Fréttablaðið - 22.10.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 22.10.2010, Síða 18
18 22. október 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Nú hafa nokkrir þingmenn innblásn-ir af lýðræðisást lagt fram þings- ályktunartillögu um að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr við- ræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína um að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálfhræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi. Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort við- halda eigi núverandi kvótakerfi í sjáv- arútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjör- dæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvo sveitarfélög. Álftnesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafn- arfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veru- leika. Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verð- ugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evr- ópusambandið og að kjósa um slíkan samning. Sönn lýðræðisást Evrópumál Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna Nýtt Að sögn Vigdísar Hauksdóttur þing- konu var það í raun ekki hún sjálf sem brást þegar hún lagði fram óþingtæka tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumál. Það voru starfsmenn Alþingis og skammtímaminnið henn- ar. Fá, ef nokkur, dæmi eru þess að þingmenn kenni starfsmönnum þings- ins um eigin mistök. Að líkindum hefur Vigdís því skrifað nýjan kafla í þingsöguna með yfirlýs- ingu þar um. Einstakt Og svo er það skammtímaminnið. Það sveik, sagði Vigdís á Rás 2. Sé það raunin er skammtímaminni Vigdísar einstakt. Skammtímaminni flestra geymir nefnilega fimm til níu atriði í nokkrar sekúndur. Geti Vigdís geymt upplýsingar úr lagasafninu í sínu skammtímaminni (sem á það reyndar til að svíkja hana) er hún vissulega rannsóknarefni. Eins Vigdís er annars mjög dugleg í vinnunni og tekur virkan þátt í umræðum. Þegar rætt var um fyrirkomulag kjörs til stjórnlagaþings benti hún á að fyrirhugað kerfi væri flókið og það myndi taka fólk langan tíma að fylla út kjörseðilinn. Réttast væri því að kjósa með rafrænum hætti. „Með því að hafa þetta fyrstu alvöru rafrænu kosninguna á Íslandi og tölvuvæða kjördeildir væri hægt að slá inn annaðhvort nafn eða númer og þá mundi líka birtast á skjánum mynd af þeim sem fólk ætlar að kjósa. Þá er ekki hægt að misskilja eða skrifa vitlaust númer því að þá þrítékkar kjósandinn sjálfur að hann sé að kjósa réttu manneskjuna,“ sagði Vigdís. Því miður hlaut hugmyndin ekki hljómgrunn. bjorn@frettabladid.is Í anda þessarar lýðræðisást- ar eiga þessir þingmenn auð- vitað að víkka út þessa þjóðar- atkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Þ ó að margt fari í taugarnar á þjóðinni og hafi gert í gegn- um árin er líklega fátt sem kveður jafn mikið að í þeim efnum og svokallaðar pólitískar ráðningar. Er þar átt við ráðningar þar sem stjórnmálamenn meta stjórnmálaskoð- anir, vin- og frændskap ofar öðru þegar opinberu starfi er ráðstafað. Þekkt er að Íslendingar eru í eðli sínu keppnismenn og una sér aldrei betur en þegar þeir keppa í einhverju sem þeir eru góðir í. Eftir að stjórnmálamenn höfðu áttað sig á undrum pólitískra stöðuveitinga og voru orðnir virkilega góðir í að ráða í störf eftir stjórnmálaskoðunum, vin- og frændskap var allt í einu, og án þess að almennir borgarar vissu af, hafið óopinbert Íslandsmót í greininni. Sjálfstæðismenn voru snögg- ir til í upphafi og náðu fyrstir virkilega góðum tökum á leikn- um. Þeir hafa líka uppskorið eftir því og eru efstir á stigalistanum. Á eftir koma framsóknarmenn og kratar. Allt var undir og stjórnmálamenn útdeildu embættum og störfum við ráðuneyti, dómstóla, sendiráð, Seðlabankann, Háskól- ann, menningarstofnanir og fyrirtæki í ríkiseigu til vildarvina og sjálfra sín. Til er saga sem sýnir að þeir vissu vel hvað þeir voru að gera og að leikurinn gæti farið úr böndunum. Hún er á þá leið að ein- hvern tíma á síðasta áratug, eftir einhverja ráðningahrotuna, hafi forystumenn úr stjórnmálaöflunum gert sérstakt samkomulag um fyrirkomulag stöðuveitinga hjá Geislavörnum ríkisins. Þeir hafi talið mikilvægt, og sammælst um, að í ljósi eðlis og mikilvægis starfseminnar yrðu fagleg sjónarmið látin ráða við mannaráðningar á þeim bæ fremur en pólitík. Meðan á þessu hefur staðið hefur mjóróma gagnrýni almennings verið hrein sóun á orðum. Hún hefur ekki náð eyrum pólitíkusanna. Hins vegar hefur gagnrýni af vinstri væng stjórnmálanna annað slagið farið inn um eyru þeirra. En jafnharðan út aftur. Þar sem fólk í VG og áður Alþýðubandalaginu var býsna gagnrýn- ið á að stjórnsýslan og opinber embætti væru notuð sem leikvöllur í keppni annarra stjórnmálaafla um að koma sem flestum samherjum í þægilega innivinnu kemur nokkuð á óvart hvað fólk í þeim flokki er ótrúlega flinkt í leiknum. En eftir hreint lygilega byrjun er eins og ljós hafi kviknað. Nú á að vanda til verka. Þannig hefur Ögmundur Jónasson falið þriggja manna nefnd að meta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis. Það er gott hjá honum. Líklega er það borin von að stjórnmálamenn hætti með öllu að láta pólitík fremur en fagleg sjónarmið ráða þegar kemur að stöðu- veitingum. Þess vegna væri réttast að þjóðin gerði við þá samkomu- lag, svona eins og sagan segir að gert hafi verið um Geislavarnirnar á sínum tíma. Það gæti falist í því að þegar nýr ráðherra kemur í ráðuneyti fái hann að hafa með sér fjóra starfsmenn. Þeir gætu heitið aðstoðarmaður, upplýsingafulltrúi, sérfræðingur og ráðgjafi. Engar athugasemdir yrðu gerðar við hvernig ráðherrann ráðstafaði þessum störfum en á móti væri tryggt að í önnur störf væri ráðið með faglegum aðferðum sem eru, merkilegt nokk, til. Ef þetta yrði ofan á hefði þjóðin sjaldnar tilefni til að vera pirruð. Meira að segja VG tók þátt: Keppnin SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.