Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 18
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is 3,0% Nýsköpunar er þörf í íslenskum sjávarútvegi: Byggir of mikið á hefðum og venjum „Við sjáum ýmis tækifæri til nýsköpunar í sjávarútvegi. Hann hefur gengið á hefðum og venj- um, viðkvæðið er gjarnan að svona hafi hlutirnir verið gerð- ir í gegnum tíðina og þeim því ekki breytt,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar- og frumkvöðlaset- ursins Innovit. Innovit hefur, ásamt nem- endum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, lokið við markaðsgreiningu á Iceland- ic Group. Fyrirtækið er alþjóð- legt net sjálfstæðra fyrirtækja í fjórtán löndum sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu á sjávarfangi. Vinnan, sem var að frum- kvæði Innovit, hefur staðið yfir frá í fyrrasumar. Hópur- inn hefur skilað af sér ítarlegri greiningu á skipulagi fyrirtæk- isins. Niðurstaðan er í grófum drátt- um sú að mikil tækifæri eru til nýsköpunar hjá stærri fyrir- tækjum í sjávarútvegi, svo sem á sviði markaðsmála, skipulagi, stjórnun og í vöruþróun. Andri bendir á að mikil samþætting hafi verið í gangi hjá Icelandic Group síðastliðin tvö ár og sé hún langt komin. Hann telur fiskmarkaði á meðal þess sem megi skoða betur. „Þeir eru ekkert ósvipaðir fjármálamörkuðum. Ef nýtísku- legri aðferðum væri beitt gætu verðmæti orðið til þar,“ segir hann. - jab ANDRI Mögulegt er að leysa úr læðingi aukin verðmæti á fiskmörkuðum með nýtískulegri viðskiptaháttum, að sögn framkvæmdastjóra Innovit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stjórnarfrumvarp um styttri fyrningartíma skulda við gjald- þrot – niður í tvö ár – gæti umbylt íslensku fjármálakerfi og þjóðlífi. Þetta eru í stórum dráttum vangaveltur greiningardeildar Arion banka um frumvarp forsæt- is- og fjármálaráðherra sem boðað var á þriðjudag. Greiningardeildin bendir á að til skemmri tíma styrki frumvarpið stöðu skuldara, það geti komið í veg fyrir gjaldþrot og létt á skulda- vanda heimilanna. Á hinn bóginn gætu margir ákveðið að fara gjaldþrotaleið- ina. Við það aukist framboð á fast- eignamarkaði og eftirspurn dragist saman. Það geti haft í för með sér verri eiginfjárstöðu íbúðareigenda, sem geti leitt til tregðu fjármála- fyrirtækja til lánveitinga. Í kjöl- farið geti gjaldþrotum fjölgað. Deildin bendir á að íslensk heim- ili beri ýmsar aðrar skuldir en hús- næðislán. Hafi fólk möguleika á því að þurrka út skuldir gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna, kreditkortafyrirtækjum og fleiri með tveggja ára útlegð geti það haft í för með sér grundvallar- breytingar á íslenskum þjóðhátt- um. Í kjölfarið verði erfiðara að afla lánsfjár, meira verði um eldri bíla en nú og fólk búa í smærri íbúðum en áður. Tekið er fram í umfjölluninni að enn eigi eftir að kynna frumvarpið og því er ekki ljóst hvernig lögin verði útfærð. jonab@frettabladid.is Skuldafyrning gæti umbylt samfélaginu Greiningardeild Arion banka segir frumvarp um tveggja ára fyrningu skulda geta valdið því að framboð á húsnæði verði meira en eftirspurn. Verði mögu- legt að þurrka út allar skuldir geti orðið grundvallarbreyting á þjóðháttum. HORFT YFIR MIÐBÆ HÖFUÐBORGARINNAR Fari svo að fjármálafyrirtæki verði treg til lánveitinga sökum þess hversu auðvelt verði að gera skuldir sínar að engu mun fólk búa í minna húsnæði en áður og aka um á eldri bílum en í dag, samkvæmt framtíð- arsýn greiningardeildar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur til sölumeðferðar allt að 99,5% af útistandandi hlutabréfum í Högum hf. Eignarhluturinn er í eigu Eignabjargs ehf. sem er dótturfélag Arion banka. Áformað er að óska eftir því að hlutabréf í Högum verði tekin til viðskipta í kauphöll, á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf., og bjóða fagfjárfestum og almenningi að kaupa hluti í félaginu í aðdraganda þeirrar skráningar. Gert er ráð fyrir að eignarhald Haga verði dreift, en áður en til þess kemur að almennum fjárfestum verði boðnir hlutir í félaginu er talið æskilegt að upplýsingar liggi fyrir um það hvaða hluthafar muni veita Högum forystu þegar félagið verði skráð í kauphöll. Fyrsti hluti söluferlis á eignarhlut bankans í Högum snýr því að sölu á kjölfestuhlut. Samhliða fyrirhugaðri sölu á kjölfestuhlut verða kannaðir möguleikar á að selja í einu lagi framangreindan 99,5% eignarhlut í Högum. Söluferlið – fyrsti hluti Í fyrsta hluta söluferlisins er boðinn til sölu kjölfestuhlutur í Högum og er þá miðað við 15-29% eignarhlut. Í þessum hluta ferlisins er jafnframt gefinn kostur á að leggja fram tilboð í allan hlut bankans í Högum sem nemur um 99,5% af útistandandi hlutum í félaginu. Fyrsti hluti söluferlisins er opinn öllum áhugasömum fjárfestum með til þess bæran fjárhagslegan styrk. Seljandi áskilur sér rétt til þess að takmarka aðgang að þessum hluta söluferlisins, meðal annars ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna. Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í fyrsta hluta söluferlisins eru beðnir að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Skulu þeir leggja fram trúnaðaryfirlýsingu á þar til gerðu formi í síðasta lagi miðvikudaginn 3. nóvember 2010. Sölugögn verða kynnt og afhent þátttakendum á næstu vikum. Tekið verður við óskuldbindandi tilboðum til mánudagsins 15. nóvember 2010. Tilboðum skal skilað á þar til gerðu formi. Í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í fyrsta hluta söluferlisins. Munu þeir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og fjárhag Haga áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endanlegra samninga um kaup og sölu á kjölfestuhlut (eða öllum eignarhlut bankans) í Högum. Seljandi áskilur sér rétt til að i) gera breytingar á skilmálum og/eða viðmiðum söluferlisins og/eða ii) ganga til samninga við hvaða tilboðsgjafa sem hann kýs eða hafna öllum. Frekari upplýsingar Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444 6805 eða með því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.hagar2010@arionbanki.is. Kjölfestuhlutur í Högum hf. boðinn til sölu Hagar eru leiðandi fyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði. Undir samstæðu Haga falla verslanakeðjurnar Bónus, Hagkaup, Útilíf, verslanir á Íslandi undir vörumerkjunum All Saints, Coast, Day, Debenhams, Dorothy Perkins, Evans, Karen Millen, Oasis, Top Shop, Warehouse og Zara, ásamt innkaupafyrirtækjunum Aðföngum, Hýsingu, Banönum og Ferskum kjötvörum. Á síðastliðnu fjárhagsári, sem lauk 28. febrúar 2010, námu heildartekjur framangreindra eininga 65,1 milljarði króna og var rekstrarhagnaður (EBITDA) þeirra 4,0 milljarðar króna. VERÐBÓLGA verður hér á landi samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka. Gangi það eftir hefur verð- bólga ekki verið minni síðan í júní árið 2005. Verðbólga mælist nú 3,7 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.