Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 10
10 23. október 2010 LAUGARDAGUR FJARSKIPTI Íslenskum tölvunot- endum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuörygg- ismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vír- usa, orma og trójuhesta eru skrif- uð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyr- irtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði ein- hverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið veru- legt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Krist- inn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissu- lega séu til sérfræðingar í þess- um málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuár- ásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerð- ir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðs- hópi. Sannarlega geti ekki skað- að að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svip- að og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vanda- mál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás Engar almannavarnir á sviði tölvumála eru til staðar á Íslandi. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi. Telja hættu á tölvuglæpum en litla hættu alvarlegri árás. STELA Á NETINU Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. NORDICPHOTOS/AFP Glæpamenn í netheimum beita oft kunnuglegum aðferðum við að hafa fé af fólki, segir Friðrik Skúla- son veirusérfræðingur. Sumir gera álagsárás á vef fyrirtækis í skamma stund, og bjóða svo fyrirtækinu vernd fyrir frekari árásum, gegn greiðslu. Það er svipað aðferðum glæpagengja sem hóta íkveikju ef verndargjald er ekki greitt. Kúgun á netinu Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja Haustráðstefna KPMG 28. október / Grand Hótel KPMG blæs til haustráðstefnu þar sem fjallað verður um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og er leitað í þekkingar- og reynslubrunn nokkurra áhugaverðra fyrirlesara. Ráðstefnan byrjar með hádegisverði klukkan tólf og dagskráin hefst formlega klukkan eitt. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. Skráning fer fram á www.kpmg.is Dagskrá Fjármálakreppan og aðlögun íslensks efnahagslífs Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Fjárhagsleg endurskipulagning – hvernig mætast sjónarmið fyrirtækja og kröfuhafa Michael Dance, sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu Lífið eftir endurskipulagningu Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips Reynslusaga af flóknu endurskipulagningarferli H. Ágúst Jóhannesson, KPMG Eru enn til staðar hindranir í endur- skipulagningu og viðreisn fyrirtækja? Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Pallborðsumræður Stjórnandi: Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Ráðstefnustjóri Auður Ósk Þórisdóttir, KPMG UTANRÍKISMÁL Samstaða var um að ljúka aðildar- viðræðum við Evrópusambandið (ESB) og að þingmenn kysu um niðurstöðuna, í pallborði og hjá frummælendum á nýafstaðinni morgunráð- stefnu samtakanna Sterkara Ísland. Pallborðið skipuðu Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Guðlaugur og Katrín kváðust bæði á móti aðild, en Valgerður er henni fylgjandi. Öll töldu þau mikilvægt að færa umræðu um aðild að ESB í málefnalegra horf og vinna að því að tryggja gagnsætt samningaferli. Guð- laugur Þór taldi málið líklegt til þess að skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni, sár sem gengju jafnvel þvert á flokka og fjölskyldur. Til að draga úr sárindum taldi hann skynsamlegt að setja samningaferlinu tímamörk og kvaðst vilja fá að sjá dagsetningu um hvenær kosið yrði um aðild. Þá sagðist hann óttast að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar létu aðra hagsmuni víkja fyrir áhuga sínum á að ganga í ESB. Í framsögu lýsti Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, efasemdum um inn- göngu í ESB, en sagðist þó vilja klára ferlið sem hafið væri. „Mín skoðun er sú að betra sé að fyrir liggi samningur, enda liggi þá skýrt fyrir hverjir kostirnir eru,“ sagði hún. Þá sagðist G. Valdimar Valdimarsson, for- maður alþjóðanefndar Framsóknarflokks- ins, ekki trúa því að framsóknarmenn, sjálf- stæðismenn og vinstri grænir væru tilbúnir að treysta Samfylkingu og embættismönnum fyrir ákvörðunum er vörðuðu samningsmark- mið og áherslur í íslenskum landbúnaði í kom- andi framtíð. - óká PALLBORÐIÐ Samtökin Sterkara Ísland sem vinna að aðild Íslands að ESB stóðu fyrir fundi í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samstaða var meðal þingmanna þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna um að ljúka viðræðum við ESB: Við samningslok liggja kostirnir skýrt fyrir KEPPT Í SVEFNI Á Spáni fór nú í vikunni fram keppni í þeirri íþrótt að fá sér blund eftir hádegismatinn. Hver keppandi hafði tuttugu mínútur, og átti að ná sem lengstum dúr en fékk auka- punkta fyrir að hrjóta. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.