Fréttablaðið - 22.10.2010, Side 61

Fréttablaðið - 22.10.2010, Side 61
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 37 Stuttmyndin Promille eftir Mar tein Þórsson og kvikmynd- in Brim fá góða dóma á heima- síðu breska tímaritsins Tribune. Myndirnar voru báðar sýndar á Riff-hátíðinni fyrir skömmu. „Hin fjórtán mínútna Promille var besta íslenska myndin sem ég sá í Reykjavík,“ skrifar blaðamaður. Hann segir Brim vafalítið munu verða sýnda á kvikmyndahátíð- um víða um heim. „Brim lýsir íslensku andrúmslofti vel og fjall- ar á náinn hátt um lífið á sjón- um og utan hans. Þetta raunsæi vantaði í myndum á borð við The Perfect Storm,“ segir blaðamaður, sem bætir þó við að handritið hafi verið helsti galli Brims. Promille og Brimi hrósað BRIM Kvikmyndin Brim fær góða dóma á bresku síðunni Tribune. ALIAS Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól. Partý-Alias er væntan- legt í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er vænt- anlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. „Við erum að gera okkur vonir um að það seljist svipað ef ekki meira en Alias fór í fyrra,“ segir Halldór Guðjónsson, sölustjóri Myndforms. Partý-Alias inniheldur ýmsar nýjungar. Leikmenn geta fengið það hlutskipti að segja sögu sem inniheldur öll orð viðkomandi spjalds, lýsa frægum einstakl- ingum eða útskýra orð í mismun- andi stellingum. Spilið inniheldur meira en 2.300 orð og nöfn á yfir sex hundruð frægum einstakling- um, þar á meðal 130 íslenskum. Fjölmörg kreppuspil komu út í fyrra og gaf Myndform einmitt út það vinsælasta, Ísland. Það seldist í tvö þúsund eintökum. Svo virð- ist sem kreppuspilin verði heldur færri fyrir þessi jól, enda kannski komið nóg af slíkum spilum í bili. - fb Annað Alias-spil Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jess- icu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. Samkvæmt dagblaðinu New York Post hittust þau ásamt fleiri vinum á bar í Stóra eplinu í vikunni. „Hug- myndin var að sjá hvort þau næðu saman,“ er haft eftir heimildar- manni blaðsins. Kim ku vera í leit að nýrri bráð en hvorugt þeirra hefur tjáð sig um þetta stórmál. Það er því óvíst hvernig þau náðu saman og stóra spurningin er: Hitt- ast þau aftur? Við spyrjum að leiks- lokum. Mayer og Kardashian? Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. Jameson sækist eftir hlutverki Justice, sem á stripp- klúbbinn Venus, en fái hún hlut- verkið þarf hún að syngja lagið Any Way You Want It eftir hljóm- sveitina Journey. „Ég er að spjalla við framleið- endurna og vonast til að vera nógu hæfileikarík til að valda hlutverkinu,“ segir Jameson, sem hætti að leika í klámmyndum fyrir nokkrum misserum. „Mig hefur alltaf dreymt um að koma fram á Broadway og ég bið til Guðs um að fá hlutverkið.“ Fái Jameson hlutverkið myndi hún vera í sýningunni í allt að þrjá mánuði. „Ég held að ég sé fullkomin í hlutverkið og ég hlakka til að flytja til New York.“ Samkvæmt heimildarmönnum dagblaðsins New York Post kom Jameson framleiðendum verksins á óvart. „Hún er með góða rödd og þrátt fyrir að hún sé aðeins þekkt fyrir leik í klámmyndum þá getur hún leikið.“ Jenna á Broadway STÍGUR Á SVIÐ Jenna Jameson á í við- ræðum um að koma fram á Broadway. NÝTT PAR? Kim Kardashian og John Mayer eiga að hafa hist í vikunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.