Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 21. október 2010 21 Hvað getum við gert? III Þetta er þriðja grein mín um hvað þarf (að breytast) til þess að stjórnmál fari að virka fyrir almenning og ástæður þess að það er bæði óæskilegt og ósanngjarnt að setja alla flokka undir sama hatt. Í síðustu grein rakti ég þær róttæku breyting- ar sem Framsókn réðist í og hvernig við sýndum í verki að alvara væri á bakvið þær breyt- ingar. Alla tíð síðan höfum við lagt fram fjölmargar tillögur að lausnum, aðvaranir og ábend- ingar um hvað betur mætti fara og ráð um hvernig best væri að standa að því. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni eins og rakið verður hér að neðan: 1. Stjórnmálamenn verða að vinna betur saman Þrátt fyrir reynsluna af minni- hlutastjórninni höfum við ítrek- að boðið stjórnvöldum sam- starf við úrlausn mála. M.a. með tillögum í þinginu, þátt- töku í samráðsnefndum og með því að teygja okkur langt til að vinna með stjórnvöldum að lausn Icesave-deilunnar. Í mars kynnt- um við svo kallaðar þjóðarsátt- artillögur en stjórnvöld hafa nú boðað slíkt samstarf eftir mót- mælin miklu á Austurvelli. 2. Almenn skuldaleiðrétting Tillögur okkar um almenna skuldaleiðréttingu komu til vegna þess að minnihluta- stjórnin lagði ekki fram tillög- ur að því hvernig hún ætlaði að uppfylla skilyrðin fyrir tilveru sinni. Þ.e. hvernig hún hygðist taka á skuldavanda heimila og atvinnulífs (sem var orðið afar aðkallandi þegar í byrjun árs 2009). Rökin sem við færðum fyrir því að hagkvæmt, rétt og sanngjarnt væri að fara þá leið hafa síðan sannað gildi sitt eitt af öðru þótt nú sé reyndar búið að varpa fyrir róða mörgum þeirra tækifæra sem gáfust til að fram- kvæma leiðréttinguna með skil- virkum og ódýrum hætti. Iðu- lega höfum við þó ítrekað að við værum reiðubúin til að ræða útfærsluna til að finna þá leið sem á best við á hverjum tíma. 3. Undirgefni gagnvart erlendum stofnunum og kröfuhöfum Þingflokkur framsóknarmanna studdi neyðarlögin í stjórnar- andstöðu og frá upphafi höfum við bent á að þær efnahagslegu hremmingar sem þjóðin lenti í kalli á róttækar aðgerðir til að tryggja hagsmuni almennings. Í tvö ár höfum við varað við und- irgefni stjórnvalda gagnvart erlendum kröfuhöfum, stjórn- málamönnum og alþjóðastofnun- um. Það er skammgóður vermir að reyna að kaupa sér vinsæld- ir erlendis með undirgefni. Til lengri tíma litið skilja allir að Íslendingar eru í þeirri stöðu að þurfa að verja hagsmuni sína af festu, það mundu aðrar þjóðir gera í sömu aðstöðu. 4. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Við höfum hvað eftir annað gagn- rýnt samstarfið við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn og varað við því að AGS fengi að stýra stefnu stjórn- valda, sérstaklega í ljósi reynslu annarra landa. Jafnframt höfum við bent á aðrar leiðir til lausn- ar. Oft fengum við bágt fyrir en erlendir sérfræðingar hafa tekið undir einn af öðrum (m.a. tveir Nóbelsverðlaunahafar í hag- fræði). 5. Icesave Mánuðum saman var okkur legið á hálsi fyrir að vera of hörð í Icesave-deilunni og máttum þola endalausar „pólitískar loftárás- ir“ af þeirri ástæðu. Framsókn- armenn voru hvað eftir annað sagðir einangraðir í afstöðu sinni. Á endanum greiddu 98% þeirra sem tóku afstöðu í þjóð- aratkvæðagreiðslu atkvæði með þeirri afstöðu sem Framsókn var sögð einangruð í. Öfugt við hrakspárnar styrktist gengið og skuldatryggingaálagið lækkaði í framhaldinu. Sparnaðurinn sem þegar er til kominn vegna lægri vaxtagreiðslna er meiri en nemur öllum skattahækkunum og niður- skurði ríkisstjórnarinnar. 6. Fyrning gjaldþrotakrafna Við höfum barist fyrir því að kröfur vegna gjaldþrota fyrnist á nokkrum árum svo að fólk sem lendir í gjaldþroti geti byrjað að byggja upp að nýju, sjálfu sér, fjölskyldum sínum og samfélag- inu til heilla. 7. Gengisbundin lán og nýju bankarnir Hæstiréttur staðfesti ólög- mæti gengisbundinna lána. Að mati ráðherra stefndi dómur- inn nýju bönkunum í hættu og gat kostað ríkið yfir 100 millj- arða króna. Framsóknarmenn leiddu umræðuna um gengis- bundin lán með ítrekuðum fyr- irspurnum í þinginu frá því á fyrri hluta árs 2009. Við vör- uðum við áhættunni sem fylgdi stofnun nýju bankanna og lögð- um fram tillögu um ódýrari og áhættuminni leið sem hefði auk þess gert bankana betur í stakk búna til að afskrifa og gegna hlutverki sínu. 8. Verðtryggingin Við höfum lagt mikla áherslu á umræðu um verðtryggingu og lögðum til að sett yrði 4% hámark á vísitölutengingu. Loks fengum við, með samningum við ríkisstjórnina, samþykkta stofn- un nefndar sem á að hanna leiðir til að afnema eða vinda ofan af neikvæðum áhrifum verðtrygg- ingarinnar. 9. Heimilin í óvissu Þegar ljóst var orðið að stefndi í stór álitamál varðandi geng- isbundin lán og aðrar kröfur á heimilin lögðu þingmenn Fram- sóknar fram frumvarp að lögum um hópmálsókn og flýtimeðferð fyrir dómstólum til þess að slík mál yrðu ekki í óvissu mánuðum og árum saman og héldu um leið samfélaginu í frosti. 10. Skjaldborgin Þegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Það gerðum við vegna þess að við blasti að ekki væri nóg að gert. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. Í fjórðu og síðustu greininni tel ég upp nokkur grundvallar- atriði til viðbótar og fer loks yfir hvernig staðan er nú og hvað er til ráða. Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Þrátt fyrir reynsluna af minni- hlutastjórninni höfum við ítrekað boðið stjórnvöldum samstarf við úrlausn mála. Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.