Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 88
52 23. október 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > LOHAN AFTUR Í STEININN Lindsay Lohan lauk meðferð í gær, en þangað fór hún eftir að hún féll á eiturlyfjaprófi í sept- ember. Lohan þurfti að mæta beint í réttarsal þar sem dóm- ari tók á móti henni og gæti hún átt yfir höfði sér allt að mánað- arfangelsisdóm fyrir ýmis afbrot. Ný íslensk leikin þátta- röð hefur göngu sína annað kvöld þegar fyrsti þátt- ur Hlemmavídeós verður sýndur á Stöð 2. Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson sem gerði fyrstu Fóstbræðra- þættina, sællar minninga. Hlemmavídeó skartar þeim Pétri Jóhanni Sigfússyni, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Vigni Rafni Val- þórssyni í aðalhlutverkum. Þætt- irnir fjalla um hinn fráskilda Sig- urð Hermannsson, sem oftast er kallaður Siggi, sem erfði vídeó- leigu eftir föður sinn. Hann rekur hana með hálfum huga enda á hann sér þann draum heitastan að verða alvöru einkaspæjari. Með önnur hlutverk í þáttunum fara þau Gunnar Hansson og Sólveig Arnarsdóttir. Það var mikill erill þegar Frétta- blaðið bar að garði á tökustað, enda verið að taka upp síðustu þættina á meðan fyrsti þátturinn er í eftir- vinnslu og klippingu. Þorsteinn Bachmann og Pétur Jóhann komu sér makindalega fyrir í sófa, komu sér í „karakter“ eins og það heitir á leikaramálinu og tökuvélarnar byrjuðu að rúlla. „Þorsteinn leikur Kalla Kennedy, verktaka sem rak strippbúllu en segist nú vera réttu megin í lífinu. Enda búið að banna stripp í Reykja- vík,“ segir Styrmir Sigurðsson leik- stjóri. Uppi um alla veggi má sjá gamlar og nýjar vídeó- og DVD- spólur sem Styrmir upplýsir að séu flestar í eigu Páls Óskars Hjálmtýs- sonar, poppstjörnu Íslands. „Palli hringdi eiginlega bara í okkur um leið og hann frétti af þessum þátt- um og bauð okkur afnot af safn- inu. Þetta var algjörlega skilyrðis- laust af hans hálfu, ekkert hlutverk eða neitt þannig, við skyldum bara fara vel með þær,“ segir Styrmir en bætir því við um leið að starfsfólk leikmunadeildarinnar hafi einnig haft í nægu að snúast við að finna hulstur og spólur. Styrmir er enginn nýgræðingur á sviði gamanþáttaraða þótt hann hafi kannski ekki haft sig mikið í frammi undanfarin ár. Hann leik- stýrði fyrstu Fóstbræðraþáttun- um sem slógu eftirminnilega í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2. „Ég hef aðallega verið að leikstýra auglýsingum, hef örugglega gert yfir hundrað síðustu ár. Og svo hefur maður bara verið að sýsla við hitt og þetta. Ég, Jón Gnarr og Þorsteinn Guðmundsson erum með kvikmyndahandrit í smíðum þannig að þessi hópur hefur allt- af verið að brölta eitthvað saman.“ Styrmir varar hins vegar fólk við því að vera með hláturtaugarnar þandar fyrir þátt sunnudagsins, hann sé svolítið í dramatískari kantinum. „En svo byrjar ruglið fljótlega upp úr því.“ freyrgigja@frettabladid.is Spólusafn Páls Óskars í Hlemmavídeói SIGGI OG KALLI KENNEDY Pétur Jóhann og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum sínum í Hlemmavídeói. Pétur Jóhann leikur fráskil- inn mann sem erfir vídeóleigu, Þorsteinn er Kalli Kennedy, verktaki sem eitt sinn rak strippbúllu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVONA VERÐUR ÞETTA GERT Styrmir, fyrir miðju, gefur Bergsteini Björgúlfssyni töku- manni leiðbeiningar. Pétur Jóhann og Þorsteinn Bachmann hlusta á fyrirmælin. Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson. Mikla athygli vakti þegar leikstjórinn Todd Phillips réð Gibson til að leika húðflúrara í myndinni, en ferill þess síðar- nefnda er í mikilli hættu eftir að fyrrverandi kærasta hans lak upptökum í fjölmiðla þar sem hann heyrist hóta henni öllu illu. Eftir að það fréttist að Gibson væri vænt- anlegur á tökustað gerðu nokkrir starfs- menn uppreisn og kröfðust þess að hann myndi ekki taka þátt í gerð myndarinnar. Leikstjórinn var afar óánægður með viðbrögð starfs- manna sinna. Samkvæmt frétta- miðlinum TMZ var hinn hrikalega fyndni Zach Galifianakis í forsvari fyrir hópnum sem vildi ekki sjá Gibson. Aðrir leikarar voru í hópn- um, en ekki Bradley Cooper, einn af aðalleikurunum. Phillips hætti við að fá Gib son í myndina degi áður en hann átti að mæta á tökustað. Heimildarmaður TMZ, sem er tengdur Gibson, segir mikla hræsni einkenna ákvörð- unina, enda var dæmdi nauðg arinn Mike Tyson í litlu hlutverki í fyrri myndinni. Gibson óvelkominn í Timburmenn 2 ÓVELKOMINN Gibson er ekki velkominn á tökustað The Hangover 2. Lesbíski plötusnúðurinn Sam- antha Ronson sást yfirgefa heimili söngkonunnar Christ- inu Aguilera undir morgun, skömmu eftir að sú síðar- nefnda skildi við eiginmann sinn. Ronson er þekktust fyrir að hafa átt í ástarsambandi við vand- ræðagemlinginn Lindsay Lohan, en Aguilera gaf þarna sögum um meinta samkynhneigð sína byr undir báða vængi. Erlendir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hvort fyrrver- andi eiginmaður Aguil- era, Jordan Bratman, hafi sótt um skilnað vegna óseiðandi hung- urs hennar í samneyti við konur. Fjöl- miðlar sögðu í vikunni sögu konu sem hafði neitað Aguilera um einnar nætur gaman eftir að þær hittust á skemmti- stað. Þá hefur hún lýst því yfir í viðtöl- um að hún sé einnig gefin fyrir konur. Samantha Ronson sást yfirgefa heim- ili Aguilera klukkan sjö um morgun og náðist af því mynd. Talsmaður Aguilera neitar að eitthvað sé á milli þeirra og segir þær einfaldlega vera góðar vin- konur – og hafa verið lengi. Aðrir tala um að það segi ýmislegt um Christinu Aguilera að hún hafi valið Samönthu Ronson til að hugga sig þessa örlaga- ríku nótt, eftir að veröld hennar hrundi. Sparkað vegna samkynhneigðar LESBÍA? Christina Aguilera grét á öxl hinnar lesbísku Samönthu Ronson eftir að hún skildi við eiginmann sinn. Talið er að gömlu kempurn- ar Robert De Niro og Sylvest- er Stallone ætli að smeygja sér í boxhanskana á nýjan leik fyrir myndina Grudge Match sem er væntanleg í bíó árið 2012. Báðir eru þeir þekktir fyrir að leika hnefaleikakappa. De Niro hlaut Óskarinn fyrir hlutverk sitt sem Jake La Motta í Raging Bull sem kom út 1980 og Stallone er auð- vitað frægastur fyrir Rocky- myndirnar. Grudge Match fjallar um tvo fyrr- verandi box- ara, Billy „The Kid“ McGuig- an og Henry „Razor“ Sharp, sem ákveða að snúa aftur til að lumbra hvor á öðrum í síðasta sinn. Smeygja sér í boxhanskana AFTUR Í HRINGINN Sylvester Stallone er á leiðinni aftur í hringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.