Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 22.10.2010, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 29 Gamanleikarinn Seth Rogen og rokkarinn Jack White verða gest- ir í fyrsta spjallþætti Conans O´Brien á bandarísku sjónvarps- stöðinni TBS sem fer í loftið 8. nóvember. Einnig er mögulegt að sá sem verður efstur á blaði í skoðanakönnun um hver eigi að vera fyrsti gestur þáttarins láti einnig sjá sig. Leikarinn Jack Nicholson er sem stendur í efsta sætinu. Á meðal fleiri gesta í næstu þáttum Conans verða Tom Hanks, Soundgarden og Michael Cera. Conan O´Brien stjórnaði áður kvöldþætti NBC þar sem hann tók við af Jay Leno en var látinn taka pokann sinn. Góðir gestir hjá Conan CONAN O´BRIEN Conan O´Brien stjórnar nýjum spjallþætti á sjónvarpsstöðinni TBS. Leikkonan Eva Longoria Parker úr þáttunum Desperate Hou- sewives lenti í minni hátt- ar bílslysi í Hollywood fyrir skömmu. Longoria var að aka eftir Hollywood Boulevard-göt- unni þegar annar bíll ók á hana er hann ætlaði að beygja inn á bílastæði. Leikkonan kvartaði yfir minni háttar meiðslum þegar lög- reglan kom á svæðið en fór ekki á sjúkra- hús. Hinn ökumaðurinn meiddist ekki. Talið er að Longoria hafi verið á leið frá veitingastað sínum, Beso, þegar slysið átti sér stað. Næsta verkefni hennar er að kynna evrópsku MTV- tónlistarverðlaunin sem verða haldin í Madríd 7. nóvember. Þar eru söng- konurnar Katy Perry og Lady Gaga tilnefnd- ar til fimm verðlauna hvor. Longoria í bílslysi EVA LONGORIA Leikkonan lenti í minniháttar bílslysi í Hollywood. Upptökustjórinn Danger Mouse, annar hluti hljómsveitarinnar Gnarls Barkley, vinnur með U2 að nýjustu plötu sveitarinnar. „Við höfum tekið upp tólf lög með honum. Það lítur út fyrir að við gefum þessa plötu út næst því vinnan við hana gengur svo vel,“ segir söngvarinn Bono. Plat- an hefur fengið vinnuheitið Songs of Ascent og er vænt- anleg á næsta ári. U2 er með tvær aðrar plöt- ur í burðarliðnum. Önnur platan er dansplata þar sem Will.i.am., David Guetta og RedOne verða gestir. Einnig er fyr- irhugð plata byggð á lög- unum sem Bono og The Edge sömdu fyrir söngleik- inn Spider-Man. U2 starfar með Mouse DANGER MOUSE Upptökustjórinn vinnur með U2 að væntanlegri plötu sveitar- innar. Justin Timberlake viðurkennir í samtali við tímaritið People að honum hafi farið mikið aftur í golfi. Ástæðan sé einföld: hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að sinna íþróttinni sökum vel- gengni sinnar. Timberlake er einn fremsti popptónlistarmaður heims um þessar mundir og hefur jafn- framt getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum, nú síðast í The Social Network en hann leikur einnig í kvikmyndunum Friends with Benefits og Bad Teacher. Þar leikur hann á móti kærustu sinni fyrrverandi, Cameron Diaz. Golfið hefur þar af leiðandi feng- ið að líða fyrir annirnar. „Leikur minn á vellinum hefur verið skelfi- legur en það er bæði gömul saga og ný. Þegar þér gengur vel í vinnunni þá kemur það niður á leiknum. Og þú vinnur til að geta spilað golf,“ segir Timberlake sem er einmitt gestgjafi Shriners Hospitals for Children Open-golfmótsins í Las Vegas. Þá mun hann troða upp á lokakvöldi PGA, samtaka atvinnu- kylfinga í Bandaríkjunum, ásamt Sir Elton John, og hinni nýfrá- skildu Christinu Aguilera. Timberlake hyggst hins vegar taka golfið fastari tökum því hann hefur komið fyrir púttflöt við glæsivillu sínu í Los Angeles svo að hann geti fínpússað stutta spil- ið hvenær sem hann vill. Golfið hjá Justin í lægð GOLF-FÍKILL Í LÆGÐ Justin Timberlake er golf-fíkill en leikur hans á vellinum hefur verið í lægð sökum anna á öðrum vígstöðvum. Langar þig í nýtt eldhús? Kynnum innréttingar og tæki frá Þýskalandi laugardag frá kl. 11-15 Vandaðu valið, og þú gætir fengið það sem þig langar í. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.