Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 12
12 21. október 2010 FIMMTUDAGUR ÞING KOMMÚNISTAFLOKKSINS Um helgina var afgreidd næsta fimm ára áætlun efnahagslífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA, AP Xi Jinping, varaforseti Kína, þykir nú líklegur til að taka við af Hu Jintao forseta á næsta flokksþingi kínverska Kommún- istaflokksins, sem haldið verður eftir þrjú ár. Xi var á efnahagsþingi flokks- ins um helgina hækkaður í tign innan herráðs flokksins. Línur skýrðust þó lítt á þinginu um hugsanlegar lýðræðisumbæt- ur. Wen Jinbao forsætisráðherra, sem hefur talað um nauðsyn slíkra umbóta, virðist eiga í bar- áttu við íhaldssamari félaga sína í flokknum. - gb Xi hækkaður í tign: Lýðræðið bíður seinni tíma SAMGÖNGUR Breiðþota Lufthansa, sem var á leið frá New York til München, þurfti að millilenda á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun vegna alvarlegra veikinda fimm farþega um borð. Á vellinum biðu læknar og sjúkrabílar sem fluttu fólkið á Landspítalann til rannsóknar. Farþegarnir voru allir útskrifað- ir seinnipartinn í gær, en að sögn læknis á Landspítalanum er talið að um heiftarlega matareitrun hafi verið að ræða. Sýnishorn af matnum sem fólkið borðaði um borð hefur verið sent sóttvarna- lækni til rannsóknar. - sv Þota lenti óvænt í Keflavík: Fimm farþegar á sjúkrahús VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann leggi fram tilboð eða kaupi hlut í Högum þegar fyrirtækjasamstæðan verð- ur skráð á hlutabréfamarkað eftir áramót. „Ég er ekki í stuði til að svara því núna. Það mun líða nokkur tími fram að ákvarðanatöku,“ segir Jóhannes, sem nýkominn er heim eftir um tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi vegna baráttu sinnar við krabbamein. Arion banki, sem á 99,5 prósent hlutafjár í Högum, til- kynnti á mánudag að hann áform- aði að selja kjölfestufjárfesti 15 til 29 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir skráningu. Áhugasamir fjárfestar gætu lagt fram tilboð í félagið allt. Jóhannes lýsti því yfir þegar hann hætti sem stjórnarformaður Haga í ágústlok að hann hefði full- an hug á að gera tilboð í félagið og eignast Bónus á ný. Jóhannes segir nú að þrátt fyrir þetta hafi hann ekki að fullu sagt skilið við Bónus. Hann hafi keypt helmingshlut Haga í verslunum SMS í Færeyjum. Lykl- ana fær hann afhenta 1. desember næstkomandi. „Þá verður maður kominn í Bónus aftur.“ - jab Jóhannes Jónsson í Bónus jafnar sig eftir sjúkrahúsvist vegna krabbameins: Óvíst hvort hann bjóði í Haga JÓHANNES Stofnandi Bónuss hefur ekki sagt skilið við fyrirtækið að fullu. Hann festir sér helmingshlut í verslunum fyrirtækisins í Færeyjum í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Yfirborðskennd samskipti á Facebook eru mikilvægari en úrtölumenn gætu talið, sam- kvæmt niðurstöðum doktorsrann- sóknar Håkans Selg við Uppsala- háskóla í Svíþjóð. „Myndirnar, athugasemdirn- ar og aðrar færslur minna okkur stanslaust á tilvist vina okkar. Innihaldið skiptir ekki öllu, held- ur sú staðreynd að við upplifum það að vinir okkar sem eru einnig vinir okkar á Facebook séu nán- ari okkur en þeir sem ekki eru á Facebook,“ segir Selg. - bj Facebook-vinirnir vinalegri: Bull á Facebook sagt mikilvægt FJARSKIPTI Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heimin- um, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistara- verkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðing- ar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjar- skiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölv- ur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvu- kerfi heilu þjóðanna á hliðina. Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvit- uð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öfl- ugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíð- ur samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarn- ar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Krist- inn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíð- ur bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarn- ir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvu- glæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórn- völd ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikil- vægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafs- bandalagsins. brjann@frettabladid.is Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota Verji fólk ekki tölvur sínar er hægt að fjarstýra þeim til að fremja netglæpi. Slíkar varnir gera þó ekkert gegn árásum á netkerfi. Sérfræðingur óttast algera ringulreið yrði stór tölvuárás gerð á íslensk vefkerfi. GLÆPIR Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. NORDICPHOTOS/AFP Vilji hinn almenni tölvunotandi reyna að tryggja að tölvan hans sé ekki í hættu þarf hann að vera með vírusvörn og eldvegg. Einnig er gott að nota vafra sem talinn er hvað öruggastur. Þetta þarf ekki að kosta peninga, heldur er hægt að finna ókeypis forrit á netinu. ■ Vírusvörn: Avast! býður upp á ókeypis vörn, sjá avast.com. ■ Eldveggur: Mælt er með Comodo eldveggnum, sjá comodo.com. ■ Uppfærslur: Secunia sér um að öll forrit séu uppfærð, sjá secunia.com. ■ Vafri: Google Chrome er talinn góður, sjá chrome.google.com. ■ Upplýsingar: Hægt er að fá frekari upplýsingar á vefnum, sjá netoryggi.is. Tölvuvarnir fyrir byrjendur jakki & buxur Verð jakki: 5.500 kr. Verð buxur: 5.000 kr. (Stærðir: 62- 86) Verð húfa: 2.000 kr. Verð vettl.: 1.800 kr. (Stærðir: 1- 2) aukahlutir Verð: 7.250 kr. (Stærðir: 62- 86) KR ÍA KR ÍA KR ÍA heilgalli Hlýr og þægilegur heilgalli fyrir þau yngstu. Hægt er að loka fyrir ermar og skálmar. Hlýr heilrenndur fl ísjakki með góðum kraga. Þægilegar buxur með teygju í mittið. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir þau yngstu. TURN Indverski auðkýfingurinn Mukesh Ambani hefur byggt sér þetta 27 hæða hús í Múmbaí. Húsið er 37 þúsund fermetrar, með þremur þyrlupöllum og 160 bílastæðum í kjallara. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.