Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 10
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann með hnífi og veita honum áverka á höfði og líkama. Árásin átti sér stað á heimili hnífamannsins í Kópavogi í byrj- un apríl 2008. Pilturinn sem ráð- ist var á hlaut skurði í hársverði, á vinstri öxl og sár á hægri síðu. Mönnunum hafði orðið sund- urorða. Fórnarlambið neitaði að yfirgefa heimilið. Árásarmaður- inn, sem var ölvaður við handtöku, viðurkenndi verknaðinn við yfir- heyrslu lögreglu daginn eftir. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingarinnar að hinn dæmdi framdi brotið eftir nokkra ertingu frá brotaþola. Einnig var litið til þess að árásarmaðurinn játaði sakargiftir við alla með- ferð málsins og lagði sig fram við að upplýsa málið. Var það virt honum til málsbóta. Enn fremur að ákærði var einungis sautján ára þegar brotið var framið. Hins vegar var litið til þess við ákvörðun refsingar að það að leggja til manns með hnífi væri sérstaklega hættuleg árás enda til þess fallin að geta valdið miklu líkamstjóni. - jss Tvítugur karlmaður dæmdur fyrir líkamsárás í Kópavogi: Fimm mánuðir fyrir hnífaárás HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir hnífaárás. Samfylkingin xs.is Opnir umræðufundir í Reykjavík og á Akureyri í framhaldi af skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Í dag 21. október kl. 18-21, Borgartúni 6, Reykjavík. Laugardaginn 23. október kl. 11-14 á Hótel KEA, Akureyri. Samningsleið, tilboðsleið - hvert förum við héðan? Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis Bless og takk fyrir fiskinn. Skýrsla sáttanefndar. Róbert Marshall, fulltrúi í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis Heildstæð auðlindastefna. Auðlindasjóður Íslands. Gunnar Tryggvason, verkfræðingur Er tekjulaus eign þjóðinni einhvers virði? Dr. Þórólfur Matthíasson, prófessor, Háskóla Íslands Fyrirspurnir og almennar umræður eftir því sem tíminn leyfir. Súpa seld á staðnum. Fundarstjóri í Reykjavík: Margrét S. Björnsdóttir, form. framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Fundarstjóri á Akureyri: Helena Þ. Karlsdóttir, formaður Samfylkingarinnar á Akureyri Allir velkomnir Stjórn fiskveiða Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 REYNSLUBOLTAR MEÐ RÍKA ÞJÓNUSTULUND HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1 KOMDU VIÐ Á NÆSTA HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR. · Hjólbarðaþjónusta fyrir alla bíla, stóra, smáa, gamla og nýja · Fagleg og skjót vinnubrögð · Hagstætt verð · Landsins mesta úrval af dekkjum og felgum · Á dekkjahótelum N1 býðst þér að geyma sumardekkin gegn vægu gjaldi Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is N1 VEGAA ÐSTOÐ FYRIR REY KJAVÍK O G NÁGREN NI Hafðu sam band ef bí llinn bilar! Opið allan sólarhring inn, alla da ga. Sími 660 3 350 TÍVOLÍ LAUGARDAGA FRÁ 13 – 16TOPPHELGAR Erlingur Sigurðarson Gunnar Þór Stefánsson Kjartan Þór Ragnarsson Kristbjörg Þórisdóttir Íris Lind Sæmundsdóttir Ólafur Jakobsson Ólafur Proppé Framboð til stjórnlagaþings ÞJÓÐKIRKJAN Hlutfall skráðra barna og unglinga í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 12,5 prósent á síðustu tíu árum. Í dag eru um 80 prósent barna og unglinga undir 17 ára aldri skráð en árið 2000 var hlutfallið í kringum 90 prósent. Nú eru 64.790 börn og ung- menni undir 18 ára aldri skráð í Þjóðkirkjuna samkvæmt vef Hagstofunnar. Árið 2000 voru þau 69.865. Á þessu sama tíma- bili hefur börnum og unglingum á þessum aldri fjölgað úr 77.855 í 80.682. Þar af leiðandi er raun- fækkun barna og unglinga í Þjóð- kirkjunni 12,5 prósent. Börnum fækkar í kirkjunni: 12,5 prósenta fækkun skráðra STJÓRNSÝSLA Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssam- bands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtak- anna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta bún- aðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnað- argjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábáta- eigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum sam- kvæmt til búgreinafélaga og Bjarg- ráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opin- bera. Umboðsmaður Alþingis skoð- aði réttmæti félagagjalda smábáta- eigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sam- bærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasátt- mála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadóm- stólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Skýra þarf betur lög um félagagjöldin Dómur Hæstaréttar um félagagjöld hefur ekki áhrif á búnaðargjald sem bænd- ur greiða Bændasamtökunum. Gjaldtakan má ekki stangast á við stjórnarskrá. ELÍAS BLÖNDAL Lögfræðingur Bændasamtakanna segir ólíklegt að dómur Hæstarétt- ar um félagagjöld hafi áhrif á búnaðargjald bænda. Skýra þurfi lög um gjaldið betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.