Fréttablaðið - 22.10.2010, Page 32

Fréttablaðið - 22.10.2010, Page 32
4 föstudagur 22. október núna ✽ gleðjið aðra H ildur María Valgarðsdóttir lauk námi í ljósmyndun í haust og hefur strax vakið mikla athygli fyrir verk sín. Hildur María stundaði nám við Københavns Tekniske Skole í Kaupmanna- höfn og lenti í því skemmtilega atviki að selja tvö lokaverk sín í miðju prófi. „Í lokaprófinu þarf maður að mæta tvisvar sinnum fyrir dóm- ara og sýna verk sín. Í seinna skiptið sem ég fór inn greip einn dómarinn fram í fyrir mér í miðri frásögn og bað um að fá að kaupa verkið sem ég var að fjalla um. Það sló mig svolítið út af laginu en ég svaraði játandi og hélt svo áfram að segja frá. Stuttu síðar stoppaði annar dómari mig af og vildi sá líka kaupa af mér verk. Þetta hefur víst aldrei gerst áður í sögu skólans og því er þetta mik- ill heiður fyrir mig,“ segir Hildur María, sem var að vonum ánægð með gengi sitt í prófinu. Áhugi hennar á ljósmyndun kviknaði þegar hún var skipti- nemi í Bandaríkjunum og lærði þá á filmumyndavél. Hún segist hafa gaman af hvers kyns ljós- myndun og gildi þá einu hvort um sé að ræða landslagsmynd- ir eða andlitsmyndir. „Mér finnst til dæmis mjög gaman að fara út að ganga og mynda það sem fyrir augu ber. Sömuleiðis finnst mér öll grafísk vinnsla mjög skemmti- leg og ég nota hana mikið til að fá eitthvað meira út úr myndun- um mínum.“ Hildur María hefur tekið að sér ýmis verkefni í gegnum tíðina og nýlega aðstoðaði hún við tískuþátt fyrir danska tímaritið Euroman og norskt tímarit að nafni Costume. Þar vann hún með einum fremsta stílista Dana. Aðspurð segist Hild- ur María hafa gaman af tískuljós- myndun en tekur fram að það sé þó bæði nauðsynlegt og gaman að sinna líka öðrum verkefnum á borð við auglýsingaljósmynd- un. „Draumurinn er að sjálfsögðu að geta unnið eingöngu við ljós- myndun í framtíðinni, enda er þetta mitt helsta áhugamál,“ segir Hildur María að lokum. Hægt er að skoða myndir Hildar Maríu á heimasíðunni hennar www.hildurphoto.com. - sm Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Hildur María Valgarðsdóttir þykir efnilegur ljósmyndari: Seldi verk í lokaprófi Efnileg Hildur María Valgarðsdóttir þykir efnilegur ljósmyndari. Hún seldi tvö verka sinna í lokaprófinu. MYND/HILDUR MARÍA VALGARÐSDÓTTIR Yfirgefið hús Hildur María hefur gaman af því að mynda hvað sem fyrir augu ber. Ótrúlegt útsýni Íslensk náttúra er á meðal myndefna Hildar Maríu. ILMANDI KARLMENNSKA Það er auðvelt að hrífast af vel ilmandi karlmanni. Verdon-herrailmurinn frá l‘Occitane er frískandi ilmur sem minnir á piparmyntu og vatnskennda tóna. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Um saflát og munnmök ? Ég er tiltölulega nýbyrjuð að hitta strák og það gengur mjög vel. Um daginn lágum við uppi í rúmi eftir smá kelerí og vorum að spjalla saman og þá sagði hann mér að nánast allar stelpur sem hann hefði sofið hjá hefðu „squirtað“. Ég hef sjálf aldrei upplifað slíkt og vinkonur mínar segjast ekki heldur hafa gert það. Geta allar konur „squirtað“ og hversu líklegt er að hann sé að segja satt? SVAR: Jahá, hið mikla hita- mál um saflát (íslenskun á female ejaculation (squirting)). Það er ekki mikið vitað um hina lífeðlislegu hlið safláts en það er talið tengjast G- blettinum og oftar en ekki verður saflát við örvun á honum. Stundum fylgir fullnæging og stundum ekki og vökvamagn getur verið mismikið. Þá er vert að minnast á það að safinn er ólíkur þvagi í efnasamsetningu og er oftast glær og lyktarlaus (og ætti því ekki að skilja eftir sig bletti í lakinu). G-bletturinn er viðkvæmur vefur og í raun kvenleg hliðstæða blöðruhálskirtils karla. Við kynferðislega örvun á að vera hægt að finna G-blettinn (hjá þeim sem hann hafa), því hann verður ögn svampkennd- ur. Þó virðast ekki allar konur hafa G-blett og þær sem hafa hann virð- ast ekki allar upplifa saflát né fullnægingu við örvun hans. Nú get ég ekki sagt að elskhugi þinn sé að ljúga en kannski að ýkja smá. Ef við gefum okkur að hann segi satt og þú hafir áhuga á því að prufa þetta, er þá ekki málið að láta hann standa við stóru orðin og hjálpa þér að athuga hvort þú sért með G-blett og ef svo er, örva hann og sjá svo hvað gerist! Gangi ykkur vel! ?Ég er búin að vera í föstu sambandi í rúm tvö ár og við erum mjög hamingjusöm. Það er reyndar eitt sem böggar mig pínulítið og það er að kærasti minn er stanslaust að biðja um munnmök, sem er svo sem allt í lagi, nema mér finnst bara bæði frekar vond lykt og bragð af vininum og langar þess vegna ekkert sérstaklega mikið til að veita honum það sem hann biður um. Er ekki dónalegt af mér að nefna þetta við hann, ég vil nefnilega ekki að hann verði sár, og er eitthvað hægt að gera til að bæta stöðuna? SVAR: Sælar mín kæra, mér finnst ekkert sjálfsagðara en að nefna þetta við kærasta þinn. Þið eruð búin að vera saman í tvö ár og mætti ætla að traustur grunnur hefði skapast fyrir slíka umræðu. Ef hann verður sár þá verður hann að eiga það við sig því það er illómögulegt að bjóða þér upp á kæst typpi. Við næstu sturtu- ferð þarf hann að sápa typpið vel og vandlega. Hann þarf að passa sér- staklega að draga aftur forhúðina og sápa og skola. Svo er um að gera að þurrka kynfærin vel eftir sturtuferðina. Ef lykt og bragð skánar ekki eftir þetta þá ætti hann að kíkja til læknis því hann gæti verið með sýk- ingu. Þar sem þú segir að hann biðji oft um munnmök þá ætti lausnin á þessu vandamáli að margborga sig fyrir ykkur bæði. Spurt&svarað 30% afsláttur á öllum vörum til 1. nóvember. Frábærar Kápur Áður 24.900.- Nú aðeins 14.900,- Stærðir 10 - 22

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.