu ár, ætlar að koma hingað til lands 13. nóvember til að fylgja bókinni eftir. - fb Íslensk lögga í erlendri seríu MICHAEL RIDPATH Enski rithöfundurinn ætlar að skrifa bóka- röð um íslenska rannsóknarlögreglumanninn Magnús Jónsson. NORDICPHOTOS/GETTY Það virðist vera árviss viðburður hjá bandarískum fjölmiðlum að greina frá óléttu bandarísku söngkonunnar Bey- oncé Knowles. Og nú var það US Weekly sem segist hafa traustar heimildir fyrir því að Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z eigi von á sínu fyrsta barni. Tímaritið hefur eftir innanbúð- armanni í starfsliði söngkonunn- ar að fréttirnar hafi komið henni á óvart, þetta hafi ekki verið á dagskránni því hún sé með hljóð- versplötu í smíðum og hafi ætlað í tónleikaferðalag til að fylgja henni eftir. „Þetta kom henni í opna skjöldu, Knowles elskar börn en hún var ekki við því búin að verða mamma,“ hefur tímaritið eftir heimildarmanni sínum. Annar heimildarmaður hefur hins vegar aðra sögu að segja og upplýsir dygga lesend- ur blaðsins um að Bey- oncé líti á þetta sem gjöf frá Guði. „Hún er ótrúlega ham- ingjusöm.“ US Weekly hafði af þessu tilefni samband við nokkra nákomna vini og ættingja hjónanna. Kevin Liles, framkvæmdastjóri plötufyrirtækis og vinur Jay-Z til margra ára, segir rappar- ann vera mikinn fjölskyldu- mann og Solange, syst- ir Beyoncé, segir að söngkonan hafi ótrú- lega fallegt hjarta- lag. „Hún verður frábær mamma.“ Tímaritið greinir jafnframt frá því að þetta hafi verið draum- ur Jay-Z mjög lengi og hann hafi þrýst á eiginkon- una sem hafi viljað frestað þessu eins lengi og mögulegt væri vegna ferils hennar. Beyoncé aftur sögð ólétt ÓLÉTT? Beyoncé er aftur sögð ólétt í bandarískum fjölmiðlum. Endanleg staðfesting hefur þó ekki borist. Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar Á FERÐ OG FLUGI Frostrósafólkið verður á ferð og flugi í desember. Miðasala á tón- leikana hefur gengið vonum framar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jólagestir Björgvins Halldórssonar stíga á svið á þrennum tónleik- um í Laugardalshöll og einum á Akureyri í desember. Tónleikarnir eru núna haldnir í fjórða sinn og eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu verða tenórinn Paul Potts og Eurovision-stjarnan Alexander Rybak á meðal gesta. Miðar á tón- leikana í Höllinni kosta 6.900 og 7.900 krónur og hefur miðasalan gengið einkar vel. JÓLAGESTIR EINNIG VINSÆLIR ÁNÆGÐUR Samúel Kristjánsson er gríðarlega ánægður með miðasöluna. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 BARA KREISTA! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.