Fréttablaðið - 22.10.2010, Síða 52

Fréttablaðið - 22.10.2010, Síða 52
28 22. október 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Fjölskyldusöngleikur eftir Gunnar Þórðarson og Pál Baldvin Baldvinsson eftir hinu sígilda ævintýri Miðasala á midi.is Sýningardagar Lau. 23/10 kl. 14 frums. Sun. 24/10 kl. 14 Lau. 30/10 kl. 14 Lau. 6/11 kl. 14 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vínflaska og gjafakort! Þetta var nú óþarfi. Nákvæm- lega það sem ég sagði! Þetta er allt of mikið. Það sér hver maður! En svona erum við bara í hnotskurn! Ótrúlega gjafmildar manneskjur! Við gefum frá hjartanu! Á ég kannski að sleppa „ég get ekki tekið á móti þessu öllu“? Nei, nei! Við getum tekið til baka þessa rán- dýru vínflösku! Komdu með hana! Ég veit að vinnan gengur hægt en við skulum ekki vera of neikvæðir. Ef við gerum þetta ekki á næsta ári förum við í stóru ferðina um leið og við klárum að gera við rútuna. Ókei. Ef barna- börnin leyfa okkur það. Aftur er það nei- kvæðnin! Sérðu stóra blettinn hérna? Þetta er eftir nautasteikina sem var í matinn. Þessir litlu punktar eru sósa, þetta gula er ostasósa og þetta bleika er jarðarberjakaka. Og í hádegismat fékk ég pylsur með tómatsósu... Bróðir minn, gangandi matardagbók. LÁRÉTT 2. refur, 6. spil, 8. meðal, 9. fram- koma, 11. tveir eins, 12. orðrómur, 14. gistihús, 16. í röð, 17. bjálki, 18. skelfing, 20. klaki, 21. spil. LÓÐRÉTT 1. létu, 3. belti, 4. ölvun, 5. þróttur, 7. sáttir, 10. hlóðir, 13. sigað, 15. dó, 16. stal, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. tófa, 6. ás, 8. lyf, 9. fas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. tu, 17. tré, 18. ógn, 20. ís, 21. kani. LÓÐRÉTT: 1. gáfu, 3. ól, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. tók, 19. nn. Þetta er bréf frá Pétri í laganáminu. Það eina sem ég skil er „hæ“... Dagarnir líða og allir eru þeir helgaðir einhverju ákveðnu. Það sem af er október hafa liðið bleiki dagurinn og fjólu- blái dagurinn, dagur hvíta stafsins, dagur gegn einelti, dagur án ofbeldis, dagur myndlistar, dagur samkeppnishæfni og PBS-dagurinn, dagur hrunsins og alþjóð- legur dagur öndunarmælinga. Í FYRRADAG var dagur hagtalna og á mánudaginn er dagur kvenna. Ég tilheyri báðum hópum þó að það hafi mismikil áhrif á líf mitt. Sem hagtala er ég háskólagráður=3, skuldir=slatti, bíll=já, sambúð=1, framleiðni=2 (börn), kyn= (ekki karlmaður). EN það að ég er kona hefur litað allt mitt líf. Það hefur haft áhrif á klæðaburð minn frá því í frum- bernsku og fram á þennan dag, það hafði áhrif á hvernig ég lék mér, og á skólagöngu mína þar sem ég var þæg og iðin og uppskar í sam- ræmi við það á meðan strákar höfðu hærra, létu verr og kölluðu yfir sig meiri athygli og sérmeðferð. Það að ég er kona gerir það að verkum að ég labba aldrei ein heim úr bænum í myrkri og reyni að vera réttu megin við örmjóa línuna milli þess að vera fín og vera glyðruleg, sem aftur gerir mig skotmark fyrir athugasemdir um kynlíf mitt og snertingar sem ég kæri mig ekki um. Og hef alltaf reynt að standa mig að minnsta kosti jafn vel í vinnunni og strákarnir sem ég vinn með því ég fæ alltaf harðari gagn- rýni en þeir. ÞAÐ að ég er kona gerir mig líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi en ef ég væri það ekki og ólíklegra er að sá sem beitir mig því hljóti refsingu fyrir verk sín. Það gerir mig sjálfkrafa minna eftirsóknarverðan starfskraft framan af starfsævinni því hver vill ráða einhvern til vinnu sem nánast örugglega mun á einhverju skeiði detta út í að minnsta kosti hálft ár, kannski heilt, til að ganga með börn og annast þau í frumbernsku? Svo eru allir veikindadagarnir og starfs- dagarnir og tannlæknaheimsóknirnar sem ég verð síðan treg til að bæta upp með því að vinna á kvöldin og um helgar. OG það að ég er hagtalan kona þýðir að á mánudaginn klukkan 14.25 er ég búin að vinna minn hluta af átta stunda vinnudegi miðað við launamuninn sem er milli mín og hagtölukarlsins á næsta borði. Og það þýðir líka að þá geng ég út. Dagar kvenna og hagtalna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.